Heimsmynd - 01.04.1993, Page 91

Heimsmynd - 01.04.1993, Page 91
öðrum keppendum hvað það snerti: „Ég var bara ferlega lasin og hefði legið heima í flensu ef keppnin hefði ekki verið.“ Keppnin hefur verið mikið gagnrýnd fyrir glys og innihaldslaust skrum, lögin þykja keimlík frá ári til árs: „Mér finnst ekkert sér- stakt um lögin í þessari keppni eða keppnina sjálfa yfirleitt,“ segir hún hikandi og verður síðan kjaftstopp í dá litla stund. „Þegar Jón Kjell hringdi í mig og mig að syngja lagið tók ég mér langan umhugsunarfrest en sló svo til aðallega af því í mér fannst lagið fallegt. Mér hefur aldrei þótt þessi keppni vera spenn- andi en mér finnst hún eiga rétt á sér. Ekki síst íslenska forkeppnin núna þar sem margir ungir flytjendur komu fram í fyrsta sinn.“ Pís of keik spilar House-tónlist og það er altalað að House-tónlist og pakkhúspartí (sem eru dansleikir þar sem aðallega er spiluð slík tónlist og standa gjaman fram undir morgun) tengist neyslu á fíkniefninu alsælu (Esctasy). Hún segist ekki þola ofdrykkju eða vímuefnanotkun og sjálf snerti hún aldrei fíkniefni þó að hún þekki fólk sem notar þau: Ég er ekki ofstækisfull en ég kemst nærri því þegar fíkniefni eru annars vegar. Þetta er ákaflega persónulegt mál því að manneskja sem er mér mjög nákomin fór mjög illa út úr því. Ég veit að alsæla er í gangi en ég verð ekki vör við það, sjálfsagt af því ég vil ekki sjá það.“ Hún segist ekki hafa neinar fyrirmyndir í söngnum. „Ég tek ekki neinn til fyrirmyndar í lífinu almennt. Ég vil bara líkjast sjálfri mér. Ég hef breiðan tónlistarsmekk og hlusta á allar tegundir tónlistar nema kannski helst kántrí. Ég hlusta líka mikið á tónlist frá sjöunda áratugnum eins og svo margir af minni kynslóð. Þessi lög með Trúbrot, Hljómum og fleiri hljómsveitum eru aftur orðin gífurlega vinsæl og það er í rauninni mjög skemmtilegt að þetta andrúmsloft sem var á þessum tíma skuli vera komið aftur þó að það sé í breyttri mynd. Ég lofaði sjálfri mér því þegar ég var yngri að ég skyldi aldrei láta sjá mig í útvíðum buxum. En sjáðu mig núna.“ Hún teygir fram annan fótinn og togar í skálmina: „Mér finnst þetta alveg æðislega smart. Fólk er almennt orðið miklu frjálslegra núna en fyrir fáum árum. Það sem Ingibjörg hefur fram yfir aðrar söng- konur af yngstu kynslóðinni í skemmtana- bransanum er ekki bara gull- falleg rödd heldur líka óaðfinnanleg sviðsframkoma og útgeislun sem aðeins fáir búa yfir, ásamt bamslegu sjálfsöryggi og tærri einlægni er það óumdeilan- lega það sem kallað er vestanhafs „star quality“. í maí mun hún þannig birtast milljónum sjónvarpsáhorfenda sem fulltrúi Islands í Júró- visjón-söngvakeppninni, fulltrúi sem hvað sem öllu öðru líður, við getum verið stolt af. ■
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Heimsmynd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimsmynd
https://timarit.is/publication/1408

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.