Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 52

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 52
hugsað sér að breyta um lífsstíl. Þetta er bara eitt dæmi af mörgum þar sem er sveiflast til og frá, upp á topp og niður á botn og allt þar á milli, og við látum engan segja okkur að nú sé komið nóg. Öfund er einn af fylgifiskum lífs- gæðakapphlaups og etur fólki oft út í erfiðari verkefni en það ræður við. Öfund hefur færst í vöxt sagði mér lögfræðingur á besta aldri um daginn, sem vinnur sjálf- stætt. Auðvitað tekur öfundin á sig margar og ólíkar myndir, sérstaklega í kjölfar aukins launamunar. Þessi lögfræðingur sem gerir það gott við innheimtur þessa dagana, hallaði sér makindalega aftur í ítalska leðurstólnum sínum og sagði blákalt að þetta fólk, eins og hann orðaði það, sem á í vanskilum, gæti einfaldlega sjálfu sér um kennt. Ótímabærar fjárfestingar, mikil þensla á skömmum tíma, mikill uppgangur, hestamennska eða annað dýrt sport og varla farið tvisvar í sömu fötin. Fólk fær þetta bara í hausinn aftur. Það eru mikil sann- mæli í þessum orðum en hann bara gleymdi því að nýja einbýlishúsið hans, jeppinn og lóðin undir sumarbústaðinn var allt borgað fyrir tekjur hans af innheimtum af svona fólki. Tekjur á Islandi, samanborið við önnur lönd og með tilliti til fram- færslukostnaðar, eru frekar lágar. Því hefur neyðin oft att fólki út í það að vinna tvöfaldan og jafnvel þrefaldan vinnudag til þess að standa straum af rekstrinum. A hinn bóginn dvelja Islendingar mikið inni á heimilum sínum og þar er ein skýringin á því hversu mikið við leggjum upp úr stórum húsakynnum og fallegum híbýlum. Erlendis hittist fólk á veitingahúsum og þekkist jafnvel svo árum skiptir án þess að hafa komið inn á heimili hvers annars. Þar komum við enn og aftur að tekjunum og jafnvel því ólíka lífsgæða- mati sem við höfum. Á meðan við viljum frekar leggja allt okkar kapp á að byggja og stækka, fá okkur stærri, fleiri og fínni húsgögn vilja þjóðir sunnar í álfunni okkar sækja kaffihús og fara út að borða, og eiga fyrir því. Húsa- kynnin eru ekki þungamiðja lífshamingj- unnar eins og í okkar tilfelli, heldur samverustundirnar utan vinnutíma. Ekki svo að skilja að við eigum ekki samveru- stundir utan vinnutíma hér á landi það er hvemig við verjum þeim og hvemig við nýtum þær. Það er spurningin um gæðin en ekki magnið. Það hafa störfum hlaðnir foreldrar að minnsta kosti sannfært sig um. Það er hvemig við nýtum stundimar með börnunum okkar en ekki hversu margar þær eru. Samt þjótum við á milli fimm og hálfsex til að sækja börnin í gæslu og flýtum okkur heim (komum kannski við í búð á leiðinni) svo þau nái barnaefninu í sjónvarpinu sem byrjar klukkan sex. Giftingum hefur fjölgað á síðustu árum og nú er í tísku hér á landi að gifta sig með pompi og pragt og við mikla viðhöfn í kirkju með brúðarmeyjar og brúðarsveina, slör og fleira fínerí. Á sama tíma hefur hjónaskilnuðum fjölgað svo líklega ganga sumir full hratt um gleðinnar dyr. Þar erum við aftur komin að upphafspunktinum. I kapphlaupinu mikla, neysluæðinu og efnis- hyggjunni gleymum við að skilja eftir tíma hvert fyrir annað. Við gefum okkur ekki tíma fyrir sælustundir yfir kakóbolla eða rauðvínsglasi eða undir heitri sæng. Það mætir afgangi. Á tímum efnahagsþrenginga verður launamunur enn meiri. Stéttamunur fer að verða alvarlega áberandi, hinir ríkari verða ríkari og hinir fátæku fátækari eins og algengt er í kreppu. Undanfama tvo áratugi hefur launamunur margfaldast á Islandi og mikið hefur borið á peningasnobbi. En fjár- málasérfræðingar níunda áratugarins reyndust ekki eins sérfróðir og menn héldu og hvert fyrirtækið á fætur öðru hefur lagt upp laupana. Á slíkum krepputímum er þar af leiðandi ekki skrýtið þó gagnrýni almennings, launþega og atvinnu- lausra, beinist gegn þeim sem stjórna landinu. Gegn þeim sem lækka skatt- leysismörk og persónuafslátt en skýla sér á bak við aflabrest og mislukkaðar tilraunir til nýsköpunar í atvinnulífi. Gegn þeim sem sjá ekki að stjórnunaraðferðir þeirra eru eitt allsherjar rugl. Sú gagnrýni er réttmæt enda á almenningur í þessu landi rétt á ábyrgri forystu sem hugsar um framtíð þessarar þjóðar og afkomu hennar en lætur ekki hverjum degi Velmegun í augsýn, götulíf í Reykjavík á sjöunda áratugnum. HEIMS MYND nægja sína þjáningu og hagar seglum eftir vindi, hundsar prinsippin og hræðist ekkert eins og að missa ráðherrastólinn. Lífsgæðakapphlaup er til staðar hjá flest öllum fjölskyldum. Togstreitan meðal ungs fólks eykst enda sífellt erfiðara að spila út sömu spilum og reyna að lifa í takt við þá stétt sem maður hefur hagrætt sér í, sérstak- lega ef tekið er mið af því þjóðfélags- ástandi sem ríkir í dag. Ung kona úr Reykjavík, sem er nýkomin heim eftir fimm ára dvöl í útlöndum, sagðist hafa fengið áfall þegar hún kom heim og hitti gömlu félagana aftur. Snobbið var orðið svo mikið, jafnvel innan vinahópsins, að vináttan var farin að bera varanlegan skaða af því. Ef það voru ekki fatamerkin þá voru það híbýlin, ef ekki þau þá menntunin enda fátt ömurlegra í þeirra augum en ómenntað fólk. Hana klígjaði við þessu og fannst miður að ungt fólk á íslandi væri sokkið svona djúpt til þess að vera gjaldgengt í réttum kreðsum. Eins og áður sagði breikkar munurinn milli stétta frá degi til dags. Atvinnulausum fjölgar, sem er eitt erfiðasta vandamál sem hvert þjóðfélag þarf að glíma við. Óskandi væri að bömin okkar, erfingjar þessa lands, hefðu meiri þroska til að bera en forverar þeirra, í kapphlaupinu um hin efnislegu gæði. Kannski sjá þau ekki að sér og hlaupa bara enn hraðar. Ef til vill slá þau nýtt met. Hver veit? Eitt er öruggt, metin verða slegin í efstu þrepum stigans enda margar hæðir komnar á milli. ■ Samkvæmis- líf á níunda áratugnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.