Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 36
MALCOLM X
Músliminn Malcolm (Denzel Washington) biður til
Allah í Musteri 7. Félagatalan í samtökum svartra
múslima frá því að Malcolm gekk í samtökin og þar
til honum var úthýst óx úr 400 hrœðum upp í 40
þúsund manns og musteri risu í öllum ríkjum
Bandaríkjanna.
húsinu og voru nú á flótta. Húsið stóð í ljósum
logum og fjölskyldan rétt náði að komast út,
móðir Malcolms með nýfædda dóttur í fanginu,
áður en þakið féll. „Við stóðum grátandi á nær-
klæðunum fyrir utan ásamt slökkviliðsmönnum
og lögreglu og horfðum á heimili okkar verða
eldinum að bráð.“ I kjölfarið var faðir Malcolms
kallaður í yfirheyrslu til lögreglunnar vegna
byssunnar sem hann hafði notað til að hleypa af á
eftir brennuvörgunum. Og lögreglan kom iðulega
við á heimili þeirra til að leita að þessari byssu.
Foreldrum hans kom ekki vel saman. Hún var betur menntuð en
hann, sagði Malcolm síðar, og hann hefur átt bágt með að þola að
hún leiðrétti hann.
Stundum barði Earl Louise og jafnvel bömin líka en hann lagði
aldrei hendur á Malcolm. „Faðir minn, eins mikil og andúð hans á
hvíta manninum var, var einnig smitaður af fordómunum og hélt
mest upp á mig af því að hömnd mitt var ljósara en hinna bamanna.“
Blökkumennirnir í Lansing voru afar illa settir þegar Malcolm
var að alast upp. Misskilin stéttvísi þeirra var meðal annars fólgin í
því að mati Malcolms að stæra sig af því að vera næstum meðteknir
í samfélag hvítra. Það var litið upp til þeirra sem voru þjónar í
fínasta klúbbi hvíta mannsins eða burstuðu skó hans. Þeir negrar
þóttu hafa náð langt í lífinu. Þennan hóp lærði Malcolm með tíð
og tíma að fyrirlíta.
Little-fjölskyldan var fátæk en samt betur sett en margir aðrir
því hún ræktaði grænmetið sitt sjálf. Þegar Malcolm var sex ára var
faðir hans myrtur. Malcolm minnist spennunnar þetta síðdegi árið
1931. Ljölskyldan hafði orðið fyrir hótunum áður. Malcolm var að
koma heim ásamt eldri systkinum sínum. Foreldrar hans voru að
rífast og faðir hans skipaði móður hans að sjóða kanínu, sem hann
hafði afhausað með berum höndum svo nautsterkur sem hann var.
Earl Little fór út og skellti á eftir sér hurðinni. Malcolm horfði á
eftir honum ganga upp veginn. Allt í einu tók Louise á rás og hljóp
grátandi út á eftir honum. Hann sneri sér þá við og veifaði til
hennar en hélt áfram ferð sinni. Hún var grátandi og neri hönd-
unum í svuntuna sína. Um nóttina vaknaði Malcolm við hávaða.
Lögreglan var komin í húsið og móðir hans fór með þeim á
sjúkrahúsið til að bera kennsl á lík Earls. Höfuðkúpan hafði lagst
saman öðru megin og líkami hans var klofinn í tvennt. Það var
augljóst að hann hafði orðið fyrir áras og hafði verið lagður á
brautarteina þar sem keyrt var yfir hann í kjölfarið.
Ekkjan stóð uppi 34 ára gömul með átta böm og enga fyrir-
vinnu. Þau fengu aðeins hluta tryggingarinnar greidda sem Earl
hafði verið svo forsjáll að kaupa. Eitthvað entist hún en Louise
Little neyddist brátt til að kaupa út á krít. Hún gekk í alls konar
störf, þreif heimili hvítra og saumaði fatnað, þar til fólk komst að
því hvers ekkja hún var. Þá missti hún vinnuna. Loks þurftu þau að
þiggja styrk frá bæjaryfirvöldum. Móðirin var stolt og leiðin niður
á við erfið. Kreppan mikla reið yfir og árið 1934 var sem enginn
hefði nóg að bíta og brenna. Stundum voru böm Louise Little svo
LEIÐTOGINN MALCOLM
Hann hafði einstaka hœfileika til að ná tilfólks, missti aldrei
stjórn á sér opinberlega og hafði til að bera persónutöfra hins
sanna leiðtoga. Washington í hlutverki Malcolms.
Beecher Stowe, breiddu út sögur til hvíta mannsins um róttækar
skoðanir Earls Little. Og nótt eina árið 1929 minnist Malcolm þess
að hafa vaknað við mikil læti, byssuskot, reyk og loga. Faðir hans
hafði öskrað á eftir tveimur hvítum mönnum sem höfðu kveikt í
HEIMS
36
MYND