Heimsmynd - 01.04.1993, Side 62

Heimsmynd - 01.04.1993, Side 62
Karólína og fylgdarlið loks á skipsfjöl í Cuxhaven. Skömmu síðar komu þau til Greenwich og þar byrja raunir Karólínu. Á kajanum í Greenwich er engin mót- tökunefnd, ekkert konunglegt fylgdarlið. Bara svolítill almenningur, mest- megnis stríðsöryrkjar. Þetta fær á Malmesbury. En ekki Karólínu. Karólína hefur þá stefnu að láta ekkert á sig fá, hversu mjög sem það fær á hana. Til að breiða yfir viðkvæmnislega stöðu mála grípur hún til kímnigáf- unnar og drynur yfir öryrkjana: „Hva, eru Eng- lendingarallir ein- hentir eða ein- fættir?“ En hvar var mót- tökunefndin? Jú, í London, að bíða eftir að lafði Jersey lyki við að klæða sig og snyrta. Lafðin var hjákona Georgs prins og alls ekki reiðubúin að af- henda Karólínu sess sinn eða ítök. Aðgerðir sínar gegn Karólínu hóf hún á því að fara fram á og fá starfa sem nánasta hirðmey henn- ar. Georg ætlaði sér ekki að slíta ástarsam- bandi sínu við lafði Jersey og að hann eftir- lét henni starfið hugsunarlaust sýnir tillits- leysi hans í garð Karólínu. Lafði Jersey fannst það ágæt byrjun að tefja brottför mót- tökunefndarinnar um einn og hálfan tíma. Á meðan hékk Karólína á borðstokknum og Malmesbury fór á taugum. Loks komst hópurinn til London þar sem hjónaefnin voru kynnt hvort fyrir öðru. Eflaust var Georg farinn að sjá illa eftir að hafa gripið til þessarar bráðalausnar, altént gekk hann inn í salinn í áberandi geðshrær- ingu. Karólína hneigði sig fyrir honum eins og henni hafði verið kennt, en tókst klaufa- lega. Georg reisti hana á fætur eins og reglur buðu, smellti kossi út í loftið við kinn hennar og þar með brást honum hin rómaða fágun. Hann greip vasaklútinn sinn, hélt honum fyrir vitin, æddi út í hinn enda herbergis- ins og kallaði þaðan á brennivínsglas, honurn liði illa. Síðan strunsaði hann bölv- andi út. Karólína var steinhissa. Skiljanlega, eftir alla áherzluna sem lögð hafði verið á kurteisi og óaðfinnanlega framkomu við hana. En hún var, að vanda, snögg að bera hönd fyrir höfuð sér. „Drottinn minn!“ glumdi í henni, „er prinsinn alltaf svona? Mér finnst hann mjög feitur og alls ekki eins myndarlegur og á mynd.“ Yfir kvöldverði þennan dag lék Karólína hin ósigrandi við hvem sinn fingur. Hún reif af sér brandarana og kom með grófar dylgjur um lafði Jersey, sem henni var vel kunnugt hvað gerði í hjáverkum. Prinsinn fylltist viðbjóði og hélt honum til ævi- loka. Munurinn á Karólínu og Dí- önu er sá, að þegar Karl kom leiðinlega eða ruddalega fram við Díönu opinber- lega, þá hrökklaðist hún nokkur skref afturábak og súnkaði saman utan um veskið sitt með rauða flekki í andlitinu. En Karólína baulaði eitt- hvað fyndið. Þess ber að minnast, að Díana átti engan keppinaut í líki lafði Jersey, að minnsta kosti ekki framan af. Og samt giftust þau. Ætli enginn hafi sagt við Karl, að á honum og konuefni hans væri nokkur sinnis- og greinarmunur og kannski ætti hann að leita sér að þroskaðri einstaklingi? Einhver hlýtur að hafa gert það. En ást og dómgreind eru sjaldan ferðafélagar í lífi fólks, Karl kvæntist og Díana upplifði ævintýri, „alveg eins og í bókunum þínum,“ sagði hún Barböru Cartland. Á skömmum tíma breyttist ævintýrið í tröllasögu. Þegar ástarbriminn rann af Karli, sá hann hvað hann sat uppi með. Diskófríkaðan telpu- hnokka sem hélt að Milton væri nýr tízkuhönnuður. Karl hefði getað slitið trúlofun sinni. Georg gat það ekki. Þremur dögum eftir að hann barði fyrst augum - og mögulega þefskyni, hún var nýkomin úr langri sjóferð og fer ekki sögum af baðaðstöðu um borð í freigátunni - þýzka frænku sína, gekk hann að eiga hana. Það ber hugarástandi hans vitni, að í miðri athöfn reis hann á fætur og svona slæddist á brott frá altarinu. Þurfti faðir hans að tala um fyrir honum og þrykkja honum aftur á knén við hlið Karólínu. Þau voru gefin saman síðla dags. 62 LAFÐl JERSEY Hjákona prinsins afWales var ekki tilbúin að afhenda þýsku hlussunni sess sinn og ítök. Yfir borðum á eftir drakk prinsinn stíft. Þegar brúðkaupsnóttin rann upp, valt hann dauðadrukkinn inn í svefnherbergið, gerði skyldu sína, hraut fram úr og sofnaði á gólfinu. „Og þar lét ég hann liggja,“ sagði Karólína. Morguninn eftir snæddu þau morgunverð saman ásamt konungshjón- unum og þegar þau risu upp frá borðum var hjónabandinu lokið að öllu leyti nema að nafninu til. Það stóð skemur en 24 tíma. „Mein Gott!“ hrópaði Karólína í for- undran þegar henni var sagt að hún væri bamshafandi. „Eftir þetta eina skipti?“ „Imyndaðu þér undmn mína,“ sagði hún hverjum sem var, „eitt skipti og ég bams- hafandi!“ Það var ekki góð pólitík að hamra á þessu eina skipti við gesti og gangandi. Það kastaði skugga á karlmennsku Georgs, sem stóð sig ágætlega á þessu sviði - annars staðar. Ekki hafði það heldur hagstæð áhrif á tilraunir Karólínu til að gjöra alvöm hjóna- band úr ráðahagnum. Þrátt fyrir allt, þá reyndi hún af beztu getu að uppfylla hlutverk sitt og gera Georg til geðs. Það var getan sem var svo takmörkuð. Tæfan lafði Jersey hélt áfram undirróðri sínum. Hún sagði Karólínu, að fátt heillaði Georg eins og slegið kvenhár. Svo Karólína reif kambana úr hári sér eitt sinn er hún hankaði Georg einan. Georg sneri sér undan. Honum fannst slegið hár beinlínis klúrt. Hún stjómaði líka klæðaburði Karólínu og tókst hvað eftir annað að senda hana út af örkinni fáránlega klædda. Þetta var vandamál sem Díana átti ekki við að stríða. Ef það var eitthvað sem hún kunni á, þá voru það föt. Það svo, að blaðafulltrúi hirðarinnar varð að senda út tilkynningu þess efnis, að Díana prinsessa hefði eigin tekjur og þær stæðu undir fata- kaupum, það væri ekki þjóðin sem borgaði. Karólína og Georg settu upp bú í Carlton House. Húsið var stórt, að Georg gat skipu- lagt híbýli þeirra þannig, að þau hefðu allt eins getað búið hvort í sínu hverfinu. Hann leiddi Karólínu hjá sér innanhúss, en lét sem sér væri annt um hana út á við. Yfirborðs- umhyggja hans stafaði af því, að enn hafði faðir hans konungurinn ekki ákveðið hver hinn nýi lífeyrir hans skyldi vera. Þeim málum lyktaði fáum mánuðum síðar með því, að pabbi Georgs borgaði flestar skuld- imar, lagði blátt bann við að Georg stofnaði nýjar og ákvað síðan lífeyri sem var örlítið lægri en sá sem Georg hafði sem pipar- sveinn. Það, sagði konungur, var vegna þess að staðfastur heimilisfaðir stundaði engan kostnaðarsaman ólifnað. Þar með var prins- inum öllum lokið. Níu mánuðum síðar fæddi Karólína HEIMS MYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.