Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2015, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 10.10.2015, Qupperneq 22
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Jón Gnarr Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Ég er eins og svo margir aðrir alinn upp í þeirri trú að ég hafi verið ótrúlega heppinn að hafa fæðst á Íslandi en ekki einhvers staðar annars staðar. Mér hefur verið kennt frá blautu barnsbeini að Ísland sé bara einfaldlega besta land í heimi til að vera til á, hér sé allt misjafnlega gott á meðan það er misjafnlega slæmt í öðrum löndum. Ég hef kyrjað dýrðarljóð um landið mitt, hvað það sé fallegt og stórkostlegt í alla staði. Íslenskt lambakjöt er besta kjöt í heimi, íslenskt vatn er umtalsvert betra vatn en allt annað vatn og Íslendingar eru yfirleitt betur að sér um flesta hluti heldur en fólk í útlöndum. Allt sem er gott í útlöndum er alltaf aðeins betra hér. Ísland er falleg og gjöful móðir. Esjan er langfallegasta fjall í heimi og Gullfoss er fallegasti foss í heimi. Fallegast af öllu er þó vorkvöld í Reykjavík. Og ekki má gleyma sumrunum. Hvergi í heiminum eru þau jafn kynngi- mögnuð og hér. Og jöklarnir setja tignarlegan blæ á til- veru allra Íslendinga. Við fundum upp pylsuna, kleinuna og kokkteilsósuna og án þeirrar heilögu þrenningar væri heimurinn heldur fábrotinn staður. Og ekki má gleyma eldfjöllunum og háhitasvæðunum og sjálfum Geysi, sem fólk ruglar yfirleitt saman við Strokk. En það skiptir ekki máli. Og heldur ekki veðrið. Maður kvartar ekki yfir því við nokkurn mann og brosir bara framan í suddann. Volaða land Þjóðskáldið Matthías Jochumsson, sem eins og Halldór Laxness heitir nafni sem stenst ekki mannanafnalög og ætti í raun að vera löngu búið að hafna af Mannanafna- nefnd, samdi ljóð um Ísland sem ákaflega lítið hefur farið fyrir. Það heitir Volaða land og mun vera eitt af hans kjarnyrtustu ljóðum. Ljóðið er sannkölluð níðvísa um Ísland og kemst skáldið að þeirri niðurstöðu að hér sé hreinlega ekki búandi nokkurri lifandi veru nema hröfnum, enda hafi þeir fundið þetta „hrafnfundna land“. Þetta ljóð hefur ekki farið hátt, það heyrist sjaldan og ég man ekki eftir því úr Skólaljóðunum. Á einhvern meinfýsinn hátt er það fyndið að hann orti það skömmu eftir að hann flutti til Akureyrar en samkvæmt öllum sér- blöðunum um Akureyri sem ég hef séð um ævina mætti halda að það væri fallegasti bær á Íslandi. En þetta var líka á þeim tíma þegar um 20% þjóðarinnar flúðu fóstur- jörðina vegna vosbúðar, fátæktar og almenns ömurleika. Ekkert sérstaklega næs Ég verð að viðurkenna að mér finnst Ísland ekkert sérstaklega næs. Mér leiðist veðrið hérna. Mér finnst íslenska sumarið stórlega ofmetið og oftast meira í orði en á borði. Mér finnst Esjan ekkert spes. Reyndar finnst mér öll fjöll á Íslandi vera meira og minna Esjan. Mér finnst Gullfoss alveg fínn en ekkert merkilegri en einhver annar foss. Kannski er það mín takmörkun en ég fyllist engri sérstakri sælutilfinningu þegar ég horfi yfir íslenskt landslag. Oftast veldur það mér bara kvíða og þá líður mér eins og gömlu Bubbalagi um langa og dimma vetur þar sem vindurinn smeygir sér inn í allt og jafnvel inn í sálina á manni og fyllir mann tómleika og vonleysi. Mér finnst þetta land hafa lagt sig fram við að reyna að murka úr okkur lífið eða að minnsta kosti flæma okkur í burtu. Við búum á vindasömu og köldu sprengjusvæði. Ef Ísland er móðir þá er hún bæði drykkfelld og dyntótt kerling. Maður veit aldrei hverju hún getur tekið upp á. Hún er oftast kuldaleg og í vondu skapi og frussar þegar hún talar og hún getur tekið brjálæðisköst algjörlega upp úr þurru. Oft er hún þunn og þá frekar þurr á manninn. Hún er ekkert sérstaklega styðjandi og getur drepið mann með augnaráðinu einu saman. En þegar hún er sofnuð áfengisdauða í sófanum þá stöndum við litlu börnin hennar og dáumst að því hvernig birtan frá Luxor-lampanum glitrar fallega í hári hennar. Og pylsurnar og kleinurnar sem hún keypti úti í Bónus verða að kræsingum sem hún útbjó sérstak- lega handa okkur. Og drykkjuþrútið andlit hennar eins og snoppufríð prinsessa. Við elskum hana eins og hún er. Skilyrðislaust. Því þótt hún sé kannski ekki besta mamma í heimi þá er hún mamma okkar. Er Ísland gott land? TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á TIX.IS EYÞÓR INGI · MAGNI · VALDIMAR · SALKA SÓL ÁSAMT SÉRSVALINNI ROKKSVEIT UNDIR STJÓRN JÓNS ÓLAFSSONAR HÁSKÓLABÍÓ 31. OKTÓBER Í REYKJAVÍK VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA! Það liggur fyrir hver bráðavandinn er í ferðaþjónustunni – innviðirnir eru las-burða. Það vantar bílastæði, göngustíga og salerni. Greinin hefur þegar slitið barns-skónum. Hún skilar þegar þeim gjöldum sem þarf til að ráðast í brýnar fram- kvæmdir nú þegar. En viðbrögð við bráðavandanum hrökkva skammt. Hér þarf að marka stefnu, horfa áratugi fram í tímann. Ekki er sjálfgefið að við eigum að sækjast eftir sem flestum ferðamönnum. Við þurfum færasta fagfólk til að hjálpa okkur að finna út hvað við viljum – og hvað er raunhæft. Það er verkefni fyrir viðurkennda alþjóð- lega ráðgjafa. Til að finna þá þarf að leita lengra en í félagatalið í Valhöll. Víða má sækja fyrirmyndir. Galapagoseyjar í Kyrra- hafi eru paradís náttúruunnenda. Heimafólk kann að umgangast viðkvæma náttúruna og krefst þess sama af gestkomandi. Færri komast að en vilja. Þar sem landið er viðkvæmast eru fjöldatakmarkanir. Enginn stígur niður fæti nema í fylgd þrautþjálfaðra leiðsögu- manna – eftir námskeið um landið og lífríkið. Höfðað er til gesta, sem bera virðingu fyrir náttúrunni. Annað land, sem líta mætti til, er Namibía. Það er strjálbýlla en Ísland en ekki síður harðbýlt að sumu leyti. Veðurfar er öfgakennt, kæfandi hitar og gífurlegt úrhelli á regntímanum. Þar blómstrar mjög ábata- samur ferðamannaiðnaður, sem byggist á virðingu fyrir landinu og dýralífinu. Úti á berangri eyðimerkur hafa verið reist gistihús, sem falla vel að hrjóstrugu umhverfinu. Þau eru fjöl- breytt, flest með afrísku yfirbragði en nútímaþægind- um. Hér mætti með líku lagi hugsa sér útgáfu af torf- bæjum, sem verða eins og hólar og hæðir í landslaginu – eða eitthvað allt annað, sem kunnáttufólki kann að detta í hug. Raflínur og hraðbrautir mega ekki sjást. Samtala landsmanna og ferðamanna á Íslandi er þrír og hálfur einstaklingur á ferkílómetra um háannatímann. Danir eru 132 á ferkílómetra – búa fjörutíu sinnum þéttar en við. Ýkjulítið má segja að Ísland sé land án fólks, meira að segja þegar mest gengur á. Þess vegna eru innviðirnir rýrir. Á því má ráða bót með góðu skipulagi. Við eigum ekki að hika við að leita bestu ráða sem völ er á, hvar sem þau er að finna. Í marga áratugi eyddum við fúlgum fjár í að auglýsa paradís fyrir orkufrekan iðnað. Hér störfuðu markaðs- skrifstofur og stóriðjunefndir, sem fóru um lönd og álfur til að laða að stóriðjufyrirtæki. Þau fengu afslætti og gylliboð. Oftast sneru sölumennirnir þó heim með öngulinn í rassinum. Nú er öldin önnur. Ferðamennirnir eru æstir í að koma hingað og fátt bendir til að lát sé á. Þá ríður á að vanda sig. Fréttir vikunnar um nýja ríkisstofnun, Stjórnstöð ferðamála, með handvöldum forstjóra, lofa ekki góðu. Sækjum bestu ráð Til að finna þá þarf að leita lengra en í félagatalið í Valhöll. 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r22 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.