Heimsmynd - 01.04.1993, Síða 90
»
h„
bergið mitt og segir mér að mamma sé dáin og farin upp til guðs.
Eg fór að gráta og svaf í rúminu hjá ömmu þá um nóttina. Það er
svo skrítið að eftir að ég gat sofnað þessa nótt svaf ég betur en
nokkru sinni fyrr og mér leið svo vel að ég vaknaði brosandi um
morguninn. Daginn eftir fór ég til vinkonu minnar til að segja
henni að mamma væri dáin. Þegar ég hafði sagt henni frá því fór
ég að hlæja og fékk eiginlega hláturkrampa og þurfti að leggjast í
gólfið og halda um magann. Hún fór inn til mömmu sinnar og
sagði henni frá þessu og þær komu báðar inn í stofuna og störðu á
mig alveg furðulostnar.
Ég á mjög erfitt með að horfa upp á fólk gráta og á þessum tíma
sneri ég mér undan ef ég sá ömmu eða pabba gráta út af mömmu.
Ég reyndi líka að hugga og virðast
sterk, kannski sterkari en ég var
því að ég var bara tíu ára gömul.
En ég grét mikið í einrúmi, fannst
betra að hafa það þannig. Ég held
að þetta hafi verið miklu erfiðara
fyrir bróður minn því að hann
reyndi svo mikið að vera harður af
sér að hann gat aldrei grátið.
Hvorki þá eða seinna.
Það var ekki bara áfallið sjálft
sem var erfitt heldur geta böm
verið ákaflega kvikindisleg við
hvert annað þegar eitthvað bjátar á.
Ég varð fyrir barðinu á því og á
ekki góðar minningar frá þessum
ámm. Ég fékk vissa samúð í
skólanum frá kennurunum og þau
þoldu það ekki. Á þessum tíma var
ég líka að syngja í íslensku óper-
unni svo að öfund hefur sjálfsagt
spilað mikið inn í. Ég tók þetta
mjög nærri mér en lét það aldrei
buga mig svo að ég stend jafn sterk
á eftir. Þegar ég var orðin ungling-
ur komu til mín stelpur sem tóku
þátt í þessu og báðu mig fyrirgefn-
ingar. Þær voru þá orðnar aðeins
eldri og vitrari. Ég fór aldrei að
leiðinu hennar mömmu á þessum árum. Treysti mér ekki til þess.
Ég kom þar fyrst í fyrra en þá var ég að keyra framhjá kirkju-
garðinum og ákvað með sjálfri mér að láta verða af því. Ég fór ein
að leiðinu og sat þar dágóða stund og mér líður vel að hafa yfir-
stigið þetta. Ég er í rauninni þakklát í dag fyrir að lífið hafi verið
mér erfitt á þessum árum. Mér finnst ég hafa þroskast við það og
vera betri manneskja á eftir.
Ég lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund í fyrra-
vor,“ segir hún þegar ég spyr út í framtíðaráætlanir. „Ég valdi mér
málabraut og það réð úrslitum að það var minnsta stærðfræðin þar.
Mér gekk mjög vel að læra þegar ég var h'til en með árunum hefur
árangurinn farið versnandi. Enda hef ég svo mikið af öðrum
áhugamálum. Fyrsta árið mitt tók ég þátt í leiklistarstarfinu en
ákvað að hætta því til að bæta námsárangurinn. En mér bara gekk
ekkert betur að læra fyrir það. Síðasta veturinn minn í MS var ég
að vinna í myndinni á fullu og það var lítill tími afgangs fyrir
námsbækumar. Mér fannst fínt að vera í MS, það er skemmtilegur
skóli og þessi menntaskólafílingur er fínn. Ég sakna hans þó
ekkert og það er fínt að þurfa ekki lengur að lesa undir próf. Mér
ggret
í ein-
rúmi. Fannst
það betra
finnst af öllu sem ég geri drepleiðinlegast að taka próf.“ Hún
þagnar um stund og verður hugsandi á svipinn. „Þegar ég sit við
próflestur langar mig alltaf til að gera svo mikið af hlutum sem ég
geri aldrei annars og langar heldur aldrei til að gera, nema þegar
ég er að lesa undir próf.“ „Ég kynntist henni á fyrsta ári í menntó,“
segir Fanney vinkona hennar. „Við vorum saman í leiklistar-
starfinu enda stefnum við að sama markinu. Við
náðum strax mjög vel saman og mér finnst hún vera
toppkarakter, heilmikill húmoristi og aldrei merki-
leg með sig. Hún er ofboðslega traust en líka
viðkvæm og skapmikil og getur komið sjálfri sér í
bobba við að verja þá sem henni eru kærir. Hún
gefur líka skít í allar
kjaftasögur og leið-
indagagnrýni, það
eiginlega merkilegast við
hana hvað hún er ofboðs-
lega eðlileg og hrein og bein.
Hún væri kannski verri ef hún
væri betri. Hún er ofboðslega
dugleg að bjarga sér og það er
enginn jafnoki hennar hvað það
snertir en hún er óheppin. Hún var
að sýna mér nýju íbúðina sína um
daginn og þegar við ætluðum að
fara heim fann hún hvergi bfllykl-
ana. Þegar við höfðum leitað bæði
inni og úti í tvo klukkutíma náðum
við ellefu strætó heim. Bfllykl-
amir hafa ekki ennþá fundist.
Eftir stúdentsprófið var ég
atvinnulaus í nokkra mánuði og
var geðveikasta manneskjan í
cc Reykjavík,“ segir Ingibjörg. „Það
var ömurlegur tími. Ég svaf til eitt,
tvö á daginn en vaknaði samt
dauðþreytt og það varð ekkert úr
neinu hjá mér. Ég er því fegin að
vera komin í vinnu núna. Ég er
ákveðin í því að verða leikkona en
hvort ég fer í leiklistarskóla úti
eða héma heima er óvíst. Svo er ég auðvitað að syngja með
hljómsveitinni Pís of keik og við ætlum að gefa út geisladisk fyrir
næstu jól. Ég syng líka með ellefu manna hippabandi sem heitir
Babalú og það er mjög skemmtilegt. Að öðru leyti er ég mjög
óákveðin um allt. Kannski gerum við aðra kvikmynd. Hver veit.“
Nú kemur stelpa að borðinu og heilsar henni og þær tala dálítið
saman og svo segir stelpan: „Ertu ekki að fara að syngja í írlandi
eftir tvær vikur.“ „Ha,“ segir Ingibjörg. „Já, þama í Júrovisjón-
keppninni,“ segir vinkonan. „Nei, það er ekki fyrr en í maí,“
svarar Ingibjörg og kveikir sér í sígarettu. „Já, er ekki apríl núna,“
hún ætlar sér ekki að gefast upp. „Nei, það er febrúar,“ upplýsir
Ingibjörg og þær horfast stundarkom í augu og vinkonan segir:
„Já, auðvitað, það er febrúar. Það hlaut eitthvað að vera. Svo
kveðjast þær eftir þessa stuttu upplýsingamiðlun og viðtalið held-
ur áfram. Á úrslitakvöldi Júróvisjón-keppninar var myndavélin
reglulega á sigurstranglegustu keppendunum og á skjánum og
orkuðu viðbrögð Ingibjargar á marga eins og hún væri áhugalaus
um sigurinn, við það að geispa af leiðindum. Meðan á flutningi
sigurlagsins stóð var hún þó sérstaklega glæsileg og bar af öllum
90
HEIMS
MYND