Heimsmynd - 01.04.1993, Qupperneq 63

Heimsmynd - 01.04.1993, Qupperneq 63
risavaxið stúlkubam. Þá hafði prinsinn skil- að skyldu sinni, ríkisarfa, en Karólína hafði reynst léleg fjáröflunarleið og upp frá því kom hann gagngert illa fram við hana, heima sem heiman. Það er hér, sem grimmdin tekur við af tillitsleysinu. Móðir hans drottningin og hann völdu bamfóstrur ungu prinsess- unnar og nefndu það ekki einu sinni við Karólínu, hvað þá höfðu samráð við hana. Bamið var tekið af henni nýfætt, komið fyrir í einkaíbúð sinni í Carlton House og til- kynnt, að móðir hennar ætti engin afskipti að hafa af henni. Georg lék umhyggjusaman föður, sem sýndi ekki meiri umhyggju en svo, að það tók hann meira en ár að upp- götva að Karólína stalst til að sinna baminu. Karólínu hundleiddist. Hún var vanrækt, bæði sem eiginkona og manneskja og eins og var útskýrt fyrir henni hvað eftir annað: Það em takmörk fyrir hvað kóngafólk getur gert sér til afþreyingar. Hún tók mark á því, annað en Díana, sem endurtekið var gagn- rýnd fyrir diskóferðir með vafasömum vinum á meðan Karl sat heima og las fom- sögumar. I byrjun naut Karólína öðru hverju heim- sókna mágkvenna sinna. Þær voru sex að tölu og ftmm í föðurhúsum, því Georg konungur hafði trú á að senda syni sína sem lengst burtu, en halda dætmnum ógiftum heima. Charlotta drottning hafði verið á móti ráðahagnum frá upphafi, henni var meinilla við mágkonu sína, móður Karólínu, og meinið flutti hún fyrirhafnarlítið yfir á tengdadóttur sína. Fljótlega hurfu líka mág- konumar og þá húkti Karólína ein í drag- súgnum í Carlton House. En hún var ekki af baki dottin. Hún var aldrei af baki dottin, en sjaldan varð henni snilld á í viðureign sinni við eiginmanninn og brezku krúnuna. Kvöld eitt datt henni í hug að skreppa í leikhús. Maður hennar var að vanda úti að spila og drekka og sinna hjákonum, svo það kom ekkert til greina að spyrja hann hvort hann vildi koma með. Þrammaði Karólína með föruneyti inn í stúku sína í leikhúsinu og viti menn, gestir risu úr sætum og hylltu hana. Þetta kom henni þægilega á óvart. Þjóðin var ekki búinn að gleyma henni, þótt tengdafjölskyldan gerði allt hvað hún gat til þess. Þjóðin tók eftir, að þau hjón sáust aldrei saman, rétt eins og þjóðin tók eftir því þegar Karl og Díana tóku að sjást sitt í hvoru lagi og þá sjaldan að þau sáust saman, hversu ruddalegur Karl var við hana. °g þá, eins og nú, tók þjóðin málstað eiginkonunnar sem sætti illri meðferð. Leikhúsferðir Karólínu urðu ekki fleiri í bili. Georg frétti af lýðhylli hennar. Það fannst honum jaðra við uppreisn gegn sér, tilraun til að steypa honum af þeim stóli sem hann var ekki enn kominn í. Hann bannaði leikhúsferðir. Kafólína snéri á hann. Hún bað um hest- vagn sinn og fór út að aka með dóttur sína. Það spurðist, að krónprins- essan æki um garðinn á ákveðnum tíma með litlu prinsessuna með ljósu lokkana, og sjá, al- þýðan streymdi að og hyllti þær. Georg þoldi það ekki heldur. Hann bannaði ökuferðir. Karólína kleif þá upp á loft og veifaði fólkinu út urn glugga bama- herbergisins með dóttur sína í fang- inu. Enn meiri vin- sældir, enn meiri reiði Georgs. Nú lagði hann blátt bann við að Karó- lína kæmi inn í íbúð bams- ins og að þær mæðgur hittust yfirhöfuð. Eftir að Karólína sendi konungi bænabréf um málið, neyddist Georg til að slaka á reglunum: Karólína fékk að sjá dóttur sína „í hálftíma á dag. fyrir eða eftir viðrun“, en aldrei skyldu færri en tveir verðir vera viðstaddir. Karólínu hefur verið brigslað urn litlar til- finningar í garð dóttur sinnar. Færri hafa spurt, hvemig tilfinningar geta enzt í tuttugu ár hjá móður sem fær ekki að halda eðlilegu sambandi við bam sitt. Georg úrskurðaði hana óhæfa og siðspillandi móður án þess að svo mikið sem fimm mínútna reynsla kæmist á hana í því hlutverki. Ef einhver var siðspilltur, þá var það Georg sjálfur. Þetta reyndi Karl ekki við Díönu. Kannski vegna þess hversu áberandi kær- leiksrík móðir hún var og hann ekkert áberandi góður faðir, að minnsta kosti ekki svo að stingi í augun, og kannski vegna þess að hann átti erfiðara um vik á þessum síðustú og upplýstu tímum. Díana átti líka eyra drottningar á meðan Karólína átti engan að nema Georg konung, málsvara sem var afskaplega upp og niður og á endanum sér og öðrum gagnslaus. Hingað komið sögu höfðu Napóleon- stríðin geysað árum saman. Stríð kosta. Enska þjóðin var mergsogin, það urðu uppskerubrestir, fólk svalt. A sama tíma 63 eyddi krónprinsinn hömlulaust og vantaði sífellt meiri peninga til að leika sér fyrir. Tómstundaiðjur hans voru listsöfnun, fjár- hættuspil, nýjar innréttingar í húsin sem hann átti fyrir og bygging nýrra húsa. Stundum komst hann ekki leiðar sinnar af því að múgurinn gerði aðsúg að vagni hans. Það er því skiljanlegt, að vinsældir Karólínu, sem hann hataði innilega, færu fyrir brjóstið á honum. Hann byrjaði fljótt að reyna að fá skilnað frá henni. Kóngur faðir hans tók ekki slíkt í mál á meðan honum entist heilsa. Georg konungur, segja læknar í dag, þjáðist líklega af pro- phyria, arfgengum efnaskiptasjúkdómi sem þeir hafa rakið alla leiðina aftur til Maríu Skotadrottningar (þeir hafa eitthvað hikað við að rekja hann í hina áttina, fram á okkar dag). Sjúkdómurinn veldur kvölum innvortis, al- mennri veiklun, tauga- veiklun, oft lömun og stundum geðveiki. Georg konungur hafði öll einkennin. Eftir örfá köst með bata á milli, hvarf hann í andlegt myrkur, án þess þó að sýna þá sómatilfinningu að deyja. Geðveikir kóngar eru pínlegri en aðrir veilir menn. Upphaf endalokanna var dálítið hjákátlegt: Hann greip tengdadóttur sína Karólínu, skellti henni á næsta sófa og sjálfum sér ofan á. Það bjargaði heiðri hennar, að sófinn var baklaus og hún gat velt sér út af hinum megin og komist undan á flótta. Þegar sýnt var að Georg konungur ætti ekki afturkvæmt til andlegrar heilsu, var Georg prins settur ríkisstjómandi. Fyrsta embættisverk hans var að hækka sjálfan sig í tign í hemum og hið næsta að setja af stað rannsókn á siðferði Karólínu. Hann vantaði sönnunargögn fyrir framhjáhaldi hennar, en það hefði verið haldbær skilnaðarorsök. Karólína lagði honum vopnin í hendur, það verður að segjast. Hún hafði þá fengið það frelsi, að hún var laus úr prísundinni í Carlton House og losnaði líka við lafði Jersey úr návist sinni. Nú bjó hún í litlu húsi nálægt Blackheath ásamt hirðmeyjum að eigin vali. Fjölskyldulaus til langs tíma og BARTOLOMEO PERGAMI Karólína kynntist honum á Sikiley. Hann þóttist vera barón en var réttur og sléttur svikahrappur. HEIMS MYND
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Heimsmynd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.