Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Qupperneq 20
20 FÓKUS - VIÐTAL 18. október 2019 Með gott auga Með edrúmennskunni var Frið- geir farinn að elda fyrir með- ferðarheimili í Los Angeles og kom sér hægt og rólega aftur á at- vinnumarkaðinn í kjölfar heimil- isleysisins. Auk þess hefur hann lengi verið landslagsljósmyndari og hefur haldið fjölda sýninga á Íslandi og í Bandaríkjunum. Þá fyrstu hélt hann í Reykjavík árið 2010. Friðgeir segir áhugann á ljós- myndun hafa kviknað sökum þess að hann var með gríðarlega kvikmyndadellu. Þá ákvað hann að prófa að fara í kvikmynda- skóla í Los Angeles en umhverf- ið og verkferlarnir þótti honum svo kaotísk að hann valdi ljós- myndun í staðinn. „Peningalega séð hefði ég frekar átt að sleppa náminu og fara í húsvarðaskóla,“ segir Friðgeir og skellir upp úr. „Kvikmyndagerð er svo mikið vesen, en í þessu námi tók ég byrjandakúrs í ljósmyndun og þar fann ég strax þessa köllun. En ljósmyndunin hefur alltaf ver- ið áhugamál. Það borgar aldrei reikninginn. Ég uppgvötvaði ljósmyndun þegar ég var að stúd- era kvikmyndatöku og þurfti að taka byrjendabekk í ljósmyndun. Þar fann ég strax að ég gat farið að skapa einn og milliliðalaust.“ Eldaði fyrir stjörnurnar Á meðal þeirra verkefna sem Friðgeir hefur tekið að sér í Los Angeles eru veisluþjónustur og kokkaverkefni fyrir margar frægar stjörnur. „Ég hef líka mikið eld- að fyrir börn stórstjarnanna og þau eru mörg hver enn ruglaðri og verr farin en foreldrar sínir,“ segir Friðgeir, sem bætir við að samningar hindri að hann geti nafngreint hvaða stjörnur hann hefur unnið fyrir, en hann full- yrðir að þær séu margar hverjar stórfrægar og skrautlegar, eins og sögur af þeim vitni um. Hann segist þó hafa hitt átrún- aðargoð sitt á einum tímapunkti en það hafi verið á Íslandi. „Ég hitti „aðalædolið“ mitt árið 1986 þegar við vinir mínir fluttum inn Nick Cave og hljómsveitina hans. Þeir voru að spila á skemmti- staðnum Roxy þá og ég braust inn í bát til að stela dópi handa Nick svo hann gæti spilað,“ segir hann. Fegurðin á Flatey Friðgeir er sæll og sáttur við líf- ið í dag að eigin sögn og segir að heimildamynd sé í vinnslu um líf hans. Hann er kvæntur Susan Bolles sem vinnur sem leikmyndahönnuður í sjón- varpi í Hollywood. Þau eru bú- sett við rætur San Gabriel-fjall- anna, í Altadena, fyrir ofan Los Angeles þar sem þau eru með sex appelsínutré og þrjú sítrónutré í garðinum. Síðustu þrjú sumur hefur Friðgeir starfað sem yfirkokkur á Hótel Flatey og segir hann það vera einn af fallegri stöðum jarð- ar, það jafnist fátt á við að fara í kyrrðina á Íslandi eftir hasartörn í Kaliforníu. „Það er ómetanlegt að stíga úr átján milljóna manna borg yfir á litla eyju í þrjá mánuði. Eftir alla geðveikina í Los Angeles var ég farinn að íhuga að gefa upp kokkaríið, en svo kom það allt saman aftur þegar ég var ráðinn á Hótel Flatey,“ segir Friðgeir. „Áhuginn kviknaði alveg á hundrað í kjölfarið á því. Það er íslenskt yfirbragð á matnum sem ég geri á Hótel Flatey, en svo kemur alltaf bakdyramegin þessi keimur frá New Orleans, sem ger- ir matinn bragðmeiri að mínu mati. Þetta er svolítið sambland af öllu sem ég hef lært í kokka- mennsku um allan heim.“ Friðgeir stendur í því þessa dagana að „hössla“ sig út í Los Angeles með matseld sinni, sem hann segir vera nýja áskorun fyrir sig. Hann segist hafa verið vanur því í gegnum árin að elda fyrir aðra en honum líst vel á til- breytinguna sem fylgir því að vera sinn eigin yfirmaður, með sinn eigin matarstíl. Þá bætir hann við að það sé lúmskur aukadraumur hjá honum að spreyta sig meira í glútenlausri kleinugerð. „Konan mín er með glúten- óþol, þannig að ég ákvað að prófa mig áfram með ýmsu. Næsta viðskiptaplanið mitt er að vera glútenlausi kleinukóngur Kali- forníu,“ segir Friðgeir hress. n Það var enga leið að fara nema upp eða í gröfina „Ég var orðinn geðveiki róninn sem aðrir benda á“ Skid Row í Los Angeles
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.