Heimsmynd - 01.04.1993, Side 46

Heimsmynd - 01.04.1993, Side 46
þekkti. Það einkenndi hann öðru fremur mikil reglusemi og sjálfs- agi. Það komu tímabil í íþróttunum þar sem hann gekk virkilega nærri sér og sjálfsagt hefur þetta líf haft sitt að segja auk annarra samverkandi þátta. I vaxtarræktinni þurfti hann ýmist að byggja sig upp eða hora sig aftur niður fyrir keppni og álagið á líkamann var gífurlegt, hafði áhrif á alla hans andlegu líðan.“ „Auðvitað verður maður dálítið skelkaður þegar ungir menn í þessari grein deyja á besta aldri,“ sagði Hjalti Úrsus. „Ég á konu og tvö böm og væri ekki eðlilegur ef ég hugsaði ekki út í þá hluti. En það em líka mörg dæmi um langlífi í þessari grein og ég get ekki trúað öðru en að þetta sé í raun heilnæmt. Ég er búinn að helga allt mitt líf þessari íþrótt og get því ekki snúið til baka núna. Enginn veit sinn tíma fyrr en hann kemur. Ég hefði aldrei trúað því að óreyndu að Jón Páll væri veill fyrir hjarta. Hann lifði svo heilbrigðu lífi. Mér fannst það ákaflega ódýr fréttamennska að þýða klausur um lyfja- notkun upp úr erlendum blöðum og birta eins og gerðist hér eftir andlát Jóns Páls. Islenskir fjölmiðlar hafa greiðari aðgang að upplýsingum um það sem gerist hér en erlend blöð. Séu þær upplýsingar ekki jafn æsilegar og viðkomandi fréttamenn vona, er leiðin ekki sú að þýða órökstuddar dylgjur upp úr blöðum sem vita ekki betur.“ „Hinn dæmigerði Islendingur er ævinlega öfundsjúkur út í þá sem skara fram úr í einhverju. Ég held að skýringuna sé að finna þar,“ sagði Ragnar Axelsson. „Hann var oft mjög slæmur til heilsunnar fyrir andlátiðsagði Ragnheiður Jónína. „Oft var hann bæði þreyttur og kaldsveittur, en ég held að hann hafi ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins. Hann var vanur að halda sér gangandi á hörkunni þegar á móti blés. Hann hafði þó sagt við mig og fleiri vini sína að hann mundi deyja ungur.“ „Hann var búinn að segja okkur frá því að hann væri slæmur fyrir hjartanu án þess að gera það berum orðum,“ sagði Hjalti Úrsus. „Þegar ég les á milli línanna núna get ég séð það. Hann hafði oft sagt að hann mundi deyja í blóma lífsins. Hann hefur sjálfsagt frekar viljað segja frá því svona heldur en að koma til okkar og segja að hann væri slæmur fyrir hjarta. Hann vildi ekki eiga á hættu að missa líkamsræktarstöðina út úr höndunum á sér.“ Hann var að jafna sig eftir slæm meiðsli í handlegg og það tók tíma fyrir hann að átta sig á því að hann þurfti að beita annarri tækni við átök en hann var vanur,“ sagði Jóhann Möller. „Hann var búinn að ná tökum á þessu og kominn með gífurlegt afl í handlegginn og hann var í óða önn að þjálfa sig upp aftur. Hann deyr úr arfgengum sjúkdómi og það er ekki neitt samband á milli þessara veikinda og íþróttarinnar. Hann var búinn að vera eitthvað slappur dagana á undan og taldi víst að það stafaði frá einhverri flensu. En hann lagðist aldrei í rúmið þó að hann kenndi veikinda. Það var í mesta lagi að hann nefndi það í framhjáhlaupi. Hann var að koma sér fyrir þessa daga í lítilli íbúð sem hann hafði nýlega fest kaup á svo það var nóg að gera hjá honum.“ yrsta ljósmyndin sem Ragnar Axelsson ljósmyndari tók var portrettmynd af Jóni Páli, tekin úti á svölum í Árbænum. „Það má eiginlega segja að þessi mynd marki upphafið að ferli mínum sem ljósmyndara,“ segir Ragnar um þá mynd. Örlögin höguðu því einnig þannig að hann tók síðustu ljósmyndina af Jóni Páli sem var tekin áður en hann lést. „Jón Páll féllst á að koma með okkur á bamaheimili hér í borginni fimmtu- deginum áður en hann lést og láta mynda sig ásamt bömunum enda vel til þess fallinn sem ímynd hreysti og heilbrigði. Á laugar- deginum beið ég heima eftir að blaðið kæmi úr prentun og hlakk- aði til að sýna Palla myndina. Ég fékk þær fréttir í símann um eftirmiðdaginn að Jón Páll væri dáinn. Mín fyrstu viðbrögð vom að spyrja manneskjuna hinum megin á línunni hvort hún væri gengin af göflunum. Þetta varð mér mikið áfall. Mér þótti líka sárt að geta ekki dregið myndina til baka úr blaðinu. Ein fóstran á bama- heimilinu hafði samband við mig síðar og sagði að bömin hefðu grátið heilan dag eftir að þau fréttu að Jón Páll væri dáinn. Hann hafði lag á bömum og þau elskuðu að fá að umgangast hann.“ „Ég sá hann síðast kvöldið áður en hann dó. Við höfðum þá hugsað okkur að hittast á laugardeginum. Þegar ég kom á æfingu voru sjúkrabílar fyrir utan og ég fékk sama hugboð og ég hafði fengið daginn áður. Mér fannst þá eins og ég mundi ekki hitta hann þennan dag, eins og til stóð,“ sagði Hjalti Úrsus. Ég sá hann ekki aftur.“ „Það var hringt í mig seinna um daginn,“ segir Ragnheiður Jónína. „Það var Ásta konan hans Magnúsar Ver. Hún sagði að það hefði nokkuð hræðilegt komið fyrir í líkamsræktarstöðinni. Ég spurði strax: „Er Jón Páll dáin?“ Það var eins og ég fyndi þetta á mér. Sigmar hafði líka verið mjög órólegur og ólíkur sjálfum sér þennan dag, en hann var staddur hjá vini sínum þegar ég fékk tíðindin. Samband þeirra feðga var mjög náið og eftir á að hyggja finnst mér að hann hafi líka fundið þetta á sér án þess að gera sér grein fyrir hvað það væri. Ég var að laga mat þegar hún hringdi og íbúðin var undirlögð þar sem ég stóð í flutningum. Það voru erfið skref að ganga að símanum og biðja Sigmar að koma heim. Ég kveið því ofboðslega að þurfa að segja honum þessi hræðilegu tíðindi. Hann vildi ekki trúa mér í fyrstu en ég þurfti að endurtaka það grátandi aftur og aftur. Skyndilega fann ég að hann trúði mér og hann sagði: „Mamma, ég hef aldrei áður séð þig svona dapra. Eftir þessar fréttir var eins og tíminn stæði í stað. Maturinn lá óhreyfður á diskunum næstu tvo daga og kassamir stóðu á gólfunum næsta mánuðinn." Laugardaginn 16. janúar mætti Jón Páll á æfingu eins og venju- lega. Eftir að hafa klætt sig í æfingaföt skiptist hann á nokkrum orðum við Jóhann Möller og móður sína en hún var þama stödd fyrir undarlega tilviljun. „Það var eitthvað sem togaði í mig niður á stöðina án þess að ég viti hvað það var,“ sagði móðir hans. „Við Jón Páll komum þangað á svipuðum tíma. Mér fannst hann ein- kennilega rólegur, ólíkur því sem hann var vanur að vera þegar hann var við æfingar? Þegar ég var hálfnuð með mínar æfingar heyrði ég skerandi óp og það var eins og þung lóð féllu í gólfið. Ég sagði þá við Jóhann Möller: Hann hafði oft sagt að hann mundi deyja í blóma lífsins. Hann hefur sjálfsagt frekar viljað segja frá því svona heldur en að koma til okkar og segja að hann væri slæmur fyrir hjarta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.