Heimsmynd - 01.04.1993, Page 79

Heimsmynd - 01.04.1993, Page 79
sífellt að hnippa í mig og segja: Þú ættir að fara og mynda þetta fuglabjarg eða þessa þúfu þarna.“ Er hægt að sjá fyrir sér þróun í íslenskri ljósmyndun eða er þetta öllu heldur iðngrein? „Einu sinni sat ég ráðstefnu í Oðinsvéum þar sem kom fulltrúi frá hverju Norðurland- anna og hélt tölu um listræna ljósmyndun í sínu heimalandi. Aðalsteinn Ingólfsson tal- aði um íslenska ljósmyndun og mér skildist á honum að það væri ekki. Á íslandi væri ljósmyndun kennd sem iðngrein og hún biði ekki upp á neina listræna sköpun, fyrir því væri engin hefð. Hann nefndi þá að hann hefði þó séð vísi að þróun í ljósmynda- sýningu kvenna í Nýlistasafninu, bæði hefðu þær ljósmyndir verið öðruvísi auk þess sem unnið hefði verið með blandaða tækni. Þetta var árið 1986 og mikið gæti hafa breyst síðan. Karlmenn eru ragari við að fara út í þessa hluti í ljósmyndun því að þeir vilja ekki fást við það sem þeir vita fyrirfram að þeir geta ekki selt. Af því fólki sem byrjaði samtímis mér úti í Kaupmanna- höfn er aðeins einn karlmaður enn að. Hann gat potað sér inn á akademíuna þar sem hann starfar við kennslu og honum finnst sjálfsagt minna lítillækkandi að selja ekki þegar peningamir koma annars staðar frá. Það er þó einn íslenskur myndlistarmaður sem hefur unnið með það sem kallað er „Stage Photography“ og það er Sigurður Guðmundsson, Danir eru fyrst að skilja þetta hugtak núna og eru í því að sviðsetja allt og ekkert. Þetta gerði Sigurður fyrir tutt- ugu árum, og ég þegar börnin vom ennþá lítil. Ég kynntist verkum Sigurðar lítillega fyrir nokkrum ámm þegar bókin um hann kom út. Áður hafði ég bara séð eitt og eitt verk fyrir tilviljun. Mig mundi langa mikið til að sjá meira af ljósmyndunum hans og ég ber djúpa virðingu fyrir þeirn. Hann hefur svo tæra hugsun. Mér finnst verst að hafa ekki vitað af þessum verkum fyrr.“ Við fömm lítillega út í samanburðar- fræðina og ræðum ísland og Kaupmanna- höfn. Og Nanna segir marga íslendinga hafa óraunsæjar hugmyndir um Dani: Ég hef aldrei getað skilið þessa íslensku minnimáttarkennd gagnvart Dönum. Danir eiga að vera svo lokaðir og hrokafullir í garð Islendinga. Mín reynsla er sú að þeir íslendingar sem kvarta og kveina um þessa hluti hafa yfirleitt lokast algerlega inni í íslenskum hópi allan sinn dvalartíma í Kaupmannahöfn. Þessi árátta að sækja alltaf allt til sinna eigin samlanda er stór galli á íslendingum þegar þeir em erlendis. Ég hef þekkt íslendinga í Kaupmannahöfn sem hafa verið árum saman við nám í háskólanum án þess að tala orð í dönsku. Þeir hafa þá skilið hrafl í dönsku og getað lesið og notað sér fyrirlestra upp að ein- hverju marki en skrifað öll sín verkefni á íslensku og látið aðra snúa þeim yfir á dönsku. Þeir eru þó að verða færri og færri námsmennimir sem ílengjast í Kaupmanna- höfn og kannski er síðasti geirfuglinn af 68- kynslóðinni floginn.“ Hún segist hafa dálitla heimþrá til Islands og geti vel hugsað sér að gera ráðstafanir til að dvelja hér oftar og þá lengur. „Kaupmannahöfn,“ segir hún, „hefur tekið gífurlegum breytingum til hins verra á undanfömum áratug. Um daginn var ég þó í matarboði þar sem ég hitti mann- Innflytjendur voru boðnir velkomnir til landsins meðan það var næg vinna og þá var þeim úthlutað mestu skítastörfunum og nú þegar er atvinnuleysi mæta þeir öfund og jafnvel illsku fyrir að taka vinnu frá Dönum, eins og það er kallað. Andrúmsloftið er jafnvel svo hlaðið spennu í garð þessa fólks að það er hreint ekki óalgeng sjón að sjá penar eldri konur þusandi og jafnvel hrækj- andi á eftir bömum innflytjenda. Hin hliðin eru síðan flóttamenn sem hafa fæstir neina vinnu. Dönsk yfirvöld settu allt of rúmar reglur um flóttamannastrauminn á sínum tíma og síðan þá hefur fjöldinn vaxið okkur yfir höfuð. En stjórnmálamenn skortir póli- tískan kjark til að taka á þessu máli og á meðan stendur flóttamannastraumurinn til „Ég hefði ekki orðið meira hissa þó að ég hefði rambað á fornaldarskrímsli á Vesterbrogade.“ eskju sem féll inn í þessa ímynd niargra af Dönum en sú ímynd átti kannski rétt á sér fyrir tuttugu árum. Henni varð til dæmis mjög tíðrætt um lögregluríkið Danmörku og það óðu á henni klisjurnar úr sextíu og átta kynslóðinni. Ég hefði ekki orðið meira hissa þó að ég hefði rambað á fomaldarskrímsli á Vesterbrogade. Hún hafði einfaldlega legið í rúminu síðastliðin tíu ár og reykt hass og þannig orðið viðskila við allar þær gífurlegu þjóðfélagsbreytingar sem orðið hafa á dönsku þjóðfélagi. Staðreyndin er sú að velferðarkerfið svokallaða er að drekkja dönsku þjóðfélagi og það er mjög sorglegt í ljósi þeirrar staðreyndar að við viljum jú öll búa við félagslegt öryggi. í Danmörku búa nú tvær jafnstórar þjóðir, annars vegar sú sem hefur atvinnu og hinsvegar sú sem hefur hana ekki. Sú fyrmefnda vinnur baki brotnu til að halda uppi ákveðinni velferð á meðan sú síðamefnda gerir ekki handtak. Hluti þeirra Dana sem ekki hafa atvinnu nenna hvorki að vinna né kunna það og það er því miður oft sá hluti sem er mest sýnilegur. Mér er sem ég sæi þessa dönsku bjórklepra sem eru sífjasandi frammi í blaðamönnum um böl atvinnuleysisins ef einhver bankaði upp hjá þeim að morgni dags og bæði þá að inna af hendi ærlegt dagsverk. Ég held að það rynni fljótt af þeim móðurinn og þeir rnundu skríða undir sængina aftur og hrjóta þar til barirnir opna. Annar hluti þeirra sem ekki vinna eru útlendingar en þeir skiptast aftur í tvo hópa, flóttamenn og innflytjendur. 79 landsins. Það er lenska í dönskum stjórn- málum að þykjast vera hlynntur flóttafólki þó að auðvitað sé það mesta tilgerð. Staðreyndin er sú að þetta er lítið land og svo þéttbýlt að það eru engar aðstæður lengur til að taka á móti flóttamönnum í þeim mæli sem nú streymir inn í landið. Það má líka segja sem svo að þetta sé líkt og þjóðflutningam-ir miklu. Þá á fyrir okkur öllum að liggja að verða einskonar menn- ingarlegur hrærigrautur. Eini flokkurinn sem þorir að segja eitthvað er þetta viðbjóðslega Fremskridtparti sem er hálfgerður nasistaflokkur og vill búa þessu fólki hin verstu örlög. Þetta fólk braut engin lög með því að koma inn í landið. Það nýtti sér einungis þau lög og þau réttindi sem voru þar fyrir. Nú stendur straumurinn inn frá Austur-Evrópu og það má búast við að það verði mikill menningarlegur árekstur. Danir standast ekki þennan þrýsting því að þeir eru í eðli sínu mjög auðsveipir og löghlýðnir en fólk frá Austur-Evrópu virðist núna af illri nauðsyn vera algerlega blottað fyrir lögum og reglu nema þeim sé fram- fylgt af hörku. Það tekur það sem það þarf og hefur alla tíð þurft að gera það til að lifa af. Ástandið á því eftir að versna mikið, því miður.“ Henni er þungt um hjartað þegar hún ræðir um Kaupmannahöfn en þangað er hún þó að fara daginn eftir að við tölum saman. íslendingar rnunu þó sjá meira af henni, en innan skamms er hún væntanleg aftur með nýja sýningu í farteskinu. „Paa gensyn“ eins og Danir segja.B HEIMS MYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.