Heimsmynd - 01.04.1993, Qupperneq 20
Efst til hœgri: Jörg
Haider, leiðtogi hins hœgri
sinnaða frelsisflokks í
Austurríki. Efst til vinstri:
Alexandra Mussolini,
barnabarn hershöfð-
ingjans. Neðsta mynd:
David Duke, ásamt dóttur
sinni.
prósent allra greiddra atkvæða. Þetta er ekki síst ískyggileg
niðurstaða með tilliti til þess að fái þeir yfir fimm prósent í þing-
kosningum ná þeir að koma þingmönnum að. Þá gæti einnig komið
upp sú staða að hvorugur stærri flokkanna, Sósíaldemókratar eða
Kristilegir demókratar, gæti myndað stjórn án samstarfs við
rebúblikana. Þetta er fyrsta allsherjarframboð rebúblikana en það er
einnig athyglisvert að kosningaþátttaka nú var dræm.
Nýjar heimildir gefa til kynna að Jean Marie Le Pen og
Þjóðfylkingin í Frakklandi hafi tuttugu prósent fylgi kjósenda.
Flokkurinn fór fram úr björtustu vonum fylgismanna sinna þegar
hann náði ellefu prósent fylgi í kosningunum 1984 og síðan hefur
fylgismönnum hans farið fjölgandi. Auk fastafylgis síns hjá
óánægðum kjósendum úr lágstétt og atvinnuleysingjum á
flokkurinn víst fylgi hjá snoðinkollum og öðrum kynþáttahöturum
auk þeirra velstæðu ungmenna sem farin eru að verða æ meira
áberandi þáttur í starfi nýnasista, en Þjóðfylkingin rekur samhliða
flokksstarfinu ungliðahreyfingu sem samanstendur af þúsundum
ungmenna, þar af fjölda námsmanna.
Bresk fasistahreyfing námsmanna hótaði að leysa upp uppákomu
þýska, andfasíska rapparans J í Goldsmith-framhaldsskólanum í
nóvember en gerði ekki alvöru úr hótun sinni og tónleikamir fóru
fram undir lögregluvemd.
Breski þjóðernisflokkurinn bauð fram tólf fulltrúa í kosn-
ingunum 1992 og kosningabaráttan kostaði alls tvær og hálfa
milljón króna svo það er deginum ljósara að flokkinn skortir ekki
peninga. Þó að það kunni að hljóma fáránlega í hugum einhverra
óttast breskir baráttumenn gegn kynþáttafordómum í æ rikara mæli
að jarðvegurinn kunni að reynast jafn frjór í efnahagsþrengingum
dagsins í dag og hann var fyrir nasískan áróður í Þýskalandi árið
1930. I stað slagorða og gífuryrða gegn lituðum og minnihluta-
hópum er kominn vinalegri tónn í nýnasistaboðskapinn. Tónn sem
reynir að höfða til föðurlandsástar og bágborins atvinnuástands en
þó meðalið sé annað er tilgangurinn sá hinn sami, að virkja atvinnu-
ótta hins vinnandi manns og benda þeim sem ekki hafa vinnu á
svarta sauði. Með öðrum orðum kappkosta hópamir að ala á hatri í
garð erlends vinnuafls á líkan hátt og snoðinkollamir í Þýskalandi
en það eru einmitt umbúðimar sem gera boðskapinn enn hættulegri
en ella. „Við viljum virkja ótta og áhyggjur hins venjulega manns,“
sagði Richard Edmonds. Og líkt og hjá Hitler sem sagði hálf milljón
atvinnulausra og 400.000 þúsund gyðingar, em forréttindi hvítra
allsherjarlausn í Evrópu. „Ef litaðir yrðu frá að hverfa yrðu næg
spítalarúm, húsnæði og atvinna fyrir alla hvíta,“ er viðkvæðið hjá
nýnasistum.
I grein í breska blaðinu Company um þetta efni er tekið sérstak-
lega til kvenna í nýnasistahópunum og höfundurinn segir þær ekki
skýla sér bak við karlpeninginn heldur vera talsmenn stefnunnar út
á við. Meðal áberandi kvenna þar má nefna bamabam Mussolinis,
Alexandra, en hún er virkur talsmaður fasisma á Ítalíu auk þess sem
hún hrósar sér af því að vera systurdóttir Sophiu Loren og slær
þannig stjörnuryki í augu ungra kjósenda. Hún er stöðugur
blaðamatur og birtist lesendum á myndum sem elegant kona klædd
í dýra loðfeldi og fatnað frá frægum tískuhönnuðum, hlaðin skart-
gripum. Nýlega þurfti hún að hætta við opinbera heimsókn til
Bretlands vegna mótmæla frá andnasistum en hægri öfgamenn þar
telja það þó aðeins tímaspursmál hvenær hún verður boðin
velkomin. A Spáni leggur önnur yfirstéttarkona, Carmen, á sig
ómælt erfiði við að halda á loft og heiðra minningu föður síns,
Francos hershöfðingja.
Kynþáttahatur í Bandaríkjunum fer einnig vaxandi. Efnahags-
þrengingar ásamt lélegri heilsugæslu og félagslegri aðstoð í fátækari
hópum samfélagsins hefur komið harðar niður á þeim verst settu en
oft áður. Líkt og í Evrópu er svar hægri öfgamanna að benda á
svarta sauði og nýlegar heimildir gefa til kynna að Ku Klux Klan-
hreyfingum í Bandaríkjunum hafi fjölgað um 73 frá árinu 1990 er
þær voru alls 273. Hvítu, ungu fólki úr millistétt hefur fjölgað í
Klan-hópunum frá því sem var og kynþáttaóeirðimar í Los Angeles
í fyrra urðu áróðursvopn í höndum þeirra, sönnun þess að hvítt fólk
þyrfti að lifa í stöðugum ótta við ofbeldi af hálfu svartra.
David Duke, einn af æðstuprestum Klan, reyndi fyrir sér sem
öldungadeildarþingmannsefni í heimafylki sínu Louisiana árið
1990. Eftir að hafa freistað þess að fanga fölnandi æsku í þágu mál-
staðarins og gengist til þess undir að minnsta kosti eina andlits-
lyftingu hlaut hann 44 prósent atkvæða kjósenda. Það þyrfti ekki að
klingja ógnandi í eyrum nema í ljósi þess að fólki er ekki kleift að
reka svona framboð í bandaríska kosningakerfinu nema það haft
opinberan stuðning innan síns flokks og sterka fjárhagslega bak-
hjarla. Með slíkt bákn til að styðja við bakið á sér gæti Duke hæg-
lega reynt aftur og þá með betri árangri.
Það er ljóst að hvort sem um er að ræða Neo nasista eða uppafas-
ista er hin nýja ógn frá hægri komin til að vera í einhverri mynd og
hvort sem hún er framreidd í neytendaumbúðum eða kynnt með
hörðu götuofbeldi er hún grein af sama fjandsamlega meiði. En
ógnin er þó sýnu meiri þegar hún er komin innundir í valdastofn-
unum samfélaganna heldur en í hörðum veruleika götunnar. Við
Islendingar höfum löngum hrósað okkur af því að vera víðsýn og
frjálslynd og lítið ginnkeypt fyrir hverskyns öfgastefnum og
kynþáttafordómum. En það segir þó ekki nema hálfa söguna því að
við höfum lítið haft af öðrum kynþáttum að segja. Rasisminn
laumaði sér inn í frétt af götuofbeldi í Þýskalandi þegar sagt var frá
því í íslensku dagblaði að skotmörk snoðinkolla í Austur-Þýska-
landi væru ekki aðeins litaðir heldur einnig fatlaðir og sam-
kynhneigðir eða „kynvillingar“ eins og það var orðað í blaðinu.
Þegar orðið „kynvillingur“ er notað í fúlustu alvöm í frétt um alvar-
legt ofbeldi gagnvart samkynhneigðum er stutt í sömu mannfyrir-
litningu og málgögn nýnasista útbreiða. Semsagt, heimilislegt of-
beldi í neytendaumbúðum og kannski er ekki enn kominn
nýnasistaflokkur hér vegna skorts á „svörtum“ sauðum þegar kemur
að atvinnuleysi og efnahagsörðugleikum. Uppskriftin er líklega
aðeins meiri kreppa og nokkrir flugvélafarmar af flóttamönnum. ■
20
HEIMS
MYND