Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 54

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 54
TIL ÞESS ERU VÍTIN Um rithöfundinn og málarann William S. Burroughs EFTIR GEIR SVANSSON „Jæja, Joan, það er komið að William Tell-atriðinu okkar,“ segir meindýraeyðirinn William Lee við Joan, eiginkonu sína, í kvikmyndinni „Rithöfundur á ystu nöf“. Hún er til og setur glas á kollinn. Hann er meist- araskytta. Miðar. Skýtur: Bang!... Glasið rúllar óbrotið eftir gólfinu. Joan örend í stólnum, niður ennið vætlar blóð. Frosið augnablik. Nakin raunveran. Hryllingur... Upp frá þessu sér meindýraeyðirinn heiminn í breyttu ljósi. triðið úr nefndri kvikmynd hljómar eins og kald- hæðinn brandari en fer þó nokkuð nærri því sem gerðist í raunveruleikanum. Leikstjórinn, David Cronenberg, sem þekktur er fyrir vís- indaskáldsögulegar hryllingsmyndir á borð við The Thing og Videodrome, skrifar hand- ritið að Naked Lunch, eins og myndin heitir á frummálinu, og byggir það á samnefndri skáldsögu William S. Burroughs. En myndin er ekki byggð á bókinni nema að takmörkuðu leyti. Notuð eru ákveðin atriði og persónur en hvorutveggja breytt eftir hentugleikum; hin sam- fellda saga er alfarið túlkun og tilbúningur leikstjóra. En Cronenberg lætur sér ekki nægja skáldsöguna heldur les hann „raunveruleg“ atvik úr lífi rithöfundarins sjálfs inn í söguna. Þannig gerir hann út á goðsögnina um William S. Burroughs: Eiturlyfjaneytandann, hommann, klámhundinn sem skaut konuna sína og skrifaði þá dæmalausu bók, Nakinn málsverð. Titilinn fékk Burroughs hjá vini sínum, Jack Kerouac, sem hvatti hann til að setja saman bók með þessu heiti. Nakinn málsverður vísar til þeirrar kennimarkalausu raunveru sem falin er á bak við orð og skilgreiningar, en sem birtist okkur í „frosn- um augnablikum". En þennan stað eða ástand vill Burroughs kanna. Þegar bókin fékkst loks útgefin 1959, eftir margra ára baráttu höfundar og vina, olli hún fjaðrafoki, sumpart fyrir róttækan stíl en kannski frekar fyrir viðkvæmt innihald. Fyrst í stað var bókin gefin út í París hjá Olympía, litlu útgáfufyrirtæki sem gaf út „erfiðar“ bækur en fjármagnaði þá útgáfu með útgáfu ódýrra pomógrafískra reyfara. Árið 1962 kom hún út í Bandaríkjunum og varð strax umdeild. Utgefanda var stefnt fyrir klám en hafði HEIMS 54 MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.