Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 68

Heimsmynd - 01.04.1993, Blaðsíða 68
Foreldrar Einars, Halldóra Jóhannsdóttir og Guðfinnur Einarsson í Litlabœ. Þau eignuðust fimmtán börn. Svarti Tóti var eittfyrsta skip Einars Guðfinnssonar. Hann keypti þennan sexœring tvítugur að aldri og reri honumfrá Bolungarvík. Hjónin Elísabet í' Guðfinnsson nýgift. B< í verbúð Einars o\ Einar Guðfinnsson var dæmi- gerður sjálfmenntaður at- hafnamaður af gamla skól- anum, hóf sig upp úr sárri fátækt og var alla tíð eins og óbreyttur alþýðumaður í háttum, aðhaldssamur og vakandi í rekstrinum með alla þræði í sínum höndum. En hann hafði líka einkenni hins djarfa og frjóa fram- kvæmdamanns. Hann tók áhættusamar ákvarðanir sem byggðust á innsæi og sköpunargáfu og uppskar í samræmi við það. Eftir að synir hans og sonarsynir tóku við rekstrinum fóru fyrirtækin meira að líkjast stöðnuðum stofnunum, allt gekk sinn vanagang meðan skuldir hrönnuðust upp. Frumkvæði skorti til að stokka upp meðan enn var lag. Lífsstíll erfingjanna hefur líka að ýmsu leyti verið ólíkur því sem Einar gamli Guðfinnsson tileinkaði sér. Þeir keyra um á dýrum bílum og búa í höllum. Þeir nota ekki strætisvagnaþjón- ustuna í Reykjavík eins og Einar gerði jafn- an í bæjarferðum sínum. Sú þjóðsaga gekk að einhver hefði spurt gamla manninn hvers vegna hann kæmi jafnan í strætis- vagni en synir hans ekki. Þá er sagt að Einar hafi svarað: „Sá er munurinn á mér og þeim að þeir eiga ríkan föður.“ Einar Guðfinnsson og fyrirtæki hans voru lengi vel eins og logandi kyndill einkaframtaksins í sjávarútvegi og verslun á Islandi. Til hans var vitnað á tyllidögum í röðum Sjálfstæðismanna og þegar mikið lá við voru skrifaðir leiðarar um hann í Morgunblaðið. Hann var talinn dæmi- gerður einkaframtaksmaður á dögum bæjarútgerða og ríkisforsjár. Þannig var leiðari blaðsins helgaður honum á útfarar- degi hans í nóvember 1985. Þar sagði meðal annars: „Ævistarf hans er í raun dæmisaga um hverju framtak eins manns sem býr að góðu atgervi getur áorkað í þágu margra, sveitar- félags og þjóðfélags, þegar rétt er á málum haldið.“ Og ennfremur: „Mikilhæfur einstaklingur og verðugur fulltrúi einkaframtaks í landinu er allur. Það er hverju byggðarlagi og samfélagi mikil gæfa að eiga slíka menn. Hann var skáld athafnanna - athafnaskáld í þess orðs bestu merkingu.“ Þess vegna er gjaldþrot fyrirtækja Einars Guðfinnssonar nú ekki venjulegt gjaldþrot heldur snýst það um goðsögn. Engu að síður er gjaldþrotið ekki annað en lífsins gangur. Fyrirtæki rísa og falla og afrek Einars Guðfinnssonar stendur eftir sem áður. Hitt er tilfinnanlegra að kaup- staðurinn Bolungarvík átti nær allt sitt undir þessu eina fjölskyldufyrirtæki. í því felst harmleikurinn. Sá sem skrifar þessa grein átti því láni að fagna að fá að spjalla við Einar Guðfinns- son eina dagstund á skrifstofu hans fyrir um 20 árum. Það var ógleymanlegt. Heið- ríkja og góðvild skein úr hverjum andlits- drætti þessa svipsterka manns. Eg skildi allt í einu af hverju flestir Bolvíkingar undu glaðir forsjá hans. Lítillæti og hógværð einkenndu allt fas hans. Engu að síður skynjaði maður undir niðri að þama fór járnharður, viljasterkur og útjónarsamur maður. Jarl Bolungarvíkur. Er ég var búinn að spjalla við hann lengi fór ég að hafa áhyggjur af því að tefja hann frá dags- verkum sínum. Þá sagði hann setningu sem kom flatt upp á mig og var kannski dæmi um góðlátlega kímni hans og æðruleysi. Hann sagði: „Þú er ekkert að tefja, góði minn. Eg geri nú aldrei neitt.“ Þetta var maðurinn sem fór á fætur klukkan fimm á hverjum morgni og fór til eftirlits um vinnsluhús og verslanir áður en nokkur sála var komin á fætur, gekk síðan niður á Brjót og hafði tal af sjómönnunum, er þeir voru að búa sig til róðurs, og þaðan á skrifstofu sína til að fara í saumana á öllum reikn- ingum og rekstri. Hann var búinn að koma af sér stjómun fyrirtækjanna í hendur sona sinna en hélt uppteknum hætti að fylgjast vakandi augum með öllu. Eg átti heima á Isafirði á árunum 1972 til 1975. Þegar góða gesti bar að garði frá Reykjavík var gjarnan farið með þá til Bolungarvíkur til að sýna þeim veldi Einars Guðfinnssonar. Þar var allt með nokkrum öðrum brag en á ísafirði. Engin niðumídd timburhús og hvergi merki um fátækt. Þar var glæsilegt ráðhús, flott sundlaug og félagsheimili sem talið var eitt hið stærsta á landinu er það var reist 1952. Og iðandi athafnalíf. Flest fiskvinnsluhús á staðnum voru máluð í einkennislitum fyrirtækisins og á þeim stóð stórum stöfum EG. Alls staðar var EG. Verslun Einars Guðfinns- sonar minnti helst á stónnarkað í Reykjavík enda fóru ísfirðingar á þeim árum gjarnan þangað til að versla. Þar var líka stærsta byggingavöruverslun á Vestfjörðum, í eigu Jóns Friðgeirs, sonar Einars Guðfinns- sonar. Ovenjulega mikil reisn var yfir öllum einbýlishúsunum sem settu svip á staðinn og Bolvíkingar voru drjúgir með sig og upplitsdjarfir. Þar fór stolt fólk af sínum stað. „Eitt mesta athafnabyggðarlag landsins ber svip hans og framsýni hans,“ skrifaði Sigurður Bjamason frá Vigur við andlát Einars. En nú er hún Snorrabúð stekkur. En hver var þá Einar Guðfinnsson? Ásgeir Jakobsson rithöfundur skrifaði ævisögu Einars nokkrum árum áður en hann lést og er mest byggt á henni í frásögninni hér á eftir. I raun og veru var Bolungarvík dauða- dæmt þorp er Einar Guðfinnsson steig þar 68 HEIMS MYND
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heimsmynd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.