Heimsmynd - 01.04.1993, Page 35

Heimsmynd - 01.04.1993, Page 35
sig á því eftir heimsóknir sínar til Mekka og arabaríkja að hann átti enn margt ólært um múhameðstrú en byssukúlur morðingja komu í veg fyrir að umheimurinn fengi að njóta hins nýja Malcolms og hógværari afstöðu hans í garð tengsla hvítra og svartra. alcolm Little fæddist í Omaha í Nebraskaríki 19. maí árið 1925. Hann var sjöunda bam föður síns, sem átti þrjú böm frá fyrra hjónabandi. Faðir hans Earl Little var baptistaprestur, stór og mikill vexti, bleksvartur á lit. Móðir hans Louise var fædd í Grenada í Vestur-Indíum en faðir hennar var hvítur maður sem hafði nauðgað móður hennar. Hár hennar var slétt og hún hafði ljóst hörund. Malcolm var bronslitur á hörund með rauðleitt hár og sagðist sjálfur hafa verið nægilega illa upplýstur til að gangast upp í því að vera ekki alveg svartur sem unglingur. „Síðar hataði ég hvern blóðdropa þessa hvíta nauðgara sem rann í æðum mínum.“ Þegar Louise Little gekk með Malcolm bar hóp Ku Klux Klan- manna að heimili þeirra í Omaha nótt eina um miðjan vetur. Þeir umkringdu húsið, vopnaðir rifflum, og öskruðu að húsbóndanum að sýna sig fyrir utan. Louise kom í dyragættina og það fór ekki á milli mála að hún var komin langt á leið. Hún sagðist vera ein í húsinu ásamt þremur litlum börnum, rnaður hennar væri í Milwaukee að predika. Ku Klux Klan-mennirnir æptu að þungaðri konunni ókvæðisorðum og hótunum um að þau yrðu að hypja sig á brott úr þessum bæ góðra, hvítra kristinna manna. Reiði þeirra beindist að Earl Little sem var seinþreyttur að predika aðskilnað hvítra og svartra en hann tilheyrði samtökum Markúsar Arel- íusar Garveys sem vildu stuðla að því að bandarískir blökkumenn flyttu aftur til Afríku. Þessi hópur áleit að blökkumenn gætu aldrei blómstrað í Bandaríkjunum. Earl Little varð reiður þegar hann frétti af þessari næturheimsókn. „Hann sagði móður minni að þau myndu flytja eftir að ég væri fæddur. Ég veit ekki af hverju hann vildi fara burt. Hann var ekki einn þessara hræddu negra,“ sagði Malcolm. Earl Little var frá Georgíu. Fjórir af sex bræðrum hans höfðu orðið ofbeldi að bráð en þrír þeirra voru myrtir af hvíta manninum, einn þeirra var hengdur. Það átti einnig fyrir Earl að liggja að vera drepinn á þennan hátt. Sjálfan grunaði Malcolm að hann yrði einnig myrtur. Little-fjölskyldan flutti næst til Lansing í Michigan, þar sem faðir Malcolms keypti hús og var fljótlega farinn að predika boðskap Garveys í nærliggjandi kirkjum baptista. Hann hafði lagt til hliðar til að geta fest kaup á verslun. En þýlyndir negrar í anda, sem Malcolm líkti við Tómas frænda úr samnefndri skáldsögu H. DOPSALI, DOLGUR OG TUGTHÚSLIMUR Malcolm (Denzel Washington) klœddur að hœtti harðjaxla á upphafs- árum sínum í Harlem. Hann var í sjö ár ífangelsi og þar hófust kaflaskipti í lífi hans. Stundum las hann ífimmtán klukkustundir samfleytt. A neðstu myndinni eru Delroy Lindo og Denzel Washington í hlutverkum Malcolms og læriföður hans í glœpum Archie.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.