Heimsmynd - 01.04.1993, Page 77

Heimsmynd - 01.04.1993, Page 77
Undralandi. Svo var ein kona sem ég kynn- tist ekki fyrr en þessu tímabili mínu var að ljúka, hún Lady Clementine. Hún tók æðislegar myndir af konum í rosalegum kjólum en þeir voru líkt og einkennandi fyrir þennan tíma. En konurnar hennar Clementine voru alltaf að þjást. Þær lágu drifhvítar fram á borð eða upp við veggi og það voru sársaukadrættir í andlitinu og öll þessi þjáning er einkennandi fyrir konurn- ar á myndunum hennar.“ Nanna stekkur upp úr stólnum og að stofudyrunum þar sem hún lætur sig hníga í örvinglan niður með dyrastafnum og framkallar þján- ingarsvipinn hennar Klementínu svo að ekki verður um villst hvað hún á við þó hún sé ekki klædd viktoríönsk- um kjól. Ég spyr hana hvort hún hafi gert einhverjar rnyndir sem kalla megi kvennapóli- tískar? „Ég hef aldrei verið virk í kvennapólitík eða kvenna- baráttu heldur bara notið góðs af því sem aðrir hafa gert á þeim vettvangi. I mínum myndum er því ekki að finna neinar slíkar skírskotanir nema þá alveg ómeðvitaðar. Ég er líka sannfærð um að Lady Clementine hefur ekki verið meðvitað að lýsa stöðu kon- unnar á þessum tíma en ómeð- vitað hefur hún verið að gera það. Og myndirnar hennar eru ógleymanlegur vitnisburður. Konur á þessum tíma voru ekki líkami heldur kjóll. Við sem erum uppi núna lítum þetta sjálfsagt allt öðrum augum og höfum líka haft alla öldina til að skilgreina það. Karlinn hann Louis Carroll hefur áreiðanlega verið vitlaus í litlar stelpur en hann var of siðavandur til að láta sér koma neitt dónalegt til hugar. Hann bara lék sér svona klunnalegur og einkennilegur eins og hann var. Hann starfaði sem kennari í Oxford en undi sér aldrei vel nema þegar hann var að leika sér við lítil börn eða öllu heldur, haft eftir honum: „Ég kann vel við böm, nema stráka.“ Hann var mjög hrifinn af stelpum allt fram að tólf ára aldri. Þá hætti hann að hafa neitt saman við þær að sælda. Með einni undantekningu þó, þeirri sem varð fyrirmyndin að Lísu í Undralandi, bama- bókinni sem hefur haldið nafni hans á lofti. Hún var sú eina og hann bað hennar þegar hún var sautján eða átján ára og foreldrar hennar urðu skelfingu lostnir og ekkert varð af ráðahagnum. Myndimar hans eru mjög skemmtilegar og furðanlega eðlileg- ar miðað við frumstæða tækni þess tíma en bömin þurftu að vera frosin í sömu stell- ingu í margar mínútur meðan myndin var tekin á glerplötu. A áttunda áratugnum þegar ég er sem hugföngnust af þessum verkum var sósíal- realisminn í algleymingi og þá þótti mér sérstaklega garnan að reyna að leika þetta eftir Caroll og láta bömin sitja fyrir á myndunum dálítið negld niður þó að ég léti ekki alveg fullar þrjár mínútur líða áður en ég smellti af. Ég stældi sumar stellingamar alveg. A einni mynda hans lætur hann fyrirsætuna liggja alklædda uppi í sófa. En það er greinilegt þegar þú skoðar myndina að hann hefur hugsað sér hana sem nektarmynd. Ég tók þá stellinguna upp en lét mína fyrirsætu vera nakta. Þessar myndir sýndi ég í Kaupmannahöfn fyrir mörgum árum og duldi það ekki að hann var mér mikil fyrirmynd. Þá fannst Dönum þetta vera mjög skrítið og eigin-lega út í hött. Það er núna fyrst sem þeir eru farnir að eiga við sömu hlutina.“ Þú talar um að myndimar þínar séu allt sjálfsmyndir. Getur þú sjálf, þegar þú virðir fyrir þér ferilinn, greint einhverja vits-munalega þróun eða tilfinningalega, sem er öðrum þá hulin? „Þetta er góð spuming en ekki að sama skapi auðveld að svara. Ég vona að ég hafi þroskast og tekið breytingum. Ég get aldrei gert sama hlutinn upp aftur en ég endurtek mig þó sífellt en með breyttu sniði. Eitt sinn tók ég þátt í „ workshop “ kvenljósmyndara frá öllum Norðurlöndum á Samsö. Þar var meðal þátttakenda finnsk/sænsk kona, Tuija Lindström, ljósmyndari sem ég hafði lengi fylgst með og ber mikla virðingu fyrir, en hún er núna prófessor í ljósmyndun í Gautaborg. Þegar þessi kona sá myndimar mínar af litlu stúlkunum í kjólunum sagði hún: „Þetta skil ég vel og þekki frá sjálfri mér. Þetta er stelpan sem þig langaði alltaf til að vera.“ Og meðan hún sagði þetta virti ég fyrir mér myn- dirnar og fann að hún hafði rétt fyrir sér. Mig langaði alltaf að vera þessi fína, brosmilda og hægláta stúlka sem blasti hvarvetna við í þessari myn- dröð. Það var bros-legt að þessi kona skildi þekkja þetta frá sjál- fri sér. í sálarlíf hennar var skráð fágæt örlaga-saga en hún hafði sem barn kynnst hör- mungum stríðsáranna í Finnlandi og reynt á sjálfri sér að missa fjölskyldu sína og hrekjast bamung milli vanda- lausra og jafnvel til sadista, en einhvern veginn ratað sem ung kona inn í listaakademíu og náð þar undraverðum árangri. Hún væri sko viðtalsefni.“ Hún trúir mér fyrir því að næsta draumaverkefni hennar sé að vinna úr filmum frá því að hún ljósmyndaði gamlan virkis- vegg á lítilli danskri eyju. „Og ég velti fyrir mér í framhaldi af því hvort að hún sé ómeðvitað að græja upp öflugra varnar-kerfi á efri árum. Og þó. Að minnsta kosti kviknaði ekki á þjófavarnar-kerfinu í þessu viðtali. „Mig langar að taka þetta harða og karlle- ga og stilla því upp við andstæðuna, eitth- vað sérstaklega rnjúkt. En það má velta því fyrir sér hvort þessi harka sé ekki komin langa vegu frá því tímabili sem ég ljósmyn- daði penar stúlkur í kjólum." Aldurinn hefur þá gert þig bæði harða og skarpa? „Já, það má segja það. Mér finnst ég hafa kynnst hlið á dætrum mínum sem ég hefði farið á mis við nema með því að nálgast þær með myndavélina. Ég þurfti að leika við þær til að fá þær til Þetta er bernskumynd afNönnu sjálfri sem húnfelldi inn íþessa umgjörð á sýningu sinni Annars konar fjölskyldumyndir. Fuglsklóin á myndinni vekur upp hugrenningatengsl sem minna á dauðann. Ekki síst í Ijósi þess að Nanna missti eitt barna sinna, en það lést úr hvítblœði. 77 HEIMS MYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.