Heimsmynd - 01.04.1993, Page 86
Það á greinilega vel við hana að vera í sviðsljósinu og hver aðdáandi af yngstu kynslóðinni
sem óskar henni til hamingju fær að launum þakklæti og geislandi bros. En er alltaf svona
hlýlegt að vera í sviðsljósinu?
„Sumt fólk heldur að frægðin breyti manni og hikar við að hafa samband. Hugsar sem
svo, ja, hún hlýtur að vera upptekin í kvöld. Það finnst mér neikvætt. Ég gef öllum sjens
og vil að aðrir gefi mér sjens. Mér leiðist þegar fólk reynir að hugsa fyrir mig. Ég er
ofboðslega sjálfstæð." Hún pikkar með gafflinum í böku með rækjum sem hún fékk sér
með kaffinu. Hún verður reið á svipinn þegar hún talar um kjaftaganginn sem tilheyrir jú
þessu öllu saman.
„Það ganga auðvitað alltaf einhverjar kjaftasögur. Ein var þannig að ég átti að vera
langt leiddur dópisti. Þegar ég heyri svona hringi ég bara í viðkomandi og segi: Hvað
meinarðu með því að segja svona. Ein stelpan sem ég hringdi í varð alveg eins og kúkur
og skammaðist sín ofboðslega mikið. Ég þoli þetta ekki og mér er sama hvað vakir fyrir
svona fólki. Er það ekki bara öfund og illgimi? Stelpur eru almennt neikvæðari í garð
annarra stelpna en strákar. Einu sinni sagði ég í útvarpsviðtali að stelpur væm miklu
leiðinlegri en strákar og það var ægileg móðgun sem ég er enn minnt á með reglulegu
millibili. Ég meinti þetta ekki bókstaflega en að þessu leyti þá finnst mér strákar miklu
heilbrigðari félagar.
„Það er svo skrítið að öll þessi athygli hefur komið af sjálfu sér upp í hendumar á mér.“
Hún hikar dálitla stund. „Ég hugsa að alla langi innst inni til að prófa að vera í sviðsljós-
inu. En í gær þegar ég labbaði upp Laugaveginn varð ég óþægilega vör við að fólk fylgd-
ist með mér. Þegar ég þurfti síðan að gefa um tuttugu eiginhandaráritanir var það furðuleg
tilfinning. Mér fannst ég þá verða óþarflega mikið meðvituð um að ég væri ekkert merki-
leg og ætti þetta ekki skilið.“ Og hún fær hlátur í augun þegar hún bætir við: „Það eru allir
svo góðir við mig. Ég vil bara skila þakklæti frá mér fyrir það.“
Hún segist hafa fullt af áhugamálum fyrir utan tónlistina, bæði söng og dans og svo er
hún mikill dýravinur. „En ég á bara eitt dýr núna. Ofboðslega feitan kött sem er í laginu
eins og mörgæs. Ég átti páfagauk en hann er dáinn fyrir stuttu.“ Hún og sambýlismaður
hennar Júlíus Kemp voru líka að festa kaup á íbúð við Grundarstíg sem þau eru í óða önn
að standsetja. „Þegar við fórum að skoða hana fannst mér hún ekkert sérstök, en Júlli
keypti hana nú samt.“ íbúðin er stór og gamaldags, há til loftsins og víð til veggja og þau
hafa lokið við að mála hana hvíta og bláa. „Veggimir á ganginum eru signubláir en annars
er hún hvít. „Við ætlum líka að láta byggja stórar svalir svo að við getum spókað okkur úti
á sumrin þegar sólin skín eftir hádegið.“ Hún segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að
vera að binda sig við íbúðarkaup. „Mér er alveg sama þó að ég þurfi að leggja eitthvað á
mig og sleppa því að skemmta mér. Ég verð bara guðslifandi fegin ef eitthvað er. Það er
alltaf hægt að redda peningum og reikningum hef ég ekki áhyggjur af.“
Það var einmitt Júlíus sem leikstýrði kvikmyndinni Veggfóður - erótísk ástarsaga þar
sem hún fór með eitt aðalhlutverkið: „Við Júlli erum búin að vera vinir í mörg ár. Ég sá
hann fyrst á balli í Menntaskólanum við Sund og síðan hittumst við oft í partíum eftir það.
En við byrjuðum ekki að vera saman fyrr en eftir myndina. Það er gott að hafa svipuð
áhugamál og sá sem maður er með og við höfum það fínt saman. Það halda margir að ég
hafi verið með mörgum strákum en það er ekki rétt. Ég trúi ekki á einnar nætur ævintýri
og hef alltaf lifað samkvæmt því enda er slíkt orðið stórhættulegt nú á dögum. Er það ekki
annars? segir hún og lítur á mig. Fer síðan að hlæja. Hláturinn er aldrei langt undan. „Ég
er mjög vandfýsin, eiginlega smámunasöm þegar kemur að karlmönnum og sambandið
við Júlla er fyrsta alvarlega sambandið sem ég hef verið í. Júlli hefur alveg sérstakan og
meiriháttar sjarma við sig. Hann er bæði æðislega sætur og skemmtilegur en svo er hann
líka dulur og yfirvegaður karakter. Þegar Júlli hringdi í mig frá London og bað mig að
vera með í myndinni varð ég alveg æðislega glöð og ég get ekki almennilega lýst til-
finningunni að fá að vera með. Mér fannst öll vinnan við myndina mjög skemmtileg og
hinir leikaramir frábærir. Viðtökumar voru líka mikill sigur fyrir ungt fólk sem er að gera
góða hluti. Myndin var djörf að mörgu leyti og flestir þurftu að koma fram berir í ein-
/jverjum atriðum myndarinnar. Fyrst eftir að myndin var sýnd var ekki óalgengt að ég
værí spurð hvort ég hefði ekki verið feimin við að sýna á mér brjóstin. Einu sinni var ég
stödd í félagsmiðstöð úti í bæ þegar einhverjir töffarar ruddust í veg fyrir mig og hnykl-
uðu vöðvíína. Svo sögðu þeir: Sýndu okkur brjóstin, elskan,“ og nú hlær hún dátt við
minninguna.
Hún er aðehi.s tvítug og flestir þeirra sem stóðu að gerð myndarinnar eru lítið eldri.
Fólk í kringum tv/tugt virðist vera ófeimnara við að hrinda hugmyndum sínum í fram-
86
»
trúi ekki
á einnar
nætur
œvintýri“
HEIMS
MYND