Heimsmynd - 01.04.1993, Page 26

Heimsmynd - 01.04.1993, Page 26
kki er það nú í fyrsta sinn, segir Nóri Hog leggur silfurspengda regnhlífina sína upp á lausan stól. „En þá skal iég segja þér það. Hér er lítið um komma og framsóknarmenn en allt J k vaðandi í krötum og íhaldsmönnum.“ „Hvort heldurðu að þessi sé krati eða íhald?“ spyr ég og bendi á svartan stælgæja með hundrað síðar smáfléttur í hárinu og hring gegnum vinstri nasavænginn sem situr og skrifar stefnumót næsta dags eða einhvem álíka fróðleik inn í slönguskinnsfílófaxið sitt. „Blámenn eru yfirleitt kratar, skilst mér,“ segir Nóri, „jafnvel þó þeir séu uppar eins og þessi. Vinur hennar mömmu sem selur okkur korselettin segir það. Hann er afskaplega vel heima í öllu sem lýtur að kynþáttamálum." „En kratamir hér í Bretlandi hafa vit á að halda sér alveg frá samvinnu við íhaldið,“ heldur Nóri áfram eftir stutta málhvfld. „Ég er að vísu íhald sjálfur en ég er auðvitað atvinnurekandi. Og ég er trúr minni stétt. Maður á að vera það. Mér rennur til rifja að sjá fólk verða sér til minnkunar með því að greiða atkvæði gegn sínum eigin hagsmun- um. Kratamir heima á íslandi eru í þeirri stöðu núna. Foringjamir plata þá til að kyssa á vöndinn. En þess vegna er líka allt fylgi að hrynja af þeim. í Alþýðuflokknum er nefni- lega harður, gamall kjami sem þolir alls ekki neitt daður við íhaldið." Við göngum nú út af kaffihúsinu og tökum stefnuna norður Dean-stræti upp í Sóhó. „I gamla daga var hér allt fullt af stúlkum af því tagi sem maður kynnir ekki fyrir mömmu sinni,“ segir Nóri og hneppir að sér frakkanum yfir gul- og brúnyrjóttu hrásilki- fötin sem hann segist hafa látið sauma á sig. „Það er svo stutt niður á Savile Row þegar maður býr á Westbury-hótelinu. Finnst þér ekki notalegt að búa þar? Eigandinn er góður vinur Tolla í Sfld og fiski. Heitir Forte og rennir stundum fyrir lax uppi í Borgarfirði. Hann á nokkur hundruð hótel um allan heim.“ Þá erum við komnir í Romily-stræti þar sem margir gimilegir matsölustaðir em í röðum beggja vegna götunnar. Við nálgumst nú áfangastað okkar, ítalska veitingahúsið La Capanina. Við fáum suðrænar móttökur enda hafði ég hringt og boðað komu okkar. „Skolli geðugur fír og reglulega hugguleg- ur,“ er einkunnin sem veitingamaðurinn fær hjá löglærða nærfatakaupmanninum, skóla- bróður mínum, fyrir að taka gula kasmímllar- frakka Nóra og gamla regnfrakkann minn og segja að það sé ánægja og heiður að fá slíka höfðingja í heimsókn. Ég sé ekki betur en að Nóri sé í býsna góðu skapi þegar hann er sest- ur í bekkinn undir óteljandi hvítlauksknipp- Lævi blandið loft hjá krötum „Hvað er líkt með Hafnarfirði og London?“ spyr Nóri. „Ja, nú kemurðu að tómum kofunum hjá mér,“ segi ég og horfi á iðandi mannhafið út um gluggann á Soho Brasserie þar sem við félagar sitjum og hvílum lúin bein. EFTIR ÖRNÓLF ÁRNASON um og tágaflöskum sem hanga í loftbitunum. „Mamma þolir ekki hvítlauk,“ segir Nóri. „En það gerir auðvitað ekkert til núna.“ „Þú ætlar þá líklega að sleppa ærlega fram af þér beislinu í kvöld,“ segi ég kvikindislega en það hefur ekki meiri áhrif á Nóra en volg vatnsgusa á gamla gæs. Hann er tekinn til við að smyrja sér brauðsnúð að maula á til að 26 seðja sárasta sultinn. „Maður hefur enga næringu fengið síðan í hádeginu,“ segir hann og mér verður hugsað til þess hvemig hann fékk þrisvar sinnum ábót af nautasteik og búðingi frá Jórvíkurskíri í matsalnum hjá Forte fyrr í dag. „Jón Baldvin er dæmalaust klár og sjarmerandi gaur. Það vantar nú ekki. Og þó að þetta félagshyggju- HEIMS MYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.