Fréttablaðið - 10.10.2015, Qupperneq 2
Veður
Útlit fyrir fallegt haustveður í dag,
hægur vindur, svalt í veðri og góðar
líkur á sól fyrir norðan. Hvessir hægt
með suðurströndinni seint í kvöld og
byrjar að rigna. Hiti 2 til 8 stig, en víða
næturfrost. Sjá Síðu 54
Tenerife
21.október í 20 nætur
Verð frá 188.900 kr.
og 12.500 Vildarpunktar
Á mann m.v. 2 fullorðna í íbúð á Los Alisios.
Verð án Vildarpunkta 198.900 kr.
Flugsæti fram og tilbaka: 69.900 kr. / 79.900 kr.
VITA - Skógarhlíð 12 - Sími 570 4444Flogið með Icelandair
Skólamál „Það er jafn mikið jafn-
réttismál að fjölga karlkyns leik-
skólakennurum og að fjölga konum
í stjórnum fjármálafyrirtækja,“ segir
Haraldur Freyr Gíslason, formaður
Félags leikskólakennara.
Aðeins eitt prósent leikskóla-
kennara á Íslandi er karlar. Á
morgunverðarfundi um málið í gær
sagðist Dagur B. Eggertsson borgar-
stjóri tilbúinn að huga að aðgerðum
í samvinnu við Félag leikskólakenn-
ara.
„Þetta snýst um góðar fyrirmyndir
og að hvetja karlmenn til að gera
starf með börnum að ævistarfi,“
sagði Dagur. – ebg
Of fáir karlar á
leikskólunum
Mótmæltu við Stjórnarráðið Hundruð félagsmanna SFR mættu fyrir utan Stjórnarráðið í gærmorgun og vöktu athygli stjórnvalda á kjaradeilu sinni
við ríkið. Forsvarsmenn Landssambands lögreglumanna, SFR og Sjúkraliðafélags Íslands afhentu Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra
yfirlýsingu félaganna þar sem nýrra kjarasamninga er krafist. Fréttablaðið/SteFán
Kröfðust nýrra samninga
Samfélag „Þetta þýðir að þeir
aðstandendur sem leita til okkar
vegna útfara eiga á hættu að geta ekki
nýtt sér þá aðstöðu sem er í boði,“
segir Bjarni Jónsson, framkvæmda-
stjóri Siðmenntar.
Fossvogskirkju var lokað þann 5.
október síðastliðinn og verður hún
lokuð út nóvember. Ástæða þess er
að orgel kirkjunnar hefur verið tekið
til gagngerra lagfæringa.
Fossvogskirkja hefur hingað til
verið eina kirkja þjóðkirkjunnar sem
leyfilegt er að nota undir athafnir
annarra trú- og lífsskoðanafélaga.
Þetta þýðir að önnur félög en þjóð-
kirkjan hafa í engin hús að venda með
útfarir fyrr en í lok nóvember.
Bjarni segir þetta þegar bitna á
útförum á vegum Siðmenntar. „Það
er ein útför í næstu viku sem er enn
ekki búið að fá niðurstöðu um hvar
verður,“ segir hann.
Að sögn Bjarna eru sterkar hefðir
á bak við útfarir, jafnvel þótt þær séu
veraldlegar, og aðstandendur vilji
gjarnan nýta kirkjurými eða kirkjur
í sínum nærsamfélögum.
Siðmennt sendi alþingismönnum
bréf í haust þar sem farið var fram á að
útvegað yrði húsnæði sem væri óháð
trúarbrögðum til að trúar- og lífsskoð-
anafélög geti stundað sínar athafnir á
hlutlausum vettvangi.
„Við sendum innanríkisráðherra
bréf þegar við fréttum af þessari lokun
þar sem við óskuðum eftir því að fá
niðurstöðu í það mál því það er ekki
hægt að búa áfram við svona ástand,“
segir Bjarni. Siðmennt hefur ekki
fengið nein viðbrögð við erindi sínu.
Bjarni segir það aðkallandi að hægt
verði að bjóða upp á hlutlaust rými
því aðsókn í veraldlegar athafnir hafi
aukist mikið á milli ára. „Giftingar
2014 voru 56 og eru komin yfir 112
það sem af er ári. Sem sagt hundrað
prósenta aukning,“ útskýrir hann.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Sið-
mennt hefur verið úthýst. Árið 2012
var félaginu meinað að halda utan
um útför í Neskirkju. „Það kom mjög
flatt upp á aðstandendur af því að
þeir voru bara að leita að húsnæði.
En þeim var úthýst þarna vegna þess
að við vorum fengin til að sjá um
athöfnina.“
Í samþykktum kirkjuþings kemur
fram að kirkjurými þjóðkirkjunnar
megi ekki nota undir aðrar athafnir
en á vegum kristinna safnaða. „Það
stendur í þessum samþykktum að
það megi ekki fara fram veraldlegar
athafnir í kirkju,“ segir Bjarni Jónsson.
stefanrafn@frettabladid.is
Lokun Fossvogskirkju
kemur ókristnum illa
Fossvogskirkja er eina kirkjan sem trú- og lífsskoðanafélög utan kristilegra
safnaða hafa aðgang að fyrir útfarir. Kirkjan verður lokuð út nóvember vegna
viðgerðar. Siðmennt vill hlutlaust hús með tilliti til trúar fyrir ýmsar athafnir.
bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Siðmenntar, segir lokun Fossvogskirkju vegna
viðgerða bitna á félögum Siðmenntar sem eiga þá í fá hús að venda með útfarir.
Fréttablaðið/SteFán
faSteignir Nefnd um endurskoðun
á byggingarreglugerð stefnir að því
að kynna tillögur sínar í nóvember.
Þetta staðfestir Hafsteinn Pálsson,
formaður nefndarinnar. „Við erum
í miðri á,“ segir Hafsteinn.
Nefndin skoðar möguleika á
einföldun regluverks á sviði skipu-
lags- og byggingamála. Markmiðið
er að stuðla að sem hagkvæmustum
aðferðum við húsnæðisbyggingar til
að lækka kostnað. „Við erum búin
að funda nokkrum sinnum og þurf-
um að funda nokkrum sinnum í við-
bót og væntum þess að geta komið
fram með einhverjar tillögur í nóv-
ember,“ segir Hafsteinn. – sg
Breytt reglugerð
er í miðri ánni
Það er ein
útför í næstu viku
sem er enn ekki
búið að fá niður-
stöðu um hvar
verður.
DómSmál Hreiðar Már Sigurðsson,
fyrrverandi forstjóri Kaupþings,
Magnús Guðmundsson, fyrrverandi
forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, og
Skúli Þorvaldsson, eigandi félagsins
Marple Holding og einn af stærstu
viðskiptavinum Kaupþings fyrir hrun,
voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær
dæmdir til refsingar í Marple-málinu.
Guðný Arna Sveinsdóttir, fyrr-
verandi fjármálastjóri Kaupþings,
var sýknuð af kröfum ákæruvaldsins.
Hreiðar var dæmdur í sex mánaða
fangelsi, Magnús í 18 mánaða fangelsi
og Skúli í sex mánaða fangelsi.
Dómurinn er sá þriðji sem Hreiðar
Már hlýtur fyrir efnahagsbrot á þessu
ári. Hann var sakfelldur af Hæsta-
rétti í Al-Thani málinu í febrúar og
fékk fimm og hálfs árs fangelsisdóm.
Þá var hann sakfelldur í Héraðsdómi
Reykjavíkur í markaðsmisnotkunar-
máli Kaupþings í júní.
Magnús var einnig sak-
felldur í Al-Thani
málinu. - ngy
Þriðji dómur
Hreiðars Más
Hreiðar Már
Sigurðsson
1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 5 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð