Heimsmynd - 01.04.1993, Side 11
ingasjóði flokksins með því að hafa tekið
við þóknunum undir borðið fyrir úthlutun
opinberra framkvæmda til verkefna.
Óskammfeilinn sjarmi ítalanna virðist hafa
náð yfir landamærin, ekki satt? Eða hvað
er þá svo sérstakt við ítalska skandala?
Háttsettir menn í röðum franskra sósíal-
ista sæta nú opinberri rannsókn fyrir svip-
aða milligöngu um peningagreiðslur í sjóði
flokksins. Einungis fáir þeirra eru sakaðir
um auðgunarbrot í eiginhagsmunaskyni.
Einn þeirra er borgarstjórinn í Angouleme,
sem nú fer huldu höfði í Argentínu vegna
ásakana um fjárdrátt (það var í Angouleme
sem Erró málaði 190 fermetra vegg-
málverk árið 1982 - ekki þó á vegum borg-
arstjórans, heldur franska ríkisins). Fleiri í
röðum franskra ráðamanna hafa gætt
ýtrustu sparsemi urn lögmæti verka sinna
einnig. Nýlega fékk ráðherrann um borga-
málefni, Bernard Tapie, að hverfa aftur til
starfa sinna í ráðuneytinu, eftir að dómari
hafði dregið til baka ákærur um fjársvik í
kjölfar sáttar Tapies utan dómstóls við
fyrrverandi viðskiptafélaga sinn.
Og handan Pýreneafjalla fylgir þróunin
svipuðum línum. Enn ein sósíalista-
stjórnin, sem vermt hefur valdastólana í
nokkur kjörtímabil, glímir við vaxandi
grunsemdir almennings vegna náinna
tengsla stjórnmálamanna og kaupsýslu-
manna. í lok janúar ljóstruðu spönsk blöð
upp um það athæfi þýska fjölþjóðahrings-
ins Siemens að hafa greitt milljónir enskra
punda til þriggja fyrirtækja undir stjórn
fyrrverandi starfsmanna Sósíalistaflokks-
ins sem umbun fyrir verksamninga í
tengslum við hraðlestasporið milli Madrid
og Sevillu fyrir heimssýninguna Expo '92.
Bíði sósíalistastjóm Felipe Gonzales ósig-
ur í þingkosningunum síðar á þessu ári
munu spillingarásakanir eiga þar megin-
hlut að máli.
En sósíalistar em engan veginn einir um
hituna, þegar spillingu ber á góma í opinbem
lífi í Evrópu. Á írlandi hefur öll pólitík verið
í uppnámi um margra mánaða skeið vegna
náinna tengsla forystumanna hægra flokks-
ins Fianna Fáil, fyrrverandi forsætisráð-
herranna Haughey og Reynolds, og nauta-
kjötsiðnaðarins, sem er meginútflutnings-
grein landsins. í Siemens-skandalanum á
Spáni var fulltrúi þýsku hægri stjómarinnar,
þýski ambassadorinn í Madrid, í aðalhlut-
verki. Þótt sósíalistar Bettínos Craxis hafi
verið í sviðsljósinu ffaman af í herferðinni
Hreinar hendur, hafa böndin ekki síður
beinst að öðrum flokkum og um miðjan
febrúar var Amaldo Farlani, hinum valda-
mikla fyrrverandi framkvæmdastjóra Kristi-
legra demókrata, formlega birt tilkynning
um að hafin væri rannsókn á hendur honum,
sem leitt gæti til ákæm. Spillingarákæra á
hendur hægri miðflokksmanninum Francois
Leotard í Frakklandi var felld niður, en ein-
ungis sakir formgalla. Gaullistaleiðtoginn
Jackues Chirac hefur verið sakaður um það í
blöðum að hafa eytt fríi sínu í Oman á
vegum velviljaðs vinar, sem hann neitar að
gefa upp hver hafi verið.
Meðan kalda stríðið stóð sem hæst virðist
hvarvetna hafa ríkt tilhneiging til að setja
kíkinn fyrir blinda augað, þegar kom að brest-
um í þjóðskipulagi andstæðinga kommún-
ismans. Nú beinast sjónir manna inn á við og
þá kemur margt ófagurt í ljós, svo margt að
jafnvel menn eins og Ochetti, leiðtogi
fyrrum kommúnista á Italíu, óttast hmn þess
þjóðskipulags, sem hann hefur eytt ævinni í
að grafa undan verði réttvísinni fylgt út í
æsar. Menn geta leitað nokkurrar huggunar í
þeirri staðreynd, að þótt flokkalýðræðið hafi
reynst rotið, og ekki megnað að stilla upp
þeim andstæðu pólum, sem eiga að hafa
gætur hver á öðmm og hindra að valdamenn
fari offari gegn almannahagsmunum, þá hafi
þó dómskerfíð að lokum megnað að koma
upp um ósómann. En hver verða hin póli-
tísku áhrif í þeim ríkjum Evrópu, sem státa
af einna lengstri lýðræðishefð og stjómarfari
sem telst hafa heiðarleika að leiðarljósi,
þegar menn hætta að sjá skýran mun á starf-
saðferðum mafíunnar og stjómmálaflokk-
anna. Almennt býst almenningur við því að
hægri pólitíkusar sem lofsyngja kapítalisma,
athafnafrelsi og einkaframtak forsómi ekki
að sjá um eigin hag í því hlutverki. Finnist
þeim þeir ofgera í því efni hafa þeir hingað
til getað snúið sér til vinstri, til sósíalistanna
og annarra hugsjónahreyfinga, sem sjálfar
gera kröfu um að vera dæmdar á öðmm fors-
endum, umhyggju fyrir hag almennings og
óeigingjamri varðstöðu sinni um þá hags-
muni. Þegar vinstri vængurinn reynist ekki
aðeins að hafa blandað sér í bófahasarinn,
heldur tekið forystuna í þeim efnum, er fátt
eftir um fína drætti fyrir kjósendur.
Atkvæðin deilast þá á öfgajaðrana til hægri
og vinstri. „Þeir eru allir rotnir að innsta
kjama,“ segir Le Pen æ ofan í æ og ævin-
lega. Ætla andstöðuflokkar hans, að eigin
sögn grunnmúraðar skjaldborgir lýðræðis-
ins, að sanna kjósendum að hann hafi rétt
fyrir sér og því muni ekkert gera til að lofa
einum kjaftaskinum og lýðræðissinnanum
enn að spreyta sig? Eða ætla þeir að taka sér
tak og rifja upp Móseboðorðið: Þú skalt ekki
stela, sem á máli kjósandans þýðir það sama,
hvort sem stolið er í eigin þágu eða
Flokksins.B
Glæsilegt úrval af úrum,
klukkum og loftvogum,
ennfremur gull og
silfurvörum. Önnumst
viðgerðir á allskonar
klukkum og úrum.
Sérsmíðum gler á allar
tegundir úra.
Póstsendum.
ÚRSMIÐUR
VEUUSUNDI3 U, v/Hallærisplan
S: 13014
HEIMS
11
MYND