Heimsmynd - 01.04.1993, Qupperneq 47
HEIMS 47 MYND
,,Er það sonur minn sem tekur svona hrikalega
á við æfingamar?“ Eg geng síðan inn í æfinga-
salinn og sé hann hlammast niður á bekk og
augun eru starandi. Eg hljóp fram og kallaði á
hjálp og þegar ég kem til baka liggur hann í
gólfinu og eins og hristist allur, lfkt og hann sé
með krampa. Síðan varð hann hreyfingar-
laus.“ „Ég heyrði hann segja: „Ég held að það
sé að líða yfir mig, strákar,“ segir Jóhann
Möller. „Þegar ég kom inn í salinn sá ég hvar
hann féll síðan niður að bekknum. Mér fannst
þá strax að þetta væri eitthvað meira en venju-
légt yfirlið. Ég byrjaði strax á því að losa um
æfingabeltið og vafning um hnésbætur. Ég
hringdi síðan á sjúkrabíl en breytti strax þeirri
pöntun og kallaði á hjartabíl. Ég fór strax að
reyna hjartahnoð, munnöndun og aðrar lífg-
unartilraunir þegar bíllinn kom fengum við
aðstoð við það. Það var reynt að gera allt sem
í mannlegu valdi stóð.
Það var ekki öfundsvert verk að reyna
hjartahnoð á manni með jafn sveran brjóst-
kassa. Ég fann að þetta var búið áður en
sjúkrabíllinn kom. Það má eiginlega segja að
hann hafi dáið í höndunum á mér.“
Lífgunartilraunir báru engan árangur. Þegar komið var á spítalann
skömmu eftir klukkan þrjú var Jón Páll úrskurðaður látinn. Við
krufningu kom í ljós að banameinið var kransæðastífla.“
Missir Jóhanns er mikill. Fyrir aðeins um ári lést sonur Jóhanns
og meðeigandi í líkamsræktarstöðinni og nú Jón Páll Sigmarsson
besti vinur þeirra beggja. Sigmar Jónsson er orðinn meðeigandi í
líkamsræktarstöð aðeins níu ára gamall.
Það voru alls um eitt þúsund manns viðstaddir útför Jóns Páls frá
Hallgrímskirkju. I þeim
hópi voru vinir, ættingj-
ar og félagar Jóns úr
íþróttunum heima og
erlendis. Ragnheiður
Jónína sagði frá því að
eftir jarðarförina tóku í
höndina á henni þekkt
útigangshjón úr Reykja-
vík og vottuðu henni
samúð sína. Hún sagði
við þau, hálf hissa: „Ég
vissi ekki að þið hefðuð
þekkt Jón Pál.“ Þau
svöruðu að bragði. „Jú,
elskan mín. Hann henti
okkur svo oft út af
Borginni í gamla daga.“
Öll þjóðin átti hlutdeild í
Síðasta myndin sem var tekin afJóni Páli tveimur dögum áður en hann lést.
Ragnar Axelsson Ijósmyndari og œskuvinur Jóns Páls tók myndina.
þessum frægasta íþróttamanni íslendinga. Eftir á talar móðir hans
þó um tómleikann. í kringum andlátið og jarðarförina var stöðugur
straumur af fólki á heimili hennar í Mosfellsbænum, það bárust
sjötíu blómvendir fyrstu tvo dagana og ógrynni af samúðarkortum
frá íslandi og erlendis frá. Þá var hún dofin og ófær um að horfast í
Ragnheiður Jónína Sverrisdóttir, fyrrverandi samhýliskona og barns-
móðir Jóns Páls. Saman áttu þau soninn Sigmar Frey, sem er níu ára.
Heli Okkomen, var
unnusta Jóns Páls
þegar hann lést. Þau
kynntust í Finnlandi fyrir
aðeins um ári.
augu við áfallið. Þegar það loksins ríður yfir kemur enginn. Aðeins
nístandi þögnin og tómleikinn. „Ég finn ekki enn fyrir því að hann
sé farinn fyrir fullt og allt. Mér finnst frekar eins og hann sé erlendis.
Að ég megi eiga von á að heyra hann ganga inn um útidymar og
kalla á mig eins og áður.“ ■