Heimsmynd - 01.04.1993, Page 88

Heimsmynd - 01.04.1993, Page 88
kvæmd en oft áður og það sem meira er, það kann á markaðinn. Ingibjörg er óskaplega sammála þessu: „Fólk í dag segir kannski: Halló, eigum við að gera bíómynd. Svo er það bara gert, þó að engir peningar séu til. Og það sem meira er, dæmið gengur full- komlega upp. Peningar skipta í rauninni engu máli heldur hugmyndir og áhugi. Ég er örlát á peninga. Mér er í rauninni skít- sama um peninga. Við urðum jafnvel svo fræg að komast í áramótaskaupið. Það er vel af sér vikið og sýnir best að myndin fór ekki framhjá neinurn." „Ég kynntist henni í Fljótshlíð sautjánda júní þegar við vorum tólf eða þrettán ára. Hún var þá í sveit hjá frænku sinni en ég er úr sveitinni,“ sagði besta vinkona Ingibjargar sem heitir Guðný. „Við urðum vinkonur af því að hún var stödd í félagsheimilinu og vantaði far og ég skutlaði henni á traktom- um. Ingibjörg er yfirleitt mjög jafnlynd en ef hún verður reið lætur hún engan vaða ofan í sig. Við höfum oft rifist hressilega, vinkonumar, og sæst jafnóðum aftur enda er alltaf stutt í léttu nótumar. Hún er mjög skemmti- leg, sönn og hrein og bein. Hún lætur allt flakka, líka óþægilega hluti, án þess þó að særa. Hún er lrka mjög skemmtilega seinheppin. Ef hún fer á bíó þá springur á bflnum klukkan fimm mínútur í níu og allt í þeim dúr. Það var til dæmis mjög sniðugt þegar hún hringdi í mig og kvaddi mig þegar ég var á leiðinni út til London. Hún var sjálf nýkomin þaðan og hún óskaði mér margfaldlega góðrar ferðar og skemmtunar. Klukku- tíma seinna þegar ég stíg upp í flugvélina þá er hún þar fyrir, orðin mjög óþolinmóð að bíða.“ „Ég get verið ferlega ákveðin þegar ég ætla mér eitthvað," segir hún sjálf. „Ég get tekið sem dæmi þegar ég fór til London í fyrra með vinkonum mínum. Þær voru að fara út en það stóð alls ekki til að ég færi með. En þennan sama dag var Júlli líka að fara til útlanda og ég þurfti að skutla honum út á flugvöll. Rétt áður en ég steig upp í bflinn ákvað ég að taka passann minn líka og nauðsynlegasta dót og klukkutíma síðar var ég búin að kaupa miða og á leiðinni út í flugvél. Ég var ekki búin að láta stelpurnar vita að ég ætlaði með þeim, ætlaði að koma þeim á óvart í flugvélinni. Þegar ég er svo komin upp í flugvélina Aldísi þá uppgötva ég mér til skelfingar að þær eru alls ekki í vélinni. Ég gerði rosalegt uppistand og æddi fram og til baka í sætaröðinni með tárin í augunum og flugfreyjumar og farþegamir héldu örugglega að ég væri ólæknandi taugasjúklingur. Um það leyti sem ég var búin að gefa upp alla von og í þann veginn að falla algerlega saman þá stormuðu vinkonurnar inn í vélina, allt of seinar. Þú getur rétt ímyndað þér fagnaðarlætin. Og fjörið í London, við skemmtum okkur rosalega vel.“ Þegar ég spyr hana hvort hún ákveði allt með jafn stuttum fyrirvara segir hún að það sé misjafnt. „Ég var mjög skipulögð þegar ég var lítil og ég lagði mikið upp úr að hafa allt í röð og reglu, var með hálfgert hrein- lætisæði. Núna er þetta mikið breytt. Ég nenni aldrei að þvo og taka til, er alger drusla.“ í velflestum viðtölum við söngkonur segjast þær muna fyrst eftir sér syngjandi. Að því leyti er Ingibjörg mjög ólík þeim, því eins og kemur fram seinna í þessu viðtali, man hún fyrst eftir sér ofan í klósetti. Hún fékk þó tækifæri til að syngja þegar hún var yngri og tók þátt í uppfærslum í íslensku óperunni. Hún lærði líka á píanó í sjö ár en segist hafa hætt því á unglingsárunum. „Þegar ég var í níunda bekk hætti ég því að mér fannst ég ekki hafa neinn tíma fyrir píanóið, þurfti svo mikið að skemmta mér. Núna hlakka ég til að geta keypt mér píanó og farið að spila aftur. Þegar ég var lítil samdi ég lög á píanóið og ég spilaði líka eftir eyranu allskonar lög, til dæmis man ég eftir að hafa spilað „Dont cry for me Argentina“ eins og ekkert væri.“ Hún spilar með fingrunum í loftið ein- beitt á svip þegar hún talar um píanóið og maður fer ósjálfrátt að horfa á fingurna og velta fyrir sér hvaða lag hún sé að spila í kollinum. Pabbi hennar, Stefán Jökulsson, segir að hún hafi verið mjög lifandi og kvikt barn. „Hún gat ekki verið kyrr, ekki þó vegna þess að hún væri slæm á taugum heldur var hún að springa af orku, krafti og hreyfiþörf. Það kom mjög snemma í ljós hvað hún var tónelsk, við sungum gjarnan saman blús þegar hún var pínulítið stýri og varla talandi og hún átti ekkert erfitt með að spinna út frá jafnvel erfiðustu köflunum í blúsnum.“ Aðspurður um sein- heppni Ingibjargar sem vinkonur hennar höfðu lýst sagði Stefán: • cc „Hún er enginn allsherjar hrak- fallabálkur en frekar sérkennileg blanda af skipulagi og skipulags- leysi. Hún er mjög mikil til- finningavera en þó líka bæði ákveðin og fylgin sér. Mér finnst lýsa henni vel að sviðsljósið sem hefur beinst að henni undanfarið hefur ekki haft nein áhrif á hana.“ Hún er alin upp hjá ömmu sinni og afa á Langholtsveginum frá átta ára aldri en þá lést mamma hennar úr krabbameini. Áður hafði hún til dæmis verið búsett í Hallormsstaðarskógi en pabbi hennar var kennari við grunnskólann í sveitinni. „Það var yndislegt að búa uppi í sveit og ég gleymi þessum tíma aldrei,“ segir hún. „Svo þurftu þau að asnast til að skilja og við mamma fluttum til Reykjavíkur til afa og ömmu ásamt bróður mínum sem er sex árum eldri en ég. Ég var rosaleg písl þegar ég fæddist, bara tíu merkur og næst- um því ósýnileg. Ein minning sem ég á frá smábamaárunum tengist því nú óbeint hvað ég var lítil. Ég týndist og allir voru að leita og leita. Mamma var farin að örvænta þegar ég fannst loksins ofan í klósettinu þar sem ég hafði fest á mér hausinn og komst ekki upp úr. Það var gott að ég fannst í tæka tíð. Annars hefði ég kannski fengið vatnshöfuð. Það var mjög erfitt fyrir mig þegar mamma dó. Hún hafði verið veik lengi og legið inni á spítala en ég heimsótti hana lítið og næst- um því ekkert undir það síðasta því mér fannst það of erfitt. Eina nóttina lá ég andvaka í rúminu mínu þegar amma kemur inn í her- 88 HEIMS MYND
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.