Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 22
GLJRAUGU
FOLKSINS
Q
Kj jaldan eða jafnvel aldrei fyrr hefur
fólk spáð eins mikið í gleraugu, réttara sagt
gleraugnaumgjarðir, og nú. Og þá ekki
aðeins þeir sem þurfa á gleraugum að halda
heldur einnig sólgleraugnanotendur en
þeim fjölgar ár frá ári. Ein af vinsælli
tegundum á markaðnum nú eru gleraugun
frá Oliver Peoples en það fyrirtæki var sett
á laggimar fyrir sex árum í Los Angeles. Á
tæpum fimm árum hefur Oliver Peoples
náð að markaðssetja vöru sína um gervöll
Bandaríkin og Evrópu.
Oliver Peoples-gleraugun fást í gler-
augnaversluninni Auganu í Kringl-
unni og bendir Gunnar Þór
Benjamínsson á nokkrar stað-
reyndir til marks um vinsældir
gleraugnanna. Hann segir að
poppstjarnan og furðufuglinn
Elton John kaupi Oliver
Peoples-gleraugu fyrir 50
þúsund dali á ári. Bruce Willis
sést vart með öðruvísi gler-
augu en aðrir frægir fasta-
kúnnar eru Whoopie Goldberg, Michael
J. Fox, Sting, Debra Winger, Gloria
Estefan, Robert Downey jr. og kvikmynda-
leikstjórinn Spike Lee.
Oliver Peoples-gleraugun höfða sterkt
til nútímafólks vegna stílgerðanna frá véla-
öldinni amerísku sem eru fyrirmyndir
hönnuða umgjarðanna. Gunnar Þór segir
sérhvern grip í Oliver Peoples-safninu
sérsmíðaðan með það í huga að tengja
saman frábæra hönnun og varanlegan stíl.
Notaðar eru hágæða málmblöndur og
gamla útlitinu náð með fögrum víravirkja-
skreytingum. Sérsmíðaðar sólglers-
klemmur, sem upphaflega voru gerðar í
hagnýtum tilgangi, eru nú hannaðar til að
fullgera ákveðin stílbrigði.
Oliver Peoples-vörurnar fást nú í versl-
unum um allan heim en árið 1987 hófst
samvinna milli bandaríska fyrirtækisins og
Optec Japan um framleiðslu á sjóntækjum.
Hin upprunalega verslun Oliver Peoples er
á Sunset Boulevard, frægustu götu Los
Angeles. Verslunin er hönnuð eins og lista-
safn og þar rná finna raunverulegar um-
gjarðir frá gamalli tíð og eru sumar þeirra
til sölu.
Þar sem Oliver Peoples-umgjarðirnar
eru minni en margar aðrar tískuumgjarðir
er lítil hætta á að andlitin hverfi bak við
þær og kann það að vera ein skýring á vin-
sældum þeirra meðal bandarísks þotuliðs.
En af þekktum Islendingum sem ganga
með Oliver Peoples-gleraugu nefnir
Gunnar Þór þá Þorstein Pálsson dóms-
málaráðherra, Ingva Hrafn Jónsson frétta-
stjóra, Sigrúnu Stefánsdóttur fréttamann og
Heimi Karlsson íþróttafréttaritara. ■
HEIMS
MYND