Fréttablaðið - 10.10.2015, Qupperneq 65
LAUGARDAGUR 10. október 2015 17
Flugstjóra
Starfið felur í sér flugstjórn á flugvélum félagsins með
þeim skyldum sem eru skráðar í flugrekstrarhandbók
félagsins. Umsækjandi þarf að geta hafið störf fyrir
áramót en eigi síðar en í mars 2016
Hæfniskröfur
n ATPL skirteini n 4.000 flugtímar
n 2.000 PIC, þar af 1.000 á þotu eða turboprop
n Fyrsta flokks læknisvottorð n Kunnáttustig 6 í ensku
Nánari upplýsingar veita yfirflugstjóri
(orn@ernir.is) og flugrekstrarstjóri (petur@ernir.is)
Umsókn sendist á petur@ernir.is fyrir 27. október
ernir.is
Framsækið og rótgróið fyrirtæki á sviði
áætlunarflugs og leiguflugs leitar að
Embætti skrifstofustjóra
á skrifstofu gæða og forvarna
Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar
embætti skrifstofustjóra á skrifstofu gæða og
forvarna. Um er að ræða aðra af tveimur fagskrif-
stofum á heilbrigðissviði ráðuneytisins.
Skrifstofa gæða og forvarna annast verkefni sem
varða m.a. öryggi, gæði og eftirlit í heilbrigðis-
þjónustu, lyf og lækningatæki, lýðheilsu og for-
varnir, þar með taldar sóttvarnir og geislavarnir,
lífvísindi og lífsiðfræði, einnig vísindarannsóknir á
heilbrigðissviði, starfsréttindi, sjúkraskrár og
gagnasöfn í heilbrigðisþjónustu.
Skrifstofustjóri stýrir og ber ábyrgð á málaflokkum
sem heyra undir skrifstofuna sem og á verkefnum
annarra starfsmanna skrifstofunnar og útdeilingu
þeirra. Í því felst stjórnun og rekstur skrifstofunnar,
skipulagning, áætlanagerð, stefnumótun, markmiðs-
setning, samhæfing verkefna við stefnu ráðu-
neytisins og mat og ábyrgð á árangri. Jafnframt ber
hann fjárhagslega ábyrgð eftir atvikum.
Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf í
krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð
vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Heilbrigðis-
ráðherra skipar í embættið til fimm ára frá 1. janúar
2016.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Víðtæk háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Yfirgripsmikil þekking og reynsla af þeim
málaflokkum sem heyra undir skrifstofuna.
• Stjórnunarreynsla og þekking á sviði
verkstjórnunar.
• Leiðtogahæfileikar.
• Metnaður og vilji til að ná árangri.
• Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og
skipulagshæfni.
• Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu
og riti.
• Góð kunnátta í ensku og a.m.k. einu Norðurlanda-
máli.
• Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum.
• Æskilegt er að umsækjendur hafi góða þekkingu
eða reynslu á sviði stjórnsýslu.
Sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum,
mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð
til heilbrigðisráðherra sem ræður í starfið. Nefndin
starfar skv. reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi
nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við
Stjórnarráð Íslands. Um embættið gilda lög nr.
115/2011 um Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996
um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna. Kjararáð
ákvarðar laun skrifstofustjóra, sbr. lög nr. 47/2006.
Upplýsingar um starfið veita Vilborg Ingólfsdóttir
skrifstofustjóri og Anna Lilja Gunnarsdóttir
ráðuneytisstjóri í síma 545 8100. Ráðuneytið hvetur
karla jafnt sem konur til að sækja um embættið.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf skulu berast velferðarráðuneytinu, Hafnarhús-
inu við Tryggvagötu, 101 Reykjavík eða í tölvupósti
á póstfangið postur@vel.is eigi síðar en 2. nóvem-
ber 2015. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í
sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út,
sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum
störfum, með síðari breytingum.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun
um skipun í embættið liggur fyrir.
Velferðarráðuneytinu, 10. október 2015.
Blue Water Shipping er alþjóðleg flutningsmiðlun með höfuðstöðvar í Esbjerg í
Danmörku. Blue Water Shipping opnaði skrifstofu sína í Reykjavík árið 2012.
Sölumaður
Umfang starfseminnar hefur aukist jafnt og þétt og því
auglýsum við eftir sölumanni til starfa
Starfið felur í sér:
» Ábyrgð á sölu
» Heimsóknir til viðskiptavina, eftirfylgni, gerð söluskýrsl-
na og önnur samskipti við viðskiptavini
» Vinnu við tilboðsgerð og samninga, og þátttöku í upp-
byggingu á sölu og þróun
Blue Water býður þér:
» Áhugavert og óformlegt starfsumhverfi þar sem þú hefur
mikil áhrif á daglega starfsemi.
» Fyrirtækjamenningu sem við erum stolt af.
» Að vera hluti af kraftmiklu starfsliði með mikla reynslu
» Kost á að skapa og virkja þitt framtak innan fyrirtækisins
Hæfniskröfur
» Reynsla af sölu- og markaðsstörfum
» Almenn góð þekking á flutningsmiðlun
» Geta til að vinna í alþjóðlegu umhverfi
» Dugnaður og áhugi, hæfni og öryggi
» Geta talað, lesið og skrifað á íslensku og ensku
» Góð tölvukunnátta og bílpróf
Umsóknir óskast sendar ásamt starfsferilsskrá merktar:
Blue Water Shipping EHF
Fornubúðir 5, 220 Hafnarfjörður
Berist til: Magnusar Joensen
Eða á tölvupóstfangið mag@bws.dk
merktar: Sölumaður
Frekari upplýsingar um starfið veitir
framkvæmdastjóri, Magnus Joensen í síma
510 4489
Umsóknarfrestur er til 26/10-2015
Blue Water Shipping A/S | www.bws.dk
Frekari upplýsingar um fyrirtækið og starfið má nál-
gast á heimasíðu okkar www.bws.dk og þar er einnig
hægt að senda inn umsókn um starfið.