Heimsmynd - 01.04.1993, Side 80

Heimsmynd - 01.04.1993, Side 80
Lævi blandld loft hjá krötum (framhald af bls. 29) En Jón Baldvin heldur því fram að kjósendur hafi ekkert langtímaminni svo að hann ætlar kannski að láta nægja að draga nokkrar kanínur fram úr erminni þegar líður að næstu kos- ningum. Frændi rninn segist þó efast um að það sé nóg að skella ailri skuldinni á Sighvat sem sé auðvitað bara einnota ráðherra og reyndar vonlítið að hann nái inn á þing aftur næst. Það eru nú ekki nema skitin 900 atkvæði á bak við hann núna.“ „Ég man nú ekki betur en Sighvatur hafi verið ráðherra áður,“ segi ég. Þjónamir eru að koma með frakkana okkar og veitinga-maðurinn sjálfur hjálpar Nóra í og blessar hann í bak og fyrir. „Maður telur nú ekki þá stjóm með,“ segir Nóri. „Hvað hafa þeir gert við skóhlífamar mínar? I Guðs bænum sendu þá eftir þeim. Ekki veit ég hvað mamma segði ef ég týndi skóhlífunum. Ráðuneyti Benedikts Gröndals sem sat örfáar vikur markaði ekki önnur spor í stjómmálasögu þjóðarinnar en að nokkrir karlhlunkar hafa upp frá því titlað sig fyrrverandi ráðherra á nafnspjöldum sem geta komið sér vel í útlöndum.“ Nú koma skóhlífamar. Ungi þjónninn sem heldur á þeirn horfir á þær eins og hann hafi aldrei séð slíkan skóbúnað áður. „Hvað sem öðru líður er það nú samt sem áður lífsnauðsyn fyrir Jón Baldvin að vingast aftur við félagshyggjuarminn í flokknum. Það verður ekki létt verk þó að hann sé laginn maður og glúrinn. Hann setti Olínu Þorvarðar og Rúnar Geirmundsson út úr flokksstjórn-inni. Aður var búið að hrekja Ragnheiði Davíðsdóttur og Jóhannes bílstjóra og fjölmarga aðra út í kuldann fyrir að brúka sig. En frændi minn segir að það ríki þó nokkur þrælsótti í flokknum og kratamir séu í eðli sínu mjög húsbóndahollir. Svo studdi fólk Jóns Baldvins félagshyggju- manninn Þorlák Helgason og gerði hann að formanni Alþýðuflokks- félags Reykjavíkur. Hann hafði verið erfiður en nú hefur hann verið eins og ljós síðan. Ef Rannveig yrði gerð að ráðherra myndi það líka verða til að blíðka vinstri arminn.“ „Þó að krónprinsinn Guðmundur Ami sé auðvitað nautsterkur kandídat í formanns-embættið og hvers konar annan frama þá þarf ýmislegt að breytast áður en hann eða jafnvel Jóhanna geti lagt Jón Baldvin að velli,“ segir Nóri þegar við göngum út í svalt og niðdimmt Sóhókvöldið. „En frændi minn rifjaði upp mál sem ekki er vert að gleyma. Þegar Jón Baldvin gerði hallarbyltinguna og steypti Kjartani Jóhannssyni stóð ekki ósvipað á hjá Alþýðuflokknum og nú. Fylgið var að fjara út. Þá tók Jón Baldvin þannig til orða að þegar skipið væri hætt að fiska - væri auðvitað réttast að skipta um karl í brúnni. Guðmundur Árni ætti auðvelt með að segja það sama núna.“ ■ Hryggðarprinsessan (framhald afbls. 64) var Túnis þar sem hún varð fyrir þeim óven- julega heiðri að fá að koma inn í vistarverur eiginkvenna beysins. Þar fannst Karólínu hún grönn í fyrsta og síðasta sinn á ævinni. Aldrei þessu vant hafði hún ekki orð á holdarfari viðstaddra. Áfram hélt hún, skoðaði helgar minjar í Austurlöndum og snéri síðan aftur til Evrópu þar sem hún á sinn dæmigerða hátt datt niður landganginn á leið til áheymar hjá páfa. Hún mætti því páfa með veg- legt glóðarauga. Það var á Italíu sem örlögin eltu hana aftur uppi. Hún kynntist Pergami barón sem var réttur og sléttur Pergami svikahrappur þar til Karólína keypti handa honum örlitla landareign á Sikiley með áfös- tum baróns-titli. Hvað sem kann að vera satt eða ósatt um Pergami var eitt á hreinu: Hann var þorpari og blóðsuga. Hann hóf feril sinn í fömneyti Karólínu sem núll og nix, en var orðinn féhirðir og æðstráðandi eftir stuttan tíma. Hann kom líka systur sinni á rnála hjá Karólínu. Upp frá því var hún leiksoppur í höndum þeirra. Ástæðan var einföld: Karó-lína var ástfangin. Það var Pergami ekki, en hann kunni að koma þannig fram. Heima í Englandi sat Georg um hvem þann orðróm sem af ferðum hennar barst og Pergami fór fram úr björtustu vonum hans. Hann gerði samstundis fjölda njósnara út af örkinni og þar með var sælus- tundum Karó-línu lokið. Það varð skammt stórra högga á milli: I fjarveru Karólínu hafði Charlotta gifzt Leopold af Saxe- Coburgh. Árið eftir lézt hún af bamsfömm. Georg konungur dó og loks gat Georg prins titlað sig IV. Og Pergami, sem Karólína neitaði að trúa nokkm illu um, falsaði undirskrift hennar og náði gífurlegum upphæðum út úr banka í Feneyjum sem Karólína neyddist til að greiða. Og að síðustu hófust réttarhöld í enska þinginu yfir Karólínu fyrir ætlað hjúskaparbrot hennar með Pergami. Réttarhöldin settu landið á annan endann. Múgurinn braut rúður í húsi hjákonu Georgs, en þar geigaði almenningsálitið, Georg var búinn að skipta um hjákonu. Réttarhöldin stóðu mánuðum saman og lá við uppreisn áður en þingið kvað upp þann dóm að Karólína væri saklaus af áburðinunt. Keypt ljúgvitni Georgs fóru sum í fangelsi, önnur ekki, en Georg slapp með hnekkinn. Það er næstum því ömggt að Karólína, vitlaus eins og hún oft virtist, framdi engin hjúskaparbrot önnur en óskhyggju. Hún, eins og allar aðrar mannverur, var þurfandi fyrir hlýju og umhyggju og það veitti Perg-ami henni, hvað svo sem hann gerði annað. Honum getur líka hafa þótt vænt um hana þótt hann hafi misnotað pyngju hennar og góðvild. Það er líka alls ólíklegt að Karólína hafi haft mikinn áhuga á kynlíft eftir einnar nætur reynslu sína með Georg tuttugu árum áður. Það vofa engin réttarhöld yfir Díönu þótt hún virðist hafa átt sinn Pergami í bílstjóra sínum og líklega gengið lengra en Karólína á sínurn tíma, enda yngri og hraustari. En það er ekki séð fyrir enda mála. Skömmu eftir réttarhöldin fór fram krýning Georgs IV. Karólínu var ekki boðið. Hún krafðist þess að vera krýnd til drottningar um leið og eiginmaður hennar yrði krýndur til konungs. Það væri réttur hennar. Sá réttur var hundsaður, dymm var skellt í andlit hennar og hún fékk ekki einu sinni að vera viðstödd. Trú seiglu sinni skrifaði hún Georg bréf sama dag: „Ég treysti því að þér sjáið svo um að ég verði krýnd mánudaginn næstkomandi...“ En sá mánudagur kom aldrei. Dauði dótt-ur hennar, réttarhöldin, ósigur hennar við krýninguna og lífslöng niðurlæging höfðu tekið sinn toll. Hún var, eftir allt, ekki óbugandi. Örfáum dögum eftir krýningu Georgs lézt hryggðarprinsessan. Það síðasta sem þær prinsessur af Wales, Karólína og Díana, eiga sameiginlegt er, að þær vom og eru góðar manneskjur. Þær hefðu aldrei gert nokkrum manni mein, nema ef vera skyldi eiginmönnum sínum þegar þeir hinir sömu vom búnir að beita þær tillitsleysi, kald- lyndi, mannvonsku og grimmd nógu lengi. ■ HEIMS MYND
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heimsmynd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.