Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 42

Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 42
28. apríl árið 1960 fæddist Jón Páll Sigmarsson. Móðir hans hafði grátið sig í svefn mánuðina á undan eftir að hafa gert sér grein fyrir að hún væri ófrísk eftir mann sem hún stóð ekki í neinu sam- bandi við. „En hann kom í heiminn þó að það væri við lítinn fögnuð föðurins sem skipti sér ekkert af honum,“ sagði móðirin. Ljós- mæðumar á Fæðingarheimilinu með Huldu Jensdóttur í fararbroddi hömpuðu stráksa sem var sextán merkur og fimmtíu og tveir sentimetrar, brúnn og sællegur eins og hann hefði verið á sólbaðsstofu en ekki í móðurkviði. „Það var af því að ég borðaði svo mikið af gulrótum og öðru grænmeti þegar ég gekk með hann,“ sagði móðirin stolt. Faðir Jóns, Sigmar Jónsson stór- kaupmaður, og Jón Páll kynntust ekki náið fyrr en á fullorðinsárum Jóns og fóru þá að hafa nánara samband sín á milli. Fyrstu tvö árin bjuggu mæðginin í Hafnarfirði en fluttust svo ásamt fóstur- föður Jóns Páls, Sveini Guð- mundssyni smiði og glímu- manni, vestur í Stykkishólm. Þar kynntist Jón Páll sveita- lífinu en hann dvaldi ásamt foreldrum sínum og syst- kinum hjá föður Sveins, Guðmundi Guðmundssyni í Skáleyjum. Þar lærði Jón að taka á við vinnu, bera vatn heim á bæinn úr brunni og aðstoða við selveiðar. Snemma blundaði í Jóni Páli löngunin til að verða sterkur. Hann var ekki nema fimm ára gamall þegar fósturfaðir hans, Sveinn Guðmunds- son, kynnti hann fyrir glímu og hann stundaði sem bam einnig boltaíþróttir og karate. Sveinn pabbi hans starfrækti Glímuskóla í Hólminum og þar kviknaði íþróttaáhugi Jóns Páls þegar hann var fimm ára gamall. Þegar Jón Páll var níu ára varð Sveinn Glímukóngur íslands og upp úr því flutti fjölskyldan sig um set til Reykjavíkur í Árbæjarhverfið. Ragnar Axelsson ljósmyndari var æskuvinur Jóns Páls úr Árbænum: „Við vorum alltaf fjórir saman,“ sagði Ragnar. „Þeir tveir bræðumir, Svenni og Palli, og ég og bróðir minn. Það var stutt milli húsanna og við höfðum því þróað upp kallkerfi sem við notuðum óspart til að fá hver annan út að leika. Það var þannig að sá okkar sem vaknaði fyrstur stakk höfðinu út um gluggann og rak upp ógurlegt Tarsanöskur og þá skipti engu máli þó að allt hverfið vaknaði upp í leiðinni. Palli var ákaflega metnaðargjam og ákveðinn í því að verða bestur í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann fékk mjög snemma áhuga fyrir stæltum líkömum og var óþreytandi við að sýna manni myndir af hnykluðum vöðvum og öllu því sem sneri að líkamsrækt. Líkams- rækt var alltaf hans áhugamál númer eitt, tvö og þrjú. Eitt atvik úr bemskunni lýsir honum vel. Við vorum þá sem smápattar að kepp- ast við að henda rörbút sem við fundum á víðavangi. Ég henti í fyrstu atrennu lengra en Palli og hann varð mjög tapsár. Kvöldið eftir að þetta gerðist var hann upptekinn á bflaplaninu við að æfa sig og daginn eftir var hann orðinn svo leikinn með rörbútinn að það var ekki möguleiki að slá metið. Hann var alla tíð mikill keppnis- maður. Hann var ákaflega traustur vinur í gegnum tíðina og þó að leiðir skildu breytti það engu. Þegar ég hugsa um hann núna finn ég til stolts yfir því að hafa þekkt hann.“ „Sá Jón Páll sem ég þekkti var allur annar en sá sem þjóðin þekkti. Keppnismaðurinn kom og fór, Jón Páll var mjög kurteis sem bam og gaf öðrum bömum gott fordæmi hvað það snerti. Hann bauð alltaf góðan daginn og þakkaði jafnan fyrir sig. Ef hann fór eitthvað sagði hann alltaf hvert hann væri að fara og hvenær hann kæmi aftur. Hann var glaðvær og gamansamur og algert snyrtimenni strax sem bam og unglingur,“ sagði móðir hans. „Hann tók þá svo sannarlega í gegn niðri í Jakabóli. Skipaði þeim í sturtu og sagði þeim að koma með hreinar nærbuxur að heiman. Þegar hann bjó héma heima undir það síðasta var óhreina tauið eins og á Þvottahúsi Ríkisspítalanna. Hann notaði kannski þrennar nærbuxur yfir daginn. Hann byrjaði morgnana á því að fara í sturtu og bursta tennumar og endaði dagana í baði.“ „Hann var frá náttúrunnar hendi heljarmenni,“ segir Jóhann Möller. „Ég hef heyrt sagt frá því þegar hann sem unglingur hentist um með sementspoka. Það mundu ekki margir leika það eftir. Hann varð mjög glæsi- legur kraftamaður og upphand- leggsvöðvarnir á honum voru eins og læri á fullorðnum karl- manni. Hann er einhver sá mesti ljúflingur sem ég hef kynnst bæði fyrr og síðar, ég heyrði hann aldrei tala illa um nokkum mann. Ef einhver barst í tal sem honum var í nöp við þá eyddi hann því tali. Honum fannst allt slíkt vera fyrir neðan virðingu sína. Ef talið barst að einhverjum sem honum var hlýtt til þá sagði hann jafnan: „Það er sómi að honum þessum." Jón var mjög sérstakur maður. Þessi ljúflingur gat síðan umbreyst í keppnis- manninn Jón og verið virkilega ógnvekjandi í keppni. Sextán ára gamall lagði Jón Páll leið sína í Sænska frystihúsið, þar sem lyftingamenn höfðu aðsetur í kulda og næðingi enda húsið að hruni komið. Þaðan lá leiðin í Ármannsheimilið þar sem lyftingamennimir héldu áfram að lyfta, nú með trefla um hálsinn sökum kulda og ekkert rauf ein- beitinguna nema stöku hnerri. Jón Páll þurfti að hætta lyftingum eftir tvo mánuði en var alltaf staðráðinn í að byrja aftur um leið og aðstæður leyfðu. Hann byrjaði aftur í Jakabóli í Laugardalnum árið 1978 og tók þar þátt í sínu fyrsta lyftingamóti og vann til gullverðlauna. Árið 1979 sneri hann sér alfarið að kraftlyftingum og var brautin til landsfrægðar þá þegar rudd. Fyrsta Ijósmynd Ragnars Axelssonar var tekin af Jóni Páli þegar þeir voru strákar. HEIMS 42 MYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.