Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Page 26
26 PRESSAN 18. október 2019
„Þetta eru hræætur
glæpaheimsins“
n Sérstaklega gróft myndefni af barnaníði gengur kaupum og sölum
n Stóru hulduneti lokað í Suður-Kóreu
H
undruð einstaklinga hafa
verið handteknir í al-
þjóðlegri lögregluaðgerð
vegna huldunets (e. Dark
web) þar sem hægt var að kaupa
og selja myndbönd af barna-
níði. Vefurinn var hýstur í Suður-
Kóreu en yfirvöld í Bandaríkjun-
um, Bretlandi og Suður-Kóreu
segja vefinn þann stærsta sinnar
tegundar sem lögregla hefur
komist á snoðir um.
Vefurinn hét Welcome To
Video og var rafmyntin bitcoin
notuð til að selja aðgang að 250
þúsund myndböndum af barn-
aníði. Lögregluyfirvöld segja að
myndefnið hafi verið afar gróft,
en á þessu hulduneti var sér-
staklega tekið fram að ekki mætti
hlaða upp klámefni þar sem full-
orðnir eru í aðalhlutverki. Það er
því ljóst að vefurinn var eingöngu
ætlaður fyrir myndefni af barna-
níði og ofbeldi gegn börnum.
„Huldunet sem hagnast á kyn-
ferðislegu ofbeldi gegn börnum
eru meðal viðbjóðslegustu og
vítaverðustu glæpanna,“ segir
bandaríski saksóknarinn Brian
Benczkowski í samtali við The
Guardian.
Rafmyntin þvættuð
Lögregluyfirvöld hafa bjargað
að minnsta kosti 23 brotaþol-
um undir lögaldri í Bandaríkjun-
um, Bretlandi og Spáni sem voru
ítrekað beittir kynferðislegu of-
beldi af kaupendum á síðunni.
Ekki er búið að bera kennsl á
mörg börnin í myndböndunum.
Samkvæmt glæpastofnun
Bretlands er myndefnið á
Welcome To Video táknmynd um
að barnaníð á netinu sé að verða
alvarlegra og grófara og að starf-
semin sé orðin stærri og flóknari
en áður. Búið er að handtaka
manninn á bak við síðuna, hinn
suðurkóreska Jong Woo Son,
sem er 23 ára. Búið er að ákæra
337 notendur síðunnar í tólf mis-
munandi löndum. Jong afplánar
nú þegar átján mánaða fangels-
isdóm í Suður-Kóreu en einnig er
búið að kæra hann í Bandaríkjun-
um. Margir af notendum hafa nú
þegar verið dæmdir í fangelsi og
er þyngsti dómurinn fimmtán ár.
Welcome To Video er fyrsta
vefsíðan til að selja myndbönd
af barnaníði með því að nota
bitcoin, en rafmyntin gerir not-
endum kleift að fela auðkenni sitt
í peningaviðskiptum. Vefurinn
virkaði þannig að notendur gátu
skipt rafmyntinni fyrir stig, sem
þeir eyddu síðan í að hlaða niður
myndefni eða kaupa sér aðgang
að sérstökum VIP-aðgangi. Þá var
hægt að vinna sér inn stig með því
að hlaða inn á síðuna myndefni af
barnaníði. Talið er að forsprakki
síðunnar hafi þénað það sem
samsvarar 370 þúsund dollurum
í rafmynt áður en síðan var tek-
in niður í mars á seinasta ári. Þá
er talið að rafmyntin hafi verið
þvættuð í gegnum ónefndan raf-
myntabanka.
„Þetta eru hræætur glæpa-
heimsins,“ segir Don Fort, yfir-
maður glæparannsókna hjá skatt-
yfirvöldum í Bandaríkjunum. Það
voru skattyfirvöld sem áttu frum-
kvæði að rannsókninni á starf-
semi Welcome To Video. Don
segir að rannsókn hafi farið af
stað eftir ábendingu frá ónefnd-
um einstaklingi. Glæpastofnun
Bretlands segist hins vegar
hafa komist á snoðir um vefsíð-
una þegar rannsókn á breskum
manni stóð sem hæst í október
árið 2017. Sá var sakfelldur fyrir
að kúga fleiri en fimmtíu manns,
þar á meðal táninga, til að senda
honum myndir sem hann deildi á
netinu.
„Við höfum ekki verið að sinna
þessu“
Þessar fréttir koma í kjölfar frétta
um rannsókn á vefsíðu þar sem
hægt var að panta sér barnaníðs-
brot á netinu. Sú rannsókn teygir
anga sína til Íslands en síðustu
fimm árin hefur lögreglan í Dan-
mörku rannsakað 25 mál sem
fjalla um kaup á barnaníði í gegn-
um netið. Sjö Danir hafa verið
dæmdir fyrir brotin, þar af fimm
á síðasta ári. Vefsíðurnar virka
þannig að notendur geta pantað
brot á börnum í gegnum netið og
brotinu síðan streymt um leið og
það gerist.
Rætt var við Karl Steinar Vals-
son, yfirlögregluþjón hjá mið-
lægri rannsóknardeild lög-
reglunnar, í kvöldfréttum
Stöðvar 2 fyrir stuttu en hann seg-
ir lögregluna líta á þessi brot mjög
alvarlegum augum.
„Þú getur óskað eftir tilteknu
broti og selt aðgang að því. Þessu
er streymt í gegnum netið á sama
tíma og þetta á sér stað.“
Flestir mannanna sem panta
brotin búa í Evrópu, en flest
börnin sem brotið er á búa í Asíu.
Lögreglan hér á landi rannsakar
núna hvort einhverjir Íslendingar
hafi gerst sekir um þessi brot.
„Við höfum fengið ábendingar
frá erlendum aðilum um að Ís-
lendingar séu að tengjast inn
í margs konar brot sem eru á
netinu. Þannig að það er ástæðan
fyrir því að við viljum stíga meira
inn í þessa rannsókn,“ sagði Karl
Steinar á Stöð 2.
Líkt og á suðurkóreska vefnum
eru brotin sögð sérstaklega gróf
enda geta þeir sem panta brotin
falið sig á bak við tölvuskjá í tug-
þúsunda kílómetra fjarlægð frá
barninu sem verið er að brjóta á.
Karl Steinar sagði lögregluna ekki
hafa horft á þessi mál nægilega
alvarlegum augum.
„Við höfum ekki verið að sinna
þessu og ekki horft á þetta nægi-
lega alvarlega augum. En við höf-
um áhuga á að breyta því.“ n
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is
„Huldunet
sem
hagnast á kyn-
ferðislegu of-
beldi gegn börn-
um eru meðal
viðbjóðslegustu
og vítaverðustu
glæpanna
Rannsókn í Danmörku Flest
börnin sem brotið er á búa í Asíu.
Lokað Mikill áfangi er að
loka Welcome To Video.