Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 8
PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is 10 ára PLUSMINUS OPTIC fagnar 10 ára afmæli í október Þökkum okkar fjölmörgu viðskiptavinum samstarfið og minnum á afsláttinn sem þeir njóta Tökum vel á móti og bjóðum nýjum viðskiptavinum 20% afslátt í október Náttúra Landgræðsla ríkisins og bændur hafa á síðustu árum grætt upp tugi þúsunda hektara lands í eigu bænda í gegnum samvinnu- verkefni sem kallast „Bændur græða landið“. Verkefnið hefur verið starfrækt frá árinu 1990 og hefur 18.500 tonnum af áburði verið dreift á eignarlönd bænda auk 188 tonna af grasfræjum. Formaður Bændasamtakanna segir það skipta miklu máli að halda þessu samstarfi áfram. „Tilhögun verkefnisins er sú að Landgræðslan greiðir um 85 pró- sent af verði áburðarins og lætur af hendi landgræðslufræ bændum að kostnaðarlausu,“ segir Sunna Áskelsdóttir, sem annast verkefnið fyrir hönd Landgræðslunnar. „Bændur greiða það sem upp á vantar og sjá um að dreifa áburði og sá. Á þennan hátt hefur mikið af landi verið grætt upp og land- eyðing verið stöðvuð. Ásýnd lands hefur batnað og búsetuskilyrði fyrir bændur batnað þar sem heilmikið hefur bæst við beitiland.“ Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna, segir verkefnið vera gífurlega mikilvægt fyrir land- græðslu í víðum skilningi og verk- efnið sem slíkt hafi gengið mjög vel. Samvinna Landgræðslunnar og bænda hafi verið mjög góð og heilla- vænleg síðasta aldarfjórðunginn. „Heilt yfir hefur þetta verkefni gengið mjög vel og bændur almennt eru ánægðir og jákvæðir í garð þessa verkefnis. Þetta sýnir að bændur sem vörslumenn landsins sýna ábyrgð í landnýtingu sinni. Það sést best á umfangi verkefnisins. Bændur eru langveigamestu aðilarnir í land- græðslu á Íslandi,“ segir Sindri. Skilyrði fyrir þátttöku eru þau að land sé lítið gróið eða ógróið og beitarálag hóflegt. Landgræðslan leiðbeinir með uppgræðsluaðferðir. Sunna segir bæði bændur og land- græðsluna hafa öðlast þekkingu með samstarfinu. „Skilningur bænda á landnotkun og landgræðslu hefur aukist en ekki síður hefur bæst verulega í þekk- ingarbrunn Landgræðslunnar,“ segir Sunna. Oft hefur verið í umræðunni að bændur beiti fé á illa farið land. Sindri segir þá tíma liðna. „Þegar menn slá þessu fram eru það þrjátíu ára fréttir. Bændur vilja vera með sjálfbæra landnýtingu og þá er mikilvægt að hlúa að því landi sem þarfnast uppgræðslu. Þetta var ekkert endilega í lagi hér áður en hugsun bænda er algjörlega breytt og samkvæmt rannsókn er land í framför á Íslandi. Bændur eru með- vitaðir um þetta og þátttaka þeirra í verkefninu sýnir að þeir leggja mikið upp úr því að sýna ábyrgð,“ segir Sindri Sigurgeirsson. sveinn@frettabladid.is Mikill árangur í samstarfi við bændur Samvinnuverkefnið „Bændur græða landið“ hefur verið starfrækt síðan 1990. Tugir þúsunda hektara hafa verið ræktaðir upp af heima- löndum bænda sem eru ánægðir með útkomuna. Formaður Bændasamtakanna segir bændur veigamesta í uppgræðslu lands. Tæplega 20 þúsund tonnum af áburði hefur verið dreift á lönd bænda og tugir þúsunda hektara hafa breyst úr ógrónum melum í gróið land. Fréttablaðið/Rósa Sindri Sigurgeirsson, formaður Bænda- samtakanna Sunna Áskelsdóttir, sérfræðingur hjá Landgræðslunni Gríðarlegt magn áburðar tugir þúsunda hektara hafa verið græddir upp af eignarlöndum bænda í gegnum landgræðslu- verkefnið. Bændur leggja til tæki og vinnu en Landgræðslan megnið af fræjum og áburði. 516 bændur hafa tekið þátt í verk- efninu „Bændur græða landið“ að meðaltali á hverju ári frá því 1997. 18.645 tonn af áburði frá Land- græðslunni hafa verið borin á eignarlönd bænda á tímabilinu 1997-2014. 188 tonnum af grasfræjum frá Landgræðslunni hefur verið sáð á eignarlönd bænda á tímabilinu 1997-2014. Hefur gengið mjög vel Oddný Steina Valsdóttir, varaformaður Landssamtaka sauðfjárbænda, hefur tekið þátt í landgræðsluverkefninu í tíu ár. Hún segir greinilegan mun á landinu. „Við erum með um eitt hundrað hektara í verkefninu og árangurinn er ágætur. Einnig höfum við girt aðra þrjátíu hektara utan við verk- efnið þar sem markmiðið er að búa til ágætis beitarhólf þar sem áður var snauður melur,“ segir Oddný sem kveður verkefnið hafa skilað gríðarmiklum árangri á mörgum stöðum. „Ég held að samvinnan hafi skilað sér í auknum áhuga bænda á landgræðslu sem og að við sjáum árangur víða. Bæði hefur þekking bænda aukist sem og að sú þekking sem fyrir er á landinu nýtist í starfið.“ 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b L a ð i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.