Heimsmynd - 01.04.1993, Side 18

Heimsmynd - 01.04.1993, Side 18
Efri mynd: Fundur hjá hreska Þjóðernisflokknum. NeÖri mynd: Christian Worch, einn talsmaður ungra nýnasista í Þýskalandi. Ásjóna nýnasismans er ekki eingöngu merkt af fátækt og atvinnu- leysi. Snoóinkollarnir í Austur-Evrópu eru ekki dæmigerðir ungliðar heldur teygir nýnasisminn sig inn í hóp ungra og velstæðra hægrimanna hvarvetna í Evrópu. Þeir ræóa uppáklæddir á fundum það sem snoóinkollamir öskra á götum úti og lofa og prísa það ofbeldi sem snoóinkollamir framkvæma og halda þannig útlendingum og öómm minnihlutahópum í heljargreip óttans. Uppgangur nýnasista í Austur-Þýskalandi hefur verið hermdur upp á snögga samein- ingu ríkjanna, félagsleg upplausn er mikil og öll löggæsla í lágmarki. Kynþáttahatur í kjöl- far atvinnuleysis hefur lengi verið staðreynd í Evrópu og mátti sjá fyrir að það yrði ennþá stærra vandamál í kjölfar sameiningar Þýska- lands. Hægri öfgahópar víðast hvar hafa þó heldur betur fengið andlitslyffingu og segja má að fasískar tilhneigingar séu ekki lengur feimnismál í hópum hinna betur settu. Ný kynslóð nasista hefur klætt málstað sinn í búning hins skynsama, raunsæja og þjóðemissinnaða og fengið fyrir þær hljómgrunn hjá ungu fólki sem engum dytti í hug að óathuguðu máli að kenna við fasisma. Vinnuaðferðir flokkanna sem em famir að laða til sín ungt fólk em meira í takt við lýðræði en aðgerðir snoðinkollanna og þó að nýnasistahópamir haft augljósa og opinskáa samúð með aðgerðum þeirra kjósa þeir hefðbundnari leiðir til valda. „Leiðir sem munu virkja hinn þögula kjósanda, sem í hjarta sínu samsamar sig nýnasistum,“ sagði meðlimur breska Þjóðemisflokksins í viðtali við þarlendan blaðamann. Alls rakti þýska lögreglan 17 dauðsföll og meira en tvö þúsund árásir til nýnasistahreyfingarinnar í Þýskalandi í fyrra en nýjasta fómarlambið á þessu ári er tuttugu og tveggja ára ökumaður vinstri sinnaðrar rokkhljómsveitar, en hann varð fyrir áras nýnasistahóps og lést af sámm sínum nokkmm dögum seinna. Fátækt hefur aukist mjög í Þýskalandi og Hjálparstofnun heimilislausra segir um 30.000 manns lifa á götunum og það sem af er þessum vetri haft 29 manns frosið til dauða, ýmist á götum úti, bílastæðum eða í strætisvagna- skýlum. I borgar- og sveitastjómarkosningum í Þýskalandi nýlega fengu rebúblikanar átta til níu prósent heildaratkvæða og athyglis- verðastur þótti framgangur þeirra í Frankfurt þar sem þeir fengu tólf UPPAFASISTAR í UPPSVEIFLU 18 HEIMS MYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.