Heimsmynd - 01.04.1993, Side 34

Heimsmynd - 01.04.1993, Side 34
Sá Malcolm barðist fyrir upplýsingu meðbræðra sinna, sjálfsvirðingu og sjálfsábyrgð. Hann var tákn stolts þeirra og manndóms, eins og leikarinn Ossie Davis orðaði það. „Fyrir okkur var hann eins og geðlæknir,“ segir fyrrum borgarstjóri Atlanta, Andrew Young: „Honum tókst að gera svarta stolta af sjálfum sér og litarhætti sínum.“ Svartir unglingar stórborganna og fátækrahverfanna sem nú ganga um götur í X-bolum með X-húfur vita fátt um heimsmynd Malcolms X en þau vita flest að hann var einn fyrsti blökku- maðurinn sem þorði að standa upp og segja hvíta manninum til syndanna. Malcolm X var alinn upp í göturæsinu og hann varð fómarlamb þess. Hann þekkti skuggahliðar gettóanna betur en nokkur annar blökkumannaleiðtogi fyrr og síðar. Hann féll fyrir morðingjahendi 1965, fómarlamb þess málstaðar sem hann glaður lét lífið fyrir. Hann varð goðsögn með tíð og tíma og nú sem aldrei fyrr þegar væntanleg er á markaðinn kvikmynd blökkumannsins Spike Lee sem er um 3 klukkustundir og 21 mínúta að lengd. Myndina byggir Lee á sjálfsævisögu Malcolms sem Alex Haley skráði. Denzel Washington leikur Malcolm og er tilnefndur til Oskarsverðlauna fyrir. Þessi mynd Spike Lee er fyrsta Hollywood-kvikmyndin sem geislar af svörtu stolti, segir Newsweek nýlega. Margir voru þó „Síðar hataði ég hvern blóðdropa þessa hvíta nauðgara sem rann í æðum mínum.“ efins um- að Spike Lee gæti fangað flókna hugmyndafræði Malcolms X á filmu. Hann var hreinlega talinn of borgaralega þenkjandi og upptekinn af sjálfum sér til að geta birt trúverðuga mynd af því mikilmenni sem mönnum ber nú sarnan um að Malcolm X hafi verið. í tvö ár hefur Lee unnið að myndinni. Alex Haley sem skrifaði ævisöguna með Malcolm sá myndina rétt áður en hann dó og sagði: Malcolm hefði þótt vænt um þessa útgáfu. Lee leiðir getgátur að því í lok myndarinnar að um samsæri hafi verið að ræða þegar Malcolm X var myrtur. Hann var skotinn niður af þrernur mönnum í Harlem sunnudaginn 21. febrúar 1965 þar sem hann var að flytja ræðu. Þeir sem hafa lesið ævisögu Malcolms vita að hann var viðbúinn. Samsæriskenning Lee kemur þeim ekki á óvart. Malcolm hafði verið úthýst úr þeirri reglu múhameðstrúar- manna sem hann hafði átt einna stærstan þátt í að byggja upp en það var fyrrverandi lærimeistari hans, sem Malcolm tilbað, leiðtogi múslima Elijah Muhammad, sem stóð fyrir því. Malcolm vissi að Elijah vildi hann feigan og Lee kemst að því að alríkislögreglunni hafi verið kunnugt um samsærið. En Lee er ekki að leika sama leikinn og Oliver Stone í myndinni JFK. Honum er ekkert kappsmál að sanna að um samsæri hafi verið að ræða þegar Malcolm var myrtur. Líf hans var merkilegra en dauðinn. Þau skeið sem Malcolm gekk í gegnum á þroskaferli sínum heilla Lee sem flesta aðra. En hvað er það sem heillar fólk við Malcolm X? Þeir sem til þekkja eru ekki í nokkrum vafa um mikilvægi lífshlaups þessa merka manns. Margir í hópi hvítra eru ekki sérlega vel upplýstir urn Malcolm X og mörgum svörtum stendur einnig á sama um hver hann var og hvað hann stóð fyrir. Þó var þannig komið fyrir Malcolm áður en hann dó að margir hinna meðvituðu í hópi hvítra óttuðust um hann á þeirri forsendu að boðskapur hans ætti ekki síður erindi til þeirra hvítu en svörtu. En 84 af hundraði ungra blökkumanna álíta Malcolm X hetju samkvæmt nýlegri skoðanakönnun og telja hann næstan á eftir Martin Luther King. En þeir eru líka til sem telja að Malcolm hafi haft meira til síns máls en Martin Luther King og eigi meira erindi í samtímanum en King. En til að skilja Malcolm, segja svartir fræðimenn, er nauðsynlegt að skilja þá mörgu ólíku þætti sem Malcolm stóð fyrir. Malcolm X fékk á sig mörg viðurnefni. Hann var fæddur Malcolm Little; uppnefndur Red vegna hárlitar síns (móðurafi hans var hvítur), gekk undir nafninu Satan í fangelsi og hlaut síðar nafnið X þegar hann tók múhameðstrú. Skömmu áður en Malcolm var úthýst úr reglu þeirri sem hann tilheyrði kom hann á fund blaðamannsins M.S. Handler hjá The New York Times og hann lýsir heimsókninni svo: „Konan mín hafði aldrei hitt Malcolm fyrr. Hún bar okkur kaffi og kökur. Malcolm ræddi málin á sinn kurteisa og yfirvegaða hátt sem hans var von og vísa þegar hann talaði við fólk utan ræðupúltsins. Það var augljóst að konan mín var heilluð af Malcolm.“ Og Handler sem hafði fylgst með Malcolnr undanfarin ár, en þetta var skömmu fyrir dauða hans, lýsir því ennfremur að líkast hafi verið á þéssum fundi að Malcolm hafi verið að reyna að tjá sig en stolt hans og reisn hafi meinað honum að segja það upphátt. Malcolm vissi um sverðið sem hékk yfir höfði hans en hann brosti bara á sinn sérstaka hátt. „Þegar hann var farinn var konan mín þungt hugsi og sagði svo: Mér finnst ég hafa setið að tedrykkju með svörtu pardusdýri.“ Handler segist hafa brugðið við lýsinguna. En honum fannst hún við hæfi. Svarta pardusdýrið er aristókrat í dýraríkinu. Sem maður hafði Malcolm X líkamsbyggingu, reisn og sjálfstraust eins og sá sem er fæddur aðalsmaður. Af honum stafaði einnig ógn svarta pardusdýrsins en af engum samtímamanni stóð hvíta manninum eins mikill stuggur og af Malcolm X vegna þess að í honurn skynjaði hvíti maðurinn þann fjandmann sem aldrei yrði hægt að kaupa, múta eða ná á sitt band, hugsjónamann fyrir baráttu svartra í bandarísku þjóðfélagi frernur en blökkumannaleiðtoga sem vildi leiða svarta og hvíta saman. Handler lýsir fyrstu kynnum þeirra Malcolms í mars 1963, tveimur árum fyrir dauða hans. Malcolm var þá orðinn var um sig og skammt í að hann yrði fórnarlamb samsærisins. Malcolm viðraði ekki aðeins skoðanir sínar á hvíta manninum við Handler á þessum fundi, „án þess að láta mér finnast ég sekur eða ábyrgur fyrir hegðun kynbræðra minna í aldanna rás. Hann talaði almennt ...“ Og hann talaði einnig um hugarfar blakkra, um það hvemig menn skyldu átta sig á því að blökkumenn þyrðu sjaldnast að segja raunverulegan hug sinn í garð hvíta mannsins. Eftir þennan fund segist blaðamaðurinn hafa áttað sig á því að opinber persóna Malcolms var allt öðru vísi heldur en sá Malcolm sem talaði við fólk í einrúmi. En afdráttarlausar skoðanir Malcolms á hvíta mann- inum breyttust mjög þegar samband hans og Elijah Muhammad slitnaði. Kenningar Muhammeds gengu út á að hvíti maðurinn væri djöfullinn sjálfur. Þegar hér var komið sögu var Malcolm einnig orðinn það víðförull utan Bandaríkjanna sem innan og hann hafði kynnst nægilega mörgu hvítu fólki vel til að átta sig á því ofstæki sem skoðanir hans höfðu mótast af. Hann hafði einnig áttað 34 HEIMS MYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.