Fréttablaðið - 10.10.2015, Page 18

Fréttablaðið - 10.10.2015, Page 18
ILMANDI KAFFIPÚÐAR FRÁ TE & KAFFI PI PA R \ TB W A • S ÍA Íslenskt fjölskyldufyrirtæki og framleiðsla síðan 1984 Te og Kaffi hafa nú framleitt þrjár vinsælustu kaffitegundir sínar sem kaffipúða. Sérvaldar kaffibaunir sem halda bragðgæðum og ilmi alla leið í bollann þinn, Java Mokka, Espresso Roma og French Roast. NÝ ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA Tæplega sex hundruð manns eru í hópnum Myglusveppaþolendur á Facebook þar sem blaðamaður hefur gert opnar og órekjanlegar kannanir síðustu vikurnar. 50-100 manns hafa svarað hverri könnun. Fjárhagslegt tap 56% hafa tapað nær öllum sínum eignum vegna myglusvepps. Leigusalar fela myglusvepp Þolendur segja frá Mamma tók þetta í sínar hendur og þegar hún sagði stjórnendum leigufélagsins að hún ætlaði í mál var hlegið framan í hana og sagt að félagið hefði her lögmanna á bak við sig. Það er ekki skrýtið að fólk sé hrætt við þennan slag. Sandra Sif Rúnarsdóttir, í skaðabótamáli við leigufélag Ásbrúar Þetta er eins og að lenda í bruna nema án skilnings frá samfélaginu, og án þess að fá tjónið bætt. Guðbjörg Þóra Ingimarsdóttir, fyrrverandi leigjandi í íbúð með myglusvepp Heilsutjón 84% kljást við langtímaafleiðingar myglusvepps. Staðan sem sjúk- lingurinn er settur í er að finnast hann þurfa að sanna veikindi sín og þar sem enn er erfitt að sanna myglusveppa- óþol er þetta næst- um vonlaus staða. Birgitta Braun, myglusveppasjúk- lingur síðustu átta ár 40% eiga ekki afturkvæmt til starfa á sama vinnustað. Heilbrigðismál Síðustu vikur hefur Fréttablaðið fjallað um myglusvepp í húsnæði og alvar­ legar afleiðingar myglunnar. Fólk hefur deilt sögum sínum og allir hafa sömu sögu að segja. Ekkert öryggisnet grípur þolendur myglu­ svepps, engar bætur eru fyrir þá sem tapa öllum sínum eigum eða missa starfið og margir hverjir mæta skilningsleysi hjá heilbrigðis­ kerfinu. Fólk stendur eitt í þessari baráttu. Í vor voru hagsmunasamtökin Gró stofnuð, sem eru samtök um tengsl heilsu við raka og myglu. Fyrir sex dögum byrjuðu sam­ tökin að safna undirskriftum fyrir áskorun um úrræði fyrir þolendur raka og myglu í húsum. Áskorunin verður send til landlæknis og vel­ ferðarráðuneytisins og hafa nú þegar fimm hundruð manns skrifað undir. Vilja kveikja áhuga Sveinlaug Sigurðardóttir er í stjórn samtakanna og segist vonast til að áskorunin verði til þess að farið verði í átak vegna myglusvepps. „Við viljum að það verði hlustað á okkur, að það kvikni áhugi á okkar vandamálum og einhver fari í að skoða og skilja þennan eyði­ leggjandi myglusvepp. Það er hrika­ lega erfitt að standa í þessu einn og bjargarlaus. Við skorum á stjórn­ völd að efla upplýsingu, úrræði og öryggisnet fyrir mjög veikt fólk.“ Sveinlaug segir fyrsta skrefið vera að efla þekkingu og rannsóknir um tengsl myglusvepps og heilsu­ taps. Hún segir Ísland vera eftirbát annarra landa þegar kemur að viðbrögðum heilbrigðiskerfisins og hún veit um marga sem hafa leitað utan til að fá rannsóknir og svör um veikindi sín. Aðrir senda sjálfir sýni til útlanda. Það er mjög dýrt fyrir hvern einstakling að standa í slíku. „Það er lágmark að sú þekking og tæki og tól sem eru þó til í heiminum séu aðgengileg myglu­ sveppasjúklingum hér á landi. Ég hef kynnt mér þetta svo vel og lengi að ég er farin að ráðleggja læknum, benda á lyf og annað sem þeir vita ekki um.“ Myglusveppur er tabú Eftir að þekking og greining heil­ brigðiskerfisins er komin í lag vill Gró að fundin verði meðferðar­ úrræði fyrir þann mikla fjölda sem lifir ekki eðlilegu lífi vegna veikindanna. „Við viljum endurhæfingarsetur eða deild sem myndi sérhæfa sig í þessum málum. Einnig þyrfti bráðabirgðahúsnæði fyrir fólk sem þarf að flytja allslaust út af heim­ ilum sínum.“ Samtökin Gró voru stofnuð í kjölfar þess að nokkrir myglu­ sveppaþolendur hópuðu sig saman og fóru á kaffihús. „Sá andlegi stuðningur sem felst í því að hitta og tala við fólk í sömu stöðu er ólýsanlegur. Því það er ekkert í kerfinu sem hjálpar manni og enginn í samfélaginu veit hvernig á að bregðast við. Margir hafa mætt miklum fordómum og eru mjög feimnir við að tjá sig. Við erum sex hundruð saman í hópi á Facebook en ég veit um fjölmarga sem þora ekki að vera í þeim hópi vegna almenningsálitsins. Það má með sanni segja að myglusveppa­ veikindi séu tabú.“ Annað baráttumál sem Gró er með á lista sínum snýr að trygg­ ingakerfinu á Íslandi, en engar vátryggingar ná yfir myglusveppa­ tjón. Sveinlaug segir heilsuna þó vera í forgangi. „Í grunninn snýst þessi vandi um heilsu fólks, þess vegna skorum við á landlækni og velferðarráðuneytið. Ef málið er þeim ekki viðkomandi, hverjum þá?“ Krefja stjórnvöld um athygli og úrræði Mikið úrræðaleysi ríkir vegna myglusvepps á Íslandi. Engar tryggingar eða öryggisnet grípur fólk sem missir allt sitt vegna myglunnar. Fimm hundruð myglusveppaþolendur hafa skrifað undir áskorun til velferðarráðuneytis og landlæknis um að gera átak í málinu. Viðbrögð stjórnvalda Í skýrslu starfshóps umhverfis- og auðlinda ráðherra sem falið var að endurskoða lög og reglur á sviði byggingarmála með tilliti til myglusveppa takmarkast tillögur til úrbóta nær eingöngu við byggingariðnaðinn. Tillögurnar felast í grófum dráttum í aukinni fræðslu, skýrari orðanotkun í reglugerðum og skilvirkara eftirliti. Einnig er bent á leiðir til að auka neyt- endavernd að danskri fyrirmynd þegar kemur að fasteignakaupum og lagt til að leigusölum verði skylt að segja frá mygluskemmdum í leiguíbúð. Ekki er fjallað um alvarleg veikindi, innbústjón og veikindarétt. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins um hver næstu skref séu segir að vinna við undirbúning eftirfylgniaðgerða standi yfir en ekki sé hægt að segja meira um næstu skref á þessari stundu. Fréttablaðið hafði samband við Landlækni og heilbrigðisráðherra til að fá viðbrögð við áskorun Grós. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði embættið ekki vera með nein sérstök viðbrögð við undirskriftasöfnuninni enda lítið sem embættið gæti gert. Sveinlaug fann fólk á Facebook með sömu reynslu og hún fyrir einu og hálfu ári. Hún segir þann hóp hafa bjargað geðheilsu hennar. FréttabLaðið/ViLHeLM Kemst ég aftur í vinn- una? Verð ég aftur veik? Vill einhver ráða mann- legan myglumæli sem kemur alltaf upp um rakaskemmdir og rándýrar framkvæmdir fylgja í kjöl- farið? Petra Eiríksdóttir, kennari í veikinda- leyfi Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is Við viljum að það verði hlustað á okkur, að það kvikni áhugi á okkar vanda- málum og einhver fari í að skoða og skilja þennan eyðileggjandi myglusvepp. Það er hrikalega erfitt að standa í þessu einn og bjargarlaus. Veikir á vinnustað 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 5 l A U g A r D A g U r18 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.