Fréttablaðið - 10.10.2015, Síða 16

Fréttablaðið - 10.10.2015, Síða 16
Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Reykjavíkurborg Umhverfis- og skipulagssvið Fyrir hverja er miðborgin? H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Miðborg Reykjavíkur er allt í senn, miðborg menningar, veitinga, verslunar, mannlífs og hún er einnig hverfi og heimkynni íbúa og vinsæll áfangastaður ferðamanna. Í blandaðri miðborgar- byggð þurfa allir að lifa í sátt og samlyndi. Gestir fundarins, Guðrún Jóhannesdóttir verslunarmaður í Kokku á Laugaveginum, Magnea Þórey Hjálmarsdóttir framkvæmda- stjóri Icelandair hótela og Jón Kaldal miðborgar- búi og ritstjóri Iceland Magazine ásamt Hjálmari Sveinssyni, ræða um miðborgina frá ýmsum sjónarhólum. Fundirnir eru mjög vel sóttir, bæði af fagfólki og áhugafólki um skipulag og umhverfi borgarinnar enda rætt um málin á mannamáli út frá skemmti- legum sjónarhornum. Allir eru velkomnir og rjúkandi kaffi á könnunni. Ferðamannamiðborgin verður til umræðu í fundarröð sem umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar stendur fyrir ásamt Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs. Næsti fundur er 13. október klukkan 20 á Kjarvalsstöðum á Klambratúni. Bólusetning gegn árlegri inflúensu Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins vill vekja athygli á því að skipulögð bólusetning gegn inflúensu hefst á heilsugæslustöðvum mánudaginn 12. október 2015. Bóluefnið myndar mótefni gegn þremur inflúensuveirustofnum þ.á m. svonefndri svínainflúensu. Hverjum er einkum ráðlagt að láta bólusetja sig?  Öllum sem orðnir eru 60 ára  Öllum, bæði börnum og fullorðnum, sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og öðrum ónæmisbælandi sjúkdómum  Heilbrigðisstarfsmönnum sem daglega annast fólk með aukna áhættu, sbr. ofantalið  Þunguðum konum Þeir sem tilheyra ofangreindum hópum fá bóluefnið sér að kostnaðarlausu en greiða komugjald samkvæmt reglugerð nr. 1182 / 2013 með breytingu nr. 635 / 2014. Fyrirkomulag bólusetningar getur verið mismunandi milli heilsugæslustöðva. Vinsamlegast leitið upplýsinga á vef Heilsugæslunnar www.heilsugaeslan.is, eða hafið samband við hlutaðeigandi heilsugæslustöð. Heilsugæslan Árbæ, Reykjavík s: 585 7800 Heilsugæslan Efra-Breiðholti , Reykjavík s: 513 1550 Heilsugæslan Efstaleiti, Reykjavík s: 585 1800 Heilsugæslan Fjörður, Hafnarfirði s: 540 9400 Heilsugæslan Garðabæ s: 520 1800 Heilsugæslan Glæsibæ, Reykjavík s: 599 1300 Heilsugæslan Grafarvogi, Reykjavík s: 585 7600 Heilsugæslan Hamraborg, Kópavogi s: 594 0500 Heilsugæslan Hlíðum, Reykjavík s: 585 2300 Heilsugæslan Hvammi, Kópavogi s: 594 0400 Heilsugæslan Miðbæ, Reykjavík s: 585 2600 Heilsugæslan Mjódd, Reykjavík s: 513 1500 Heilsugæsla Mosfellsumdæmis s: 510 0700 Heilsugæslan Seltjarnarnesi (Landakoti) s: 513 2100 Heilsugæslan Sólvangi, Hafnarfirði s: 550 2600 Heilsugæslan Lágmúla 4, Reykjavík s: 595 1300 Heilsugæslan Salahverfi, Kópavogi s: 590 3900 Búast má við að bólusetning geti veitt a.m.k. 70% vörn gegn sjúkdómnum auk þess sem hann verður vægari hjá þeim í hópi bólusettra sem veikjast. Þeim sem leita vilja ráðgjafar er bent á sína heilsugæslustöð. Frekari upplýsingar er að finna á vef Heilsugæslunnar, www.heilsugaeslan.is Fræðsluefni um inflúensu má finna á vef Embættis landlæknis, www.landlaeknir.is Reykjavík, 9. október 2015 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Álfabakka 16, 109 Reykjavík sími 585 1300 www.heilsugaeslan.is Danmörk Tólf reyndir blaðamenn, allt saman flóttamenn og flestir nýkomnir til Danmerkur, sáu um að skrifa föstudagsútgáfu danska dagblaðsins Information. Tilgangurinn er sagður vera sá að gefa dönskum lesendum öðru- vísi innsýn í heim flóttafólksins en venjulega birtist í fjölmiðlum. Forsíðufréttin fjallar um afleið- ingar þess í heimalöndum flótta- fólksins að meirihluti þeirra sem flýja til Evrópu eru karlmenn. „Þegar karlkyns flóttamenn streyma til Evrópu, þá sitja kon- urnar eftir í hefðbundnu íslömsku samfélagi,” segir í undirfyrirsögn forsíðugreinarinnar, sem skrifuð er af Lawja Jawad Mohammadi frá Írak. „Það sem veldur helst áhyggjum er að þeir ungu menn sem flýja eru þeir sem trúa á kvenréttindi og jöfn- uð karla og kvenna, en þeir sem eftir sitja í samfélaginu tilheyra hinum hópnum, sem trúir á kúgun kvenna og íslamsvæðingu samfélagsins,“ er haft eftir Zaytoon Kamal frá Kúrda- borginni Erbil í Írak. Ástæða þess að karlarnir flýja frekar en konurnar er sögð vera sú að karlarnir eigi auðveldara með að fara burt. „Konurnar verða ekki eftir í Kúr- distan vegna þess að þær eru ánægð- ar og þakklátar, heldur vegna þess að þær hafa ekki möguleika á því að ferðast,” er haft eftir konu sem býr í Kúrdahéruðum Íraks, Khanim Rahim Latif. Þá er í blaðinu grein sem fjallar um lífið í flóttamannabúðum, þar sem því er lýst að fólki finnist það vera þátttakendur í happdrættisleik. Sá vinnur sem fær hæli. Fyrirsögnin er: „Ég verð svo öfundsjúkur þegar aðrir fá hæli.“ Sex þeirra blaðamanna sem skrifa blað föstudagsins,  eru frá Sýrlandi, tveir frá Afganistan, en hinir frá Sómalíu, Kenía, Taílandi og Kúrdasvæðum Íraks. Þeir fengu aðstoð frá starfsfólkinu á Inform- ation við upplýsingaöflun og þýð- ingar, en réðu efnisvali og fram- setningu. gudsteinn@frettabladid.is Flóttamenn skrifa dagblað Danska dagblaðið Information fékk tólf flóttamenn til þess að skrifa föstudagsútgáfu blaðsins. SýrlanD Bandarísk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta að þjálfa upp og styrkja her uppreisnarmanna í Sýr- landi. Bandaríkjamenn segja lítinn árangur sjáanlegan af þeirri aðstoð, sem þeir hafa veitt uppreisnar- mönnum með ærnum tilkostnaði. Þess í stað er ætlun Bandaríkja- manna að aðstoða uppreisnarsveitir sem þegar hafa sýnt fram á árangur í baráttunni gegn vígasveitum Ísl- amska ríkisins. Þessi stefnubreyting af hálfu Bandaríkjamanna kemur í beinu framhaldi af því að Rússar hófu loftárásir á uppreisnarmenn í Sýr- landi. – gb Bandaríkin hætta að þjálfa uppreisnarmenn Konurnar verða ekki eftir í Kúrdistan vegna þess að þær eru ánægðar og þakklátar. Khanim Rahim Latif, kona í Kúrda­ héruðum Íraks Sýrlenskur uppreisnarmaður býr sig undir að verjast liðsmönnum stjórnarhersins. Fréttablaðið/EPa Þúsundir manna tóku þátt í mótmælum í Kaupmannahöfn í vikunni, þar sem flóttafólk var boðið velkomið. Fréttablaðið/EPa 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 5 l a U G a r D a G U r16 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.