Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 18.10.2019, Side 45
TÍMAVÉLIN 4518. október 2019 Allir hjálpuðust að Fréttir af eldgosinu voru fljótar að berast um allt land og þegar Eyja­ menn fóru að skila sér til Þorláks­ hafnar þá biðu þeirra hjálpfús­ ar hendur sem tóku á móti þeim og þeim var ekið til Reykjavíkur. Jón Guðmundsson, yfirlögreglu­ þjónn á Selfossi á þeim tíma, sagði í samtali við fjölmiðla að „Vestmannaeyingarnir sýndu að­ dáunarvert rólyndi og ekki sköp­ uðust nein vandræði þegar kom­ ið var að bryggjunni. Þar voru líka margir til að taka á móti þeim, all­ ir hjálpuðust að og lögðust á eitt svo þetta gæti gengið sem hrað­ ast fyrir sig.“ Þegar til Reykjavíkur kom þá fengu Eyjamenn sem ekki fengu inn hjá venslafólki, athvarf í skólum og hótelum. Almannavarnir voru ræstar út um nóttina og sáu um að koma skipulagi á fólksflutninga. Þetta var stærsta verkefni sem stofnun­ in hafði tekist á við og fékk hún í kjölfarið mikið hól fyrir hvern­ ig tókst til. Strax um nóttina voru ræstir út skipstjórar, skólastjórar, hópferðabílstjórar og margir fleiri til að undirbúa móttöku flótta­ fólksins frá Eyjum. Samstaða Ís­ lendinga var mikil. Margir buðu fram aðstoð sína og einnig barst mikill stuðningur frá fyrirtækjum og verslunum. Nágrannar til aðstoðar Eldgosið var fljótt að spyrjast út fyrir landsteinana og vakti mikla athygli og samkennd meðal ná­ grannaþjóða sem lýstu yfir vilja sínum til að veita aðstoð. Erlendir fréttamenn flykktust út í Heimaey til að flytja fréttir af hörmungun­ um og allra augu voru á Vest­ mannaeyjum. Norðmenn buðu til dæmis um þúsund Eyjamönnum til sum­ ardvalar í Noregi, boð sem hafði upphaflega aðeins verið til skóla­ barna úr Eyjum. Norðurlanda­ þjóðir lögðu líka töluvert fé inn í Viðlagasjóð, 1.500 milljónir, sem var ætlað að hjálpa Eyjamönnum að koma undir sig fótunum aft­ ur en einnig til að bjarga því sem bjarga mátti í Heimaey. Banda­ ríkjamenn veittu ómælda aðstoð meðal annars í formi dælubún­ aðar sem er talinn hafa bjargað miðbæ Vestmannaeyja og höfn­ inni frá hrauninu, en gífurlegu magni af sjó var dælt á hraunið til að stöðva framgang þess. Talið er að um 1.200 lítrum af vatni hafi verið dælt á sekúndu þegar mest var og að alls hafi sex milljón rúmmetrum af sjó verið dælt yfir hraunið. Mitt hús fer í eldinn í nótt Þótt Eyjamenn hefðu flestir flúið í land var þó ærið starf eftir að vinna í Eyjum. Enginn vissi hvenær gosinu lyki eða hvaða af­ leiðingar það kynni að hafa að endingu. Eyjamönnum var því mikið í mun að komast aftur út í Heimaey til að bjarga eigum sín­ um. „Nú finnur maður vel, hve maður er lítils megnugur, og það þýðir lítið að mótmæla. Lítið þýddi nú að ganga um í kröfugöngum með mótmæla­ spjöld,“ sagði Guðjón Pétursson, en blaðamaður Morgunblaðsins náði tali af honum þann 24. janúar þar sem hann var að bjarga eigum úr húsi sínu. Aðeins skammt undan stóðu tvö hús ljósum logum. „Það fólk sem sést á ferli í Vest­ mannaeyjum nú, er allt í sömu erindum. Menn eru á ferð með búslóðir á bílum, að vinna við lestun á fiski eða taka veiðarfæri um borð í báta. Næstum enginn sést ganga um iðjulaus. Senni­ lega hafa síðustu íbúarnir horfið á braut með Herjólfi og Heklu og fáir bæst við í dag. Allir eru önn­ um kafnir og flestir dauðuppgefn­ ir, hafa vakað nótt og dag við að ganga frá íbúðum og losa þær. En ekkert lát er á gosinu. Yfir bæinn ber rauðan bjarma og alls stað­ ar frá má sjá rauðar slettur bera við himin og mökkinn leita hátt í loft upp,“ skrifaði Elín Pálmadótt­ ir, fréttaritari Morgunblaðsins í Heimaey, þann 26. janúar. „Mitt hús fer í eldinn í nótt, sagði ung­ ur Eyjamaður, Sigurður Sigurðs­ son, er Elín náði tali af honum þar sem hann var að rýma hús móður sinnar. „Ég flutti í það nýtt 1971 og var rétt að losna úr mest­ um skuldunum.“ Skip sigldu fram og og til baka nánast viðstöðulaust og fluttu búslóðir og bifreiðar til Þorláks­ hafnar. Eyjamenn þurftu sérstakt leyfi Almannavarna til að fara til Eyja og myndaðist smá örtröð í Þorlákshöfn þar sem heimilis­ feður biðu í röðum í von um að komast aftur til Heimaeyjar að bjarga aleigunni. Svartur lífvana Sprengisandur Blaðamaður Morgunblaðsins, Óli Tynes, ritaði fréttir frá Heima­ ey meðan á hörmungunum stóð og þann 27. janúar birti hann eftir farandi lýsingu á ástandinu: „Að líta yfir Vestmannaeyjar utan byggða núna er eins og að horfa yfir svartan lífvana Sprengisandinn. Vestmannaeyjar hafa alltaf haft á sér „klettayfirbragð“ en grænu skellurnar, sem þar voru inni í milli eru horfnar og sortinn gefur eyjunum dapran blæ. Grænn kollur Heimakletts er nú svartur. Herjólfsdalur neðri hliðar Helgafells, tún, garð­ ar, tré, allt er svart.“ Óli sagði að það væri þungt yfir mönnum þar sem þeir stóðu á bryggjunni að bera búslóðir í skip. „Það voru sagðir kaldranalegir brandar­ ar, en menn hlógu ekki, heldur brostu kaldranalega. Það var ekk­ ert fyndið við það sem var að ger­ ast, en fjandinn hafi það að Eyja­ menn létu það svipta sig málinu.“ Óli og fleiri blaðamenn voru fengnir til að aðstoða við björg­ unarstörf, við þá aðstoð birt­ ist blaðamönnum skýrt sú staða sem nú blasti við Eyjamönnum. „Nú stóðum við þögul og hikuð­ um við að slökkva. Við stóðum í miðri stofunni og horfðum á það sem fáum klukkustundum áður hafði verið snyrtilegt og smekk­ legt heimili ungra hjóna. Sem nokkrum dögum áður hafði verið örugg framtíðarhöfn. En sem átti kannski innan nokkurra klukku­ stunda að vera rjúkandi rúst sem ekki einu sinni sást undir hraun­ inu. Svo hertum við okkur upp og slökktum. Kannski var það á því augnabliki, þegar við ókum frá myrkvuðu húsinu, sem við skild­ um raunverulega hvað í húfi er fyrir fólkið sem býr þarna.“ Hlýlegar móttökur nærsamfélagsins Heilt samfélag hafði verið rifið upp með rótum. Þó svo hundruð manna ynnu baki brotnu við björgunarstarf í Eyjum þá þurfti einnig að sjá um þá Vest­ manneyinga sem voru nú heimil­ islausir í landi. Íslenskt samfélag stóðst þá þolraun að endingu. En tíminn þar til varanlegt húsnæði fékkst reyndist sumum Eyja­ mönnum erfiður og voru sumir kallaðir þurfalingar vegna bágrar stöðu þeirra. Í ávarpi þáverandi forsætisráð­ herra, Ólafs Jóhannessonar, sagði: „Hér eiga Vestmanneyingar auð­ vitað um sárast að binda. En öll þjóðin finnur til með þeim. Er víst að hér hefur verið snertur hjarta­ strengur hvers einasta Íslendings. Hér er óneitanlega um að ræða stórkostlegt áfall þjóðarinnar allrar.“ Margar fjölskyldur höfðu sundrast við flóttann og við tók vandasamt verk að koma Eyja­ mönnum fyrir þar til þeir gætu snúið aftur til síns heima. Gekk það vonum framar. Auðvelt var fyrir Eyjamenn að komast í vinnu, og útgerðir, sem voru stór hluti starfsemi þeirrar sem var í Vest­ mannaeyjum, var fundinn stað­ ur í landi til að koma í veg fyrir stórfellt efnahagstjón. En einnig þurfti þó að koma börnum í skóla, og finna varanleg húsnæðis­ úrræði þar sem ekki gekk að Eyja­ menn byggju allir inni á öðrum. Viðlagasjóði var komið á fót til að takast á við húsnæðismálin. Hús voru keypt að utan og strax í lok febrúar, rétt rúmum mánuði eftir að gosið hófst, höfðu á níunda hundrað fjölskyldna sótt um bú­ setu í Viðlagasjóðshúsum. Ríkisútvarpið hóf útsendingu á sérstökum útvarpsþætti fyrir Vestmanneyinga, Eyjapistli, í febrúar. Eyjamenn voru hvattir til að senda inn pistla og auglýsa eftir týndum eigum, vinum og ættingjum. Eyjamenn, dreifðir um landið allt, hlustuðu á þáttinn sem tímabundið stytti fjarlægð­ ina á milli þeirra. Ekki allir sneru til baka Goslokum var formlega lýst yfir þann 3. júlí 1973, um fimm mánuðum eftir að það hófst. 417 eignir fóru undir hraun og aðrar 400 skemmdust að hluta eða fullu. Fyrir gosið bjuggu um 5.300 manns í Eyjum, en í dag búa þar aðeins um 4.200. Ástæður þessa eru líklega margar. Mörgum var mikið brugðið við hamfarirnar og höfðu ekki lyst á að snúa aftur á þennan ógnvekjandi stað. Aðrir höfðu á þessum fimm mánuð­ um komið sér vel fyrir á megin­ landinu, komnir í vinnu og varan­ legt húsnæði. Það má því segja að Eyjar hafi ekki enn náð sér að fullu eftir ósköpin. Saga eldgossins í Heimaey er bæði harmþrungin og ljúfsár. Henni verða ekki gerð skil í jafn fáum orðum og í grein þessari. Söguna er þó gott að rifja reglulega upp og minnast þess að lífið getur breyst á svipstundu og þegar slíkt á sér stað, er mikilvægt að eiga góða að. n Sjó dælt á Hraunið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.