Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 55
Laus störf
SkurðlækningasviðiTaugalækningarHjartarannsóknastofa
Röntgendeild
OKKUR VANTAR MIKILVÆGA HLEKKI Í KEÐJUNA
Ef þú hefur áhuga á að takast á við krefjandi starf í líflegu og skemmtilegu umhverfi á erum við að leita að þér
Meltingar- og nýrnadeild
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR
Deildin er 19 rúma legudeild og þjónar sjúklingum
með bráða og langvinna sjúkdóma í meltingarfærum
og nýrum. Lögð er áhersla á að skapa uppbyggjandi
starfsumhverfi og veita einstaklingshæfða hjúkrun.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Sérhæfð hjúkrun meltingar- og nýrnasjúklinga
• Skipuleggja hjúkrun sjúklinga og skráir meðferðir
í samræmi við reglur LSH
• Fylgjast með nýjungum í faginu
• Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
Hæfnikröfur
• Góð samskiptahæfni
• Faglegur metnaður
• Íslenskt hjúkrunarleyfi
Starfshlutfall og vinnutími er samkomulagsatriði en
fastar næturvaktir koma vel til greina. Starfið er laust
frá 1. nóvember 2015 eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veita
Hildur Þóra Hallbjörnsdóttir, deildarstjóri
(hildurha@landspitali.is, 825 5153)
Þórdís Ágústa Ingólfsdóttir, mannauðsráðgjafi
(thoring@landspitali.is, 824 5480)
Hjartarannsóknastofa
LÍFEINDAFRÆÐINGUR
Starf við hjartaómun á hjartarannsóknarstofu við
Hringbraut. Þekking og reynsla af hjartaómun æskileg.
Til greina kemur að þjálfa einstakling sem áhuga hefur á
verkefninu. Möguleiki er á að vinna að mastersverkefni
tengt starfinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ómanir af hjarta og varðveisla gagna þar að lútandi
• Úrvinnsla og túlkun niðurstaðna í samvinnu við
hjartalækna
• Þátttaka í öðrum verkefnum á hjartarannsókn eftir
nánari ákvörðun stjórnanda
Hæfnikröfur
• Sjálfstæð og skipulög vinnubrögð
• Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
• Þekking og reynsla af hjartaómun æskileg
• Góð íslenskukunnátta skilyrði
• Íslenskt starfsleyfi em lífeindafræðingur
Starfið er 100% eða eftir samkomulagi og unnið í dag-
vinnu. Starfið er laust frá 1. desember 2015 eða eftir
samkomulagi.
Nánari upplýsingar veita Davíð Ottó Arnar,
yfirlæknir (davidar@landspitali.is, 543 1000)
og Jóhanna S. Gunnlaugsdóttir, yfirlífeindafræðingur
(johsgunn@landspitali.is, 543 6158)
Skurðlækningasvið
SÉRGREINARITARAR/
SKRIFSTOFUSTJÓRAR
Tvö störf sérgreinaritara/ skrifstofustjóra,
í háls-, nef- og eyrnalækningum annars vegar
og í lýtalækningum hins vegar.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Umsjón með rekstri skrifstofu
• Umsjón og frágangur sjúkraskráa og læknabréfa
• Upplýsingagjöf og samskipti við t.a.m. sjúklinga
og starfsmenn
• Ýmiss verkefni fyrir yfirlækna og sérfræðilækna
• Aðstoð við skipulagningu kennslu og vísindastarfa
á vegum sérgreinanna
• Þátttaka og þróun í upplýsingatækni við ritun
í rafræna sjúkraskrá sviðsins
• Ýmiss verkefni tengd klínískri skráningu
og skjalastjórnun
Hæfnikröfur
• Tölvufærni, skipulagshæfileikar og sjálfstæð
vinnubrögð eru skilyrði
• Mjög góð kunnátta í íslensku, ensku og einu
Norðurlandamáli
• Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
• Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
• Löggilding í læknaritun æskileg sem og góð
starfsreynsla
Starfshlutfall er 50% dagvinna. Störfin eru laus
15. nóvember 2015 eða eftir samkomulagi.
Nánari uppl. veita Hannes Petersen, yfirlæknir
(hpet@landspitali.is, 543 1000) og Gunnar Auðólfsson,
sérfræðilæknir ( gunnara@landspitali.is, 543 1000)
Taugalækningar
SÉRGREINARITARI/
SKRIFSTOFUSTJÓRI
Starf sérgreinaritara/ skrifstofustjóra í taugalækningum.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Umsjón með rekstri skrifstofu sérgreinarinnar
• Umsjón og frágangur sjúkraskráa og læknabréfa
• Upplýsingagjöf og samskipti við t.a.m. sjúklinga
og starfsmenn
• Ýmis verkefni fyrir yfirlækni og sérfræðilækna
sérgreinarinnar
• Aðstoð við skipulagningu kennslu og vísindastarfa
á vegum sérgreinarinnar
• Þátttaka og þróun í upplýsingatækni við ritun í rafræna
sjúkraskrá sviðsins
• Ýmis verkefni tengd klínískri skráningu og skjalastjórnun
Hæfnikröfur
• Mjög góð kunnátta í íslensku, ensku og einu
Norðurlandamáli
• Góð tölvukunnátta, skipulögð, sjálfstæð og nákvæm
vinnubrögð
• Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
• Löggilding í læknaritun æskileg og góð starfsreynsla
Starfshlutfall er 75%, dagvinna. Starfið veitist frá
1. janúar 2016 eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veita Elías Ólafsson, yfirlæknir
(eliasol@landspitali.is, 543 1000) og Þórdís Ingólfsdóttir,
mannauðsráðgjafi (thoring@landspitali.is, 543 9106)
Hjartarannsóknastofa
LÍFEINDAFRÆÐINGUR
Starf á hjartarannsóknarstofu við Hringbraut. Möguleiki
er á að vinna að mastersverkefni tengt starfinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Vinna við framkvæmd áreynsluprófa, úrlestur
sólarhringshjartarita, gangráðseftirlit og fleira
• Vinna á hjartaþræðingarstofu t.d. við að aðstoða við
gangráðsísetningar, ýmsar raflífeðlisfræðilegar aðgerðir
og kransæðavíkkanir
• Úrvinnsla og túlkun niðurstaðna í samvinnu við
hjartalækna
• Þátttaka í öðrum verkefnum á hjartarannsókn eftir
nánari ákvörðun stjórnanda
Hæfnikröfur
• Sjálfstæð og skipulög vinnubrögð
• Frumkvæði og faglegur metnaður
• Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð íslenskukunnátta skilyrði
• Íslenskt starfsleyfi em lífeindafræðingur
Starfið er laust frá 1. desember 2015 eða eftir
samkomulagi. Starfshlutfall er 100% eða eftir
samkomulagi, unnið er í dagvinnu og á bakvöktum.
Nánari upplýsingar veita Davíð Ottó Arnar,
yfirlæknir (davidar@landspitali.is, 543 1000)
og Jóhanna S. Gunnlaugsdóttir, yfirlífeindafræðingur
(johsgunn@landspitali.is, 543 6158)
Röntgendeild
DEILDARLÆKNAR
Um er að ræða tvær stöður. Annars vegar í 6 eða
12 mánuði. Boðið er upp á allt að tveggja ára stöðu
sem nýtist til sérnáms fyrir þá sem hafa hug á
sérfræðinámi í myndgreiningu.
Hins vegar starf með sérstakri áherslu á
ísótóparannsóknir og „molekular imaging”. Boðið er
upp á allt að tveggja ára stöðu sem nýtist til sérnáms.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Almenn störf deildarlæknis á röntgendeild
• Þátttaka í kennslu og þjálfun læknanema
• Þátttaka í rannsóknarvinnu
Hæfnikröfur
• Nákvæmni í vinnubrögðum
• Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
• Íslenskt lækningaleyfi
Starfshlutfall er 100% og eru störfin laus frá
1. desember 2015 eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Pétur H Hannesson,
yfirlæknir (peturhh@landspitali.is, 824 5322).
Umsóknarfrestur ofangreindra starfa er til og með 26 október 2015.
Umsóknum fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.
Laun skv. kjarasamningi fjármálaráðherra og stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is,
undir „laus störf”. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölmennur vinnustaður með um 5.100 starfsmenn. Hann er aðalsjúkrahús landsins
og miðstöð menntunar og rannsókna í heilbrigðisvísindum. Á Landspítala er lögð áhersla á öryggi, jafnrétti,
ábyrgan rekstur, góðan starfsanda og bættan húsakost.