Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Side 23
18. október 2019 FRÉTTIR 23
klárast ansi hratt og ein verslun
arferð í viku var skyndilega orðin
alltof lítið fyrir okkur. Það var svo
ekki fyrr en í janúar á þessu ári
að ég skaust og sótti manninn
minn í afmæli og þegar við kom
um til baka stóðu dyrnar að íbúð
inni upp á gátt. Þetta var stór og
mikil brunavarnahurð og því ekki
líkleg til að opnast aftur ef henni
hafði á annað borð verið skellt í
lás. Það voru þó engin ummerki
um innbrot og allt á sínum stað.
Það var þó augljóslega búið að
liggja í rúminu mínu því teppið
var komið á gólfið. Ég bý alltaf um
rúmið og krossbrá auðvitað við
að sjá þetta enda mjög ógeðfelld
tilhugsun.“
Léttvæg viðbrögð lögreglu
Parið var á þessum tímapunkti
farið að fylgjast vel með ferðum
mannsins og fljótlega kom að því
að hann bankaði upp á að nýju.
„Hann spurði mig hvort ég
væri hætt í vinnunni enda hefði
hann ítrekað lagt leið sína þang
að og spurt eftir mér, en ekki feng
ið nein svör. Ég greindi honum frá
því að við hefðum ákveðið að slíta
leigusamningnum þar sem við
hefðum í hyggju að flytja á Sel
foss og þaðan til útlanda. Honum
þótti þetta miður, sagði okkur að
við værum frábærir leigjendur og
við mættum alveg hugsa þetta að
eins betur og vera svo í sambandi
við hann. Við stóðum engu að
síður föst á okkar ákvörðun. Við
bjuggum enn í íbúðinni meðan
leigusamningurinn var enn í gildi
en fljótlega kom nágranni að máli
við okkur og spurði hvort maður
inn væri virkilega með aðgang að
íbúðinni. Við svöruðum því skilj
anlega neitandi, en hann sagðist
þá hafa séð manninn bæði úti á
svölunum okkar og eins að ganga
út úr íbúðinni með fulla poka af
mat. Samdægurs fórum við til
lögreglunnar á Akranesi og til
kynntum þetta, en mér var skapi
næst að kæra hann bæði fyrir
innbrot og þjófnað. Lögreglan tók
þessu hins vegar á afar léttvægan
hátt og sagði orðrétt að þetta
væri ekki maður sem við þyrft
um að hræðast, hann væri bæði
meinlaus og misskilinn og myndi
aldrei þora að gera flugu mein.
Okkur var jafnframt tilkynnt að
vegna nýrra persónuverndarlaga
væri það á mjög gráu svæði að
setja upp öryggismyndavélar í
von um að góma hann, en við
gætum vissulega reynt að leggja
fyrir hann gildru. Í framhaldi
af því ættum við allan rétt á að
skipta um skrá á útidyrahurðinni,
á okkar kostnað.“
Skiptu um skrá
„Við byrjuðum á því að leggja fyrir
hann gildru og fórum að heiman
í nokkra klukkutíma,“ segir kon
an. „Þegar við komum til baka
var fullljóst að hann hafi reynt að
komast inn, án árangurs. Þar sem
lögreglan vildi ekkert gera og okk
ur óheimilt að setja upp mynda
vélar vegna persónuverndar
ákvað ég að testa hann. Ég stakk
sem sé tannstöngli í skráargatið,
þegar ég kom heim var aug
ljóst að hann hafi reynt að ham
ast á hurðinni og greinilega meitt
sig því það var blóð í kringum
hurðarhúninn. Daginn eftir skipt
um við um skrá. Maðurinn minn
sendi honum smáskilaboð þar
sem hann gerði honum þetta ljóst
og það er skemmst frá því að segja
að maðurinn brást illa við. Hann
varð með öðrum orðum alveg
brjálaður og sagði okkur engan
rétt hafa til að gera svona lagað.
Þarna var orðið mjög stutt í flutn
inga og við ákváðum að heyra í
föður mannsins sem hafði reynst
okkur vel. Hann var skiljanlega
miður sín yfir því sem við höfðum
að segja og sagðist ætla að ræða
við son sinn í rólegheitum. Hann
sýndi því sömuleiðis fullan skiln
ing að við hefðum þurft að bregð
ast svona við og hét því að þaðan
í frá færu öll okkar samskipti fram
í gegnum hann en ekki mann
inn. Þegar kom að því að taka út
íbúðina ákváðum við að ég yrði
ekki viðstödd, en ég var á þessum
tíma farin að þróa með mér mik
inn kvíða gagnvart manninum og
vildi alls ekki eiga á hættu að rek
ast á hann vegna atburðanna á
undan. Það kom líka á daginn að
maðurinn mætti ásamt föður sín
um og þráspurði hvers vegna við
hefðum skipt um skrá á hurðinni.
Maðurinn minn svaraði honum
sem satt var að við vissum fyr
ir víst að hann hefði síendurtek
ið brotist inn á heimilið okkar
og rænt bæði nærfötum mínum
sem og mat úr ísskápnum okk
ar. Hann þvertók auðvitað fyrir
allt saman og öskraði á mann
inn minn og sagðist krefjast þess
að fá að vita nöfn þeirra nágranna
sem hefðu borið þessar lygasög
ur á hann. Maðurinn minn hélt
ró sinni allan tímann og bað um
að þetta yrði rætt með skynsam
legum hætti, en þá rauk maður
inn út úr íbúðinni. Pabbinn stóð
þá löturhægt á fætur og viður
kenndi að hann hafi ekki náð að
ræða þessar ásakanir við son sinn
og sömuleiðis gleymt að minnast
á það við manninn minn að ræða
þetta ekki við soninn. Í kjölfarið
var maðurinn vistaður inn á geð
deild. Að sögn föðurins tók mað
urinn þessum ásökunum afar
illa, hann ítrekaði þó að við hefð
um reynst yndislegir leigjendur
og bað okkur innilega að afsaka
hegðun sonar síns og öllu því sem
gengið hefði á.“
Auglýsir enn íbúðina til leigu
Konan hætti fljótlega í vinnu
sinni og fór á atvinnuleysisbætur
en til þess að fá þær í gegn þurfti
hún að sinna viðveru á sama stað
og fólk sem þarf að mæta í endur
hæfingu. Umræddur maður var
þar að bíða eftir úrskurði um var
anlega örorku. Þegar nær dró fyr
irhuguðum flutningum á Selfoss
hætti maðurinn skyndilega að
mæta í endurhæfinguna og fann
sér vinnu á Selfossi, þar sem hann
bjó ýmist á gistiheimili eða í hús
bíl. Þetta þótti parinu vægast sagt
ólíkleg tilviljun.
„Við ræddum við föður hans
hvað okkur þætti þetta furðu
leg tilviljun. Ég gleymi aldrei
svipnum sem kom á föðurinn og
orðunum sem hann lét út úr sér:
„Ég vona að þetta sé búið núna
og hann láti ykkur alveg vera.“
Við sáum hann engu að síður oft
á tjaldsvæðinu á Selfossi en hann
þekkti bílinn okkar og maðurinn
minn var harður á því að ég væri
aldrei ein. Við fluttum svo af landi
brott í ágúst, en þá hafði mað
urinn reynt að hringja í mig án
árangurs. Sem fyrrverandi íbúi á
Akranesi hafði ég auðvitað heyrt
af máli Ölmu en trúði ekki hversu
gróft þetta var hjá henni. Ég vona
að frásögn mín styrki sögu henn
ar því hún hefur vissulega þurft
að kljást við hann lengst og verst.
En ég fæ bara sting í hjartað við
að sjá að hann sé enn að auglýsa
íbúðina sína til leigu á Akranesi.
Ég, rétt eins og hún, flutti af landi
brott til að komast burtu, því
hann var bókstaflega alls staðar
þar sem ég var.“
Vissi ekki að hann væri að
áreita fleiri
Sjálf lýsir Alma innlögn mannsins
inn á geðdeild sem um ræðir hér
að framan með öðrum hætti.
„Hann er búinn að kenna okk
ur báðum um sama taugaáfallið.
Ég hafði ekki hugmynd um að
það væru aðrar að lenda í þessu
svona alvarlega, en það er engin
vorkunn eftir. Ég er svo reið að
þetta skuli viðgangast. Ég setti
sem dæmi aðvörun inn á Face
booksíðu Akraness þar sem ég
vara fólk við að leigja af þess
um manni en færslunni minni
var eytt. Það er enn fólk þarna
sem þaggar svona áreitni niður
af hreinni meðvirkni við snaróð
an mann. Mér þykir leitt að hafa
hrósað lögreglunni í viðtalinu
síðast, því hún tekur augljóslega
ekki mark á alvarleika málsins.
Ég tel mig þekkja lögin nokkuð
vel eftir allan þennan tíma en það
að þessi kona hafi engan rétt til
að verja sig og börnin sín er gjör
samlega galið. Það tók mig fimm
ár bara að fá lögregluna á Akra
nesi til að taka mark á mér. Það
þarf að stöðva þennan mann því
þetta endar annars bara á einn
veg og það er hræðilegt að hugsa
til þess.“ n
„Ég tók eftir því
að nærfötin mín
hurfu hægt og rólega úr
nærfataskúffunni
ALRÆMDUR
ELTIHRELLIR
Á AKRANESI
n Fleiri konur stíga fram n Braust inn og stal nærfötum
n Léttvæg viðbrögð lögreglu n Hafa báðar flúið land