Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Qupperneq 4
4 18. október 2019FRÉTTIR Aumingjakeppni sem ekki er hægt að vinna Í sland er eins og lúpínan,“ hugsaði Svarthöfði með sér er hann tók sopa af morgunkaff- inu. „Ægifagurt land, en djöf- ull sem ég hata þjóðarsálina sem teygir úr sér í allar mögulegar og ómögulegar áttir í æsingi, pirr- ingi og vitleysu. Svo er ekki hægt að uppræta þetta helvíti því það má ekkert segja.“ Svarthöfði er orðinn svo lang- þreyttur á Íslandi. Svo mikið að hann er meira að segja far- inn að skoða falleg timburhús í skandinavískum stíl í upp- sveitum Svíþjóðar. Gæti haldið nokkrar hænur. Gaggið í þeim er allavega margfalt þolanlegra en gaggið í þessum helvítis Ís- lendingum. Hvert sem Svarthöfði lítur er gagg, nöldur, væl og rifrildi. Svarthöfði má varla opna frétta- síður, dagblöð, samfélagsmiðla eða bara gluggann án þess að vera bombarderaður af hálfvita- skap. Svarthöfði hélt að þetta yndislega sumar myndi kannski setja landsmenn í jákvæðari gír, en svo um leið og haustmyrkrið skall á fylgdi tuðið með. Svarthöfði hefur á tilfinn- ingunni að Íslendingar séu í gríðarlegri aumingjasamkeppni um hver hefur það verst. Keppni sem ekki hægt er að sigra í því það virðist nánast hver einasti landsmaður hafa það skítt. Og ef hann hefur það ekki skítt þá er tíminn drepinn með því að agn- úast út í náungann. Búa til gróu- sögur og samsæriskenningar. Allt í einu er landið allt orðið að einum, stórum, fúlum heitapotti þar sem allt er glatað. Svo er þetta ríka fólk nátt- úrulega bara aumingjar og auðnuleysingjarnir láta ginn- ast af misgáfulegum skilaboð- um úr dægurmenningu um að þeir eigi auðvitað að slátra þeim sem hafa það best. Á internetinu hleypur fólk upp til handa og fóta ef minnihlutahópar, fíklar, langveikir, fatlaðir, millistéttin, fátækir, hinsegin fólk, mæður, feður, systur, bræður, börn og aðrir minna þroskaðir menn eru gagnrýndir. FORDÓMAR, er öskrað á torgum. Hænurnar í Svíþjóð hljóma þá bara ansi vel. Gott ef Svarthöfði bætir ekki við sig eins og einni gyltu og tveimur hundskvikind- um. En kannski er Svarthöfði bara ekkert betri en þið hin fyrst hann eyddi sínum dýrmæta tíma í að skrifa tuð um tuð. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Fílar sofa að meðaltali í tvær klukku- stundir á dag. Tannburstinn á uppruna sinn að rekja til Kína og var fundinn upp árið 1498. Sigmund Freud var með fóbíu fyrir burkna. Það eru fleiri en 600 herbergi í Buckingham-höll. Einn af hverjum 230 bílum er stolinn. Hver er hún n Hún er fædd 29. nóvember 1965. n Hún starfaði sem fjölmiðlamaður hjá Bylgjunni og Stöð 2. n Hún er mikill matgæðingur og hefur skrifað matreiðslubækur. n Hún kom inn á þing sem vara- maður fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2008. n Hún starfaði sem fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna. SVAR: RÓSA GUÐBJARTSDÓTTIR SÚKKULAÐIÐ SIGRAR n Hrekkjavakan nálgast n Tannlæknar fara yfir skásta nammið og versta skaðvaldinn Skásta nammið: n Dökkt súkkulaði n Annað súkkulaði n Snakk n Kex n Tyggjó n Mesti Skaðvaldurinn: n Hlaup n Karamellur n Kúlur n Súrt nammi n Sleikjó n Brjóstsykur Af síðu landlæknis: Bakteríur í munnholi loða við yfirborð tannanna, svokölluð tannsýkla og breyta sykri fæðunnar í mjólkursýrur. Sýrurnar losa um steinefni glerjungsins og vinna eyðileggingarstarf sitt í um það bil hálftíma eftir að sykurs er neytt. Munnvatnið sem gegnir lykilhlutverki í almennum vörnum líkamans gegn tannskemmdum, nær yfirleitt að hlutleysa sýrurnar á þessum hálftíma svo tönnin nær aftur til sín uppleystu steinefnunum úr munnvatninu og endurkalkast. Ef eðlilegur tími líður milli mála hefur varnarkerfi líkamans betur í baráttunni við sýrurnar og tannskemmdum er haldið í skefjum. Sífellt nart er varnarkerfinu ofviða. Ostbiti eftir mat er góð tannvernd og það sama gildi um sykurlaust tyggjó, munnvatnsflæðið eykst og hlutleysing á sýru á sér stað á mun skemmri tíma. Ef munnhirðu er ábótavant og tannsýkla nær að safnast fyrir, hindrar hún aðgengi munnvatnsins að tannyfirborðinu og varnarkerfið gagnast ekki. H rekkjavökuhátíðinni fylgir gjarnan veglegt magn af sælgæti sem grímuklædd börn gæða sér á. Í Íslandi hefur færst í aukana að börn og ungmenni gangi í hús í sínu hverfi og biðji þar um grikk eða gott. Oftar en ekki þora íbúar ekki annað en að eiga nóg af gotteríi fyrir furðuverurnar sem banka að dyrum. Of mikið gotterí getur þó reynst skaðlegt tannheilsunni og því ekki úr vegi að kynna sér þær sælgætisgerðir sem reynast tönnunum hvað verstar. Sleikjó er skaðvaldur Hart sælgæti er sennilegast það nammi sem nýtur hvað mestra vinsælda á þessum tíma árs en brjóstsykur og sleikipinnar eru miklir skaðvaldar. Eðli málsins samkvæmt er ætlunin að njóta þessarar tegundar sælgætis í lengri tíma en margir falla í freistni og bryðja brjóstsykurinn og mylja hann þannig ofan í og á milli tannanna. Tyggjókúlur hafa sömuleiðis slæmt orð á sér enda dvelja þær hvað lengst í munninum og veltast um á milli tannanna. Engilbert Ó. H. Snorrason hefur lengi verið annálaður sem einn skemmtilegasti tannlæknir landsins en aðspurður hvaða sælgæti sé verst fyrir tennurnar segir hann að eðli málsins samkvæmt sé það allt nammi sem sé sykrað og klístrað. „Alversta nammið er það sem liggur lengst í tönnunum. Ég myndi segja það vera karamellur og í raun allt sem límist við tennurnar. Í mínum huga er besta nammið gulrætur og annað grænmeti.“ Súkkulaðið skást Elfa Guðmundsdóttir á samnefndri tannlæknastofu tekur undir orð Engilberts. „Allt nammi sem klessist við tennurnar er það versta, gúmmí, kúlur og karamellur sem loða lengi við tennurnar. En það þarf líka að hafa í huga að súrt nammi er slæmt því sýran eyðir glerjungnum, sykur og súrt er því versta blandan. Ég myndi segja að súkkulaði sé skásta sælgætið en svo þarf að bursta vel og nota tannþráðinn. Það er allt í lagi borða nammi endrum og sinnum en aðalmálið er að þrífa vel á eftir.“ Elfa segir ávaxtasafana líka skaðlega, sérstaklega þegar þeir eru drukknir yfir langan tíma. „Það er eins með gosið og orkudrykkina sem eru að reynast bæði súrir og sykraðir. Það er vont að vera sífellt að drekka þetta og allt spurning um hversu lengi drykkjan á sér stað því ef maður er sífellt að súpa nær munnvatnið aldrei að losa sig við sýruárásina sem tennurnar verða fyrir. Þá er mun skárra að drekka bara í eitt skipti og skola svo með vatni,“ segir Elfa. „Já, samkvæmt lýðheilsustöð er Orkan alvarlegasti drykkurinn,“ bætir Engilbert við og heldur áfram. „Bæði er það sýrustigið í drykknum sem og sykurmagnið. Beint á eftir Orkunni kemur svo Egils appelsín, þaðan Coke og svo Pepsi Max. Só- davatnið er skásti kosturinn jafnvel þótt það sé bragðbætt.“ n Íris Hauksdóttir iris@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.