Fréttablaðið - 10.10.2015, Side 51
Skoðunarmaður skipa- og farmtjóna
Við leitum að öflugum liðsmönnum
í hóp samhentra VÍSara
Menntunar- og hæfniskröfur:
Vélstjóra eða véltæknimenntun skilyrði Enskukunnátta skilyrði, bæði töluð og rituð
Góð almenn tölvuþekking Góð þekking á íslenskum sjávarútvegi og þjónustuaðilum tengdum sjávarútvegi
Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
Skoðunarmaður sinnir tjónaskoðunum á skipum og farmi ásamt bótauppgjöri og samskiptum við viðskiptavini félagsins.
Viðkomandi tekur einnig þátt í tjónamati og uppgjöri eignatjóna.
Starfsmaður í tjónaskoðunarstöð
Menntunar- og hæfniskröfur:
Góð almenn tölvuþekking Reynsla af umsýslu og sölu ökutækja
Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund
Í starfinu felst að kaupa og selja ökutæki sem lent hafa í tjóni, greiðsla reikninga og önnur tilfallandi störf í tjónaskoðunarstöð.
VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS
Þjónusturáðgjafi á einstaklingssviði
Menntunar- og hæfniskröfur:
Gerð er krafa um stúdentspróf og háskólamenntun er kostur
Framúrskarandi þjónustulund, ástríða og metnaður fyrir því að veita úrvals þjónustu
Frumkvæði og sjálfstæði Skipulögð og fagleg vinnubrögð
Við leitum að þjónusturáðgjafa með ríka þjónustulund og samskiptahæfni til að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu
í gegnum síma, netspjall, tölvupóst og á skrifstofu. Í starfinu felst einnig fagleg og persónuleg ráðgjöf og sala í samræmi við þarfir
hvers og eins um vátryggingavernd ásamt ráðgjöf um greiðsluleiðir og innheimtumál.
Starfsmaður í afgreiðslu barnabílstóla
Menntunar- og hæfniskröfur:
Handlagni og útsjónarsemi Framúrskarandi þjónustulund Frumkvæði og sjálfstæði
Við leitum að handlögnum starfsmanni með ríka þjónustulund til að veita þjónustu og ráðgjöf á sviði barnabílstóla.
Í starfinu felst alhliða þjónusta og ráðgjöf vegna barnabílstóla, aðstoð við ísetningu bílstóla, ráðgjöf um festingar og umgengni
og viðhald og þrif á stólum.
Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Ragnheiður Dagsdóttir
(ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) og Katrín Ólöf Egilsdóttir (katrin.egilsdottir@capacent.is) hjá Capacent
ráðningum.
VÍS er þjónustufyrirtæki með þjónustuskrifstofur víðsvegar um landið. Markmið VÍS er að vera alltaf í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi og er ánægja starfsfólks
og viðskiptavina lykilatriði í velgengni félagsins. Hjá VÍS starfar framúrskarandi hópur einstaklinga sem saman myndar sterka liðsheild. Mikil áhersla er lögð á að skapa
starfsfólki gott starfsumhverfi og aðstöðu til að veita viðskiptavinum góða þjónustu. VÍS vill fela starfsfólki störf við hæfi, þannig að hæfileikar þess og frumkvæði fái
VIÐ VITUM HVAÐ
FÓLKIÐ OKKAR
SKIPTIR MIKLU MÁLI
Í samræmi við jafnréttisstefnu VÍS hvetjum við konur jafnt sem karla til að sækja um störfin.
Umsóknarfrestur er til og með 19. október nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um störfin
á heimasíðu Capacent, www.capacent.is.