Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 58

Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 58
Cronenberg matreiðir þennan málsverð; hversu nakinn er hann? Cronenberg hefur hugsað sér gott til glóðarinnar að koma paranoju Burroughs og skrímslum á framfæri í einni allsherjar tæknibrelluveislu ofbeldis, kynlífs og dauða. En því miður missir myndin marks; „hryllingurinn“ er varla meiri en í gömlu góðu Apaplánetumyndunum (með Charlton Heston) og tæknibrellumar eru álíka krassandi. Einföld heimildamynd um ævi og störf Burroughs væri áhrifa- meiri og mun „hættu- legri“. Það er vissulega nokkuð snjöll lausn hjá Cronenberg að skeyta ævisöguatriðum inn í kvikmyndina. Sérstak- lega þar sem Burroughs á í hlut, en persóna hans, líkt og „persóna" Andy War- hols, er óaðskiljan- legur hluti af höfundar- verki hans. Lífshlaup, skoðanir, ímynd; goðsögnin sjálf er listaverkið. Það er líka í samræmi við skáldskaparfræði Burroughs að skrumskæla, stela og setja hluti í nýtt samhengi. En sá galli er á að túlkun Cronenbergs á sálfræðilegum eigindum og afstöðu Lee í myndinni felur í sér aðlögun að þeim normum sem Burroughs barðist alla tíð gegn. Það er hjákátlegt að sjá Peter Weller (sem heldur að hann sé enn að leika Robocop) sem William Lee fara með fræga rútínu, kennda við „talandi rassgatið“, sem háleitan skáldskap. Grafalvarlegur segir hann frá því hvemig rassgat eitt fer einn daginn að tala og tekur á endanum (pardon the pun) völdin af viðkomandi heila. Á meðan hlusta áheyrendur hans andaktugir á eins og Lee sé að fara með hjartnæmt ljóð. Hér er öllu snúið við. Hvílíkt og annað eins. Sjálfur var Burroughs vanur að skemmta vinum sínum með rútínunum og hló jafnan sjálfur. Oftast undir áhrifum kannabisefna. En þessi rútína, eins og þær flestar, er andstæða við háleitan skáldskap, gróteska, paródía, óvirðing, ádeila. Burroughs er og hefur verið hálfgerður and-rithöfundur: Skrif eru niðurrif, sundurgreining á fallegum, fáguðum, bók- menntalegum texta. Tilraunir Cronenbergs til að hefja texta Burroughs í fagurfræði- Efsta mynd: Fagnaðarlausir feðgar: Billy og William Burroughs á árinu 1976, en Billy lést 1981. Miðmynd til vinstri: Brion Gysin og Burroughs hýrir á brá í góðum félagsskap; við fótstaU Martins Lúters í Genf (1976). Miðmynd til hœgri: Með góðum vinum í Tangier 1961: Við hlið Burroughs (annarfrá vinstri) stendur Allen Ginsberg. Rithöfundurinn Poul Bowls situr á gangstétt. Lengst til hœgri er samstarfsmaður og um tíma ástmaður Burroughs, Ian Sommerville. Skáldið Gregory Corso er standandi með sólgleraugu. Neðsta mynd: Lifandi skotmark: William Seward Burroughs. legar hæðir eru fáránlegar. Túlkun á hommaskap í myndinni er vafasöm. Gefið er í skyn að Burroughs hafi ekki verið hommi, ekki að upplagi. Auðvitað er freist- andi fyrir þá sem telja hommaskap óeðlilegan, að túlka flótta Lee/- Burroughs inn í óhugnanlega og myrka veröld eiturlyfja og „öfugugga“ sem flótta frá eiginkonu- morðinu: að verða hommi vegna sektar- kenndar. Þetta er hreinn tilbúningur; Burroughs þjáðist ekki vitund af sektarkennd útaf kyn- ferðislegri hneigð sinni. Hann var löngu búinn að gera þau mál upp við sig. Joan vissi vel af því að hann átti í ástarsam- böndum við aðra menn og svaf hjá strákum. Þau hjónin lifðu kynlífi og eignuðust son en samband þeirra var fyrst og fremst byggt á góðri vináttu og hagsmunum. í stuttu máli má segja að konur leiki allt of miðlægt hlutverk í myndinni ef gengið er út frá lífi og skrifum Burroughs. Við „slysið", sem gefið er í skyn að sé ómeðvituð afbrýðisemi, verða hvörf í lífi Williams Lee. Smám saman rennur upp fyrir honum að hann er „ósjálfrátt“ hand- bendi myrkra afla undir forystu hins dular- fulla doktor Benway. Hann flýr en fyrst kaupir hann sér ritvél því eftirleiðis er honum ætlað að skrifa og flytja fréttir úr undarlegum stað sem heitir Interzone. (En Tangier á norðurströnd Afríku, þar sem Burroughs dvaldi í mörg ár, var svokallað „alþjóðlegt svæði“ eða „international zone“.) Á þessum undarlega stað þar sem allt er leyfilegt takast ókennileg öfl á í orðaleikjum og eiturlyfjasölu; á milli þessara skugga sveiflast Lee. Þarna ráða öfuguggar ríkjum; homma- skapur og eiturlyfjaneysla í hverju horni. Kynjaskrímslin Mugwumps gefa mönnum hvítan, seigfljótandi vökva úr einskonar tippum á höfði. Þetta er skáldskaparmjöður fyrir Lee. Ritvélin umbreytist í miður geðslegt skriðdýr sem talar með einskonar tenntu rassgati og segir hásum frygðarrómi: „Pikkaðu á mig orð. Ahhhh.“ (Taka verður fram að þessar fáránlegu ritvélar eru tilbúningur Cronenbergs.) Joan endurholdgast, að minnsta kosti í augum Lee, sem eiginkona skálds úr óvina- samtökum. Undir lokin selur Lee sig HEIMS 58 MYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.