Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 69

Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 69
varð þá upp á kambinn eftir hvern róður vegna hafn- leysis. Afþeim sökum héldu margir að Bolungarvík væri dauðadœmt pláss. Einar Guðfinnsson var á annarri skoðun. I þessu tvílyfta timburhúsi í Bolungarvík bjó Einar Guðfinnsson ásamt fjölskyldu sinni á árunum 1928 til 1966 og ólþar upp öll börn sín. Ijaltadóttir og Einar ún hafði verið fanggæsla g þau þannig kynnst. á land með fjölskyldu sína og fátæk-lega búslóð á skírdag 1925. Þar hafði að vísu verið ein stærsta verstöð landsins um mar- gar aldir og litlar verbúðir röðuðu sér um Malirnar. Fengsælustu mið landsins voru nokkur áratog fram undan og fólk úr öllu Isafjarðardjúpi og víðar að flykktist þangað á vertíð. Utgerðin byggðist engu að síður á því að hægt væri að draga fyrst árabátana og síðan litlu vélbátana með miklu erfiði upp snarbrattan malarkamb- inn. Víkin stendur fyrir opnu úthafi og með breyttum útgerðarháttum og stærri bátum um 1920 var að flestra áliti útséð um að hafnleysi eyddi þessum stað eins og mörgum öðrum útvíkum á Vestfjörðum. Nokkru innar í Djúpinu var Isafjörður með sína náttúrulegu höfn. Þar hlaut framtíðin að vera en ekki í Bolungarvík. Einn dug- legur sjóari var þó annarrar skoðunar. Einar Guðfinnsson fæddist 17. maí 1898 í Litlanesi í Ögurhreppi við Isa- fjarðardjúp. Móðir hans var Halldóra Jóhannsdóttir frá Rein í Hegranesi í Skagafirði. Hún hafði beðið skips ásamt móður sinni og öðrum aðstandendum á Sauðárkróki árið 1887 og allt ætlaði þetta fólk til Ameríku í bágindum sínum. Halldóra var aðeins 18 ára gömul en hún fann innra með sér að hún vildi ekki til Ameríku. Svo lítið bar á laumaðist hún út í skip sem var á leið til Isafjarðar og skildi eftir bréf til móður sinnar. Þar með voru örlög hennar ráðin. Faðir Einars var hins vegar ekta Djúpmaður. Hann hét Guðfinnur Einarsson frá Hvítanesi í Skötufirði og átti þekkt skyldmenni. Föðurbróðir hans var Helgi Hálfdanarson, forstöðumaður Prestaskólans í Reykjavík, og voru þeir Guðfinnur og Jón Helgason, síðar biskup, því bræðrasynir. Guðfinnur og Halldóra giftust árið 1891 og settu saman bú í Hvítanesi, á föðurjörð Guðfinns, en síðan í Litlabæ sem byggður var á jarðskika út úr jörðinni. Þeim fædd- ust fimmtán böm á árunum 1892 til 1914, af þeim komust níu upp og var Einar með þeim eldri. Hann ólst upp við harða vinnu til sjós og lands en skólagangan var aðeins nokkrir mánuðir í tvo vetur. En pilturinn var hörkuduglegur og mikið kapp í honum. Sautján ára gamall réðst hann í það stórvirki að kaupa lítið timburhús á svo- kölluðum Tjaldtanga á Folafæti milli Hestsfjarðar og Seyðisfjarðar og var þá orðinn formaður á tveggjamannafari. Tví- tugur keypti hann sinn fyrsta vélbát og byrjaði að róa á vetrarvertíð í Bolungarvík. Um svipað leyti kynntist hann lífsförunaut sínum, Elísabet Hjaltadóttur, og giftust þau haustið 1919. Þau settust að í Hnífsdal og keyptu sér duggungarlítið hús við ána. Einar tók að kaupa fisk á vegum fyrirtækisins Hæstakaupstaðar hf. á Isa- firði og vann eins og skepna til að þéna peninga. Auk eigin fiskkaupa og fiskverk- unar tók hann að sér alla tilfallandi vinnu og vann dag og nótt. Hann var íshús- stjórinn á staðnum, sló tún upp á akkorð og setti meira að segja upp kaffisölu af því að samkomuhúsið var í næsta húsi. Auk þess gerði hann út litlar skektur. Það var töggur í þessum unga manni. Arið 1924 bauðst Einari að kaupa eignir Hæstakaupstaðar hf. í Bolungarvík. Þetta voru aðeins verbúð, fiskhús, lítil versl- unarbúð og uppsátur fyrir tvo báta. Kaup- verðið var 18 þúsund krónur og allt keypt í skuld. Hann vissi ekki einu sinni hvemig hann átti að afla þessa fjár er hann skrifaði undir. Einar Guðfinnsson var vogunar- samur ungur maður og keypti allt í skuld. Að því leyti minnir hann á athafnamenn nútímans. En Bolungarvík var staður í hnignun á þessum tíma. Fólkinu fækkaði ört og 69 athafnamenn og duglegir skipstjórar og sjómenn fluttust unnvörpum til lífvænlegri staða þar sem hægt var að gera út með stórum bátum. Stærsti atvinnurekandinn á staðnum, eins konar staðarkóngur, var Pétur Oddsson. Hann var orðinn gamall maður og þreyttur, hafði tapað fjármunum sínum og misst flesta ástvini sína, þar á meðal öll böm sín. Sameinuðu íslensku verslanimar, sem voru önnur aðalverslun staðarins, voru að selja upp vörulager sinn og fasteignir og Hæstikaupstaður hf. var hættur með sína drift og verslun vegna rekstrarörðugleika. Svo var um fleiri á staðnum. A skírdag 1925 kom Einar Guðfinns- son til Bolungarvíkur með fjölskyldu sína og settist að. Löngu síðar sagði gamall Bolvíkingur við Einar: „Það grunaði mig ekki, Einar, þegar ég sá búslóð þína á Brjótnum á skírdag 1925 að þú ættir eftir að eignast alla Bolungarvík. Næstu ár bætti Einar stöðugt við sig bátum og eignum í Bolungarvík en á kreppuárunum lá þó stundum nærri að hann yrði gjaldþrota. Árið 1928 keypti hann nokkrar eignir af Pétri Oddssyni, þar á rneðal tvílyft íbúðarhús sem Einar fluttist í og bjó hann í því til 1966. Var það jafnan kallað Einarshús. Árið 1929 stofnaði Einar íshúsfélag Bolungarvíkur hf. og reisti þar lítið vélfrystihús, hið fyrsta á Vestfjörðum. Félagið reisti síðan nýtísku hraðfrystihús árið 1941 og var Einar framkvæmdastjóri fyrirtækisins í 45 ár. I ágúst 1933 keypti svo Einar allar eignir dánarbús fyrri staðarkóngsins, Péturs Oddssonar, af Landsbankanum. Einar hafði þann hátt á framan af að eiga bátana til helmings á móti skip- stjórunum. Árið 1939 átti Einar Guðfinns- son þannig átta báta á móti öðrum mönn- um en þeir voru aðeins 5-9 tonna hver. Á HEIMS MYND
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Heimsmynd

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.