Fréttablaðið - 10.10.2015, Page 66
| AtvinnA | 10. október 2015 LAUGARDAGUR18
SÖLUMAÐUR
Leitum að kraftmiklum sölumanni í fullt starf. Viðkomandi þarf að
hafa mikinn áhuga á raf tækjum og vera 22 ára eða eldri. Heiðarleiki, góð
tölvukunnátta og rík þjónustulund skilyrði.
Sjónvarpsmiðstöðin er ein rótgrónasta raf tækjaverslun landsins þar
sem mikið er lagt upp úr góðri og persónulegri þjónustu.
Áhugasamir vinsamlega fyllið út umsóknareyðublað
á www.sm.is – smellið á „Upplýsingar“.
STOFNAÐ 1971 RAFTÆKJAVERSLUN • SÍÐUMÚLA 2 • SÍMI 568 9090 • sm.is
RAFEINDAVIRKI
ÓSKUM EFTIR AÐ RÁÐA RAFEINDAVIRKJA / RAFVIRKJA
ÓSKUM EFTIR AÐ RÁÐA SÖLUMANN
Umsækjendur þurfa að hafa brennandi áhuga á rafeindatækni og viðgerðum, vinna
vel bæði í hóp og sjálfstætt og hafa ríka þjónustulund. Í starfinu felst að taka á móti,
bilanagreina og gera við margvísleg raftæki ásamt samskiptum við viðskiptavini.
Raftækjaverkstæðið annast þjónustu á mörgum heimþekktum
vörumerkjum á borð við Philips, Panasonic, Saeco, iRobot,
Delonghi og Kenwood.
Seltjarnarnesbær
www. seltjarnarnes. is
Laus störf
Grunnskóli Seltjarnarness –unglingastig.
• Stuðningsfulltrúi, 50-100% starfshlutfall.
Nánari upplýsingar veitir Jóhanna Ólafsdóttir,
þroskaþjálfi, johannao@grunnskoli.is, sími 5959200.
Grunnskóli Seltjarnarness – Skólaskjól
• Starfsfólk vantar í hlutastörf í Skólaskjóli,
lengdri viðveru fyrir nemendur í 1.-4.bekk.
Upplýsingar veita Ólína Thoroddsen aðstoðarskólastjóri
olina@grunnskoli.is og Rut Hellenar ruth@grunnskoli.is
forstöðukona Skólaskjóls, sími 5959200.
Öllum umsóknum ásamt fylgiskjölum skal skilað á
Ráðningarvef Seltjarnarnesbæjar
-undir www.seltjarnarnes.is –Störf í boði
Umsóknarfrestur er til 18. október næstkomandi.
Í samræmi við jafnréttisáætlun Seltjarnarnesbæjar
eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um störf.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélaga.
Læknar
SÁÁ auglýsir eftirtaldar stöður á
Sjúkrahúsinu Vogi lausar til umsóknar:
Stöðu sérfræðilæknis
Stöðu deildarlæknis
Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Tyrfingsson
sími 824 7600, netfang: thorarinn@saa.is
sem jafnframt tekur við umsóknum.
Ístak - Bugðufljóti 19 - 270 Mosfellsbær - Sími 530 2735 - www.istak.is
VILT ÞÚ TAKA ÞÁTT Í FRAMKVÆMDUM FRAMTÍÐARINNAR
MEÐ OKKUR?
Tæknimenn:
Ístak leitar að starfsfólki til starfa við framkvæmdavinnu í Reykjavík og nágrenni. Tæknimenn
sinna ýmsum störfum, svo sem faglegri ráðgjöf, stjórnun á einstaka verkþáttum, mælingum
og eftirliti með gæða- og öryggismálum.
Við erum að leita að umsækjendum sem eru:
• með háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem verkfræði eða tæknifræði.
• stundvísir og áræðanlegir.
• góðir í samskiptum og geta unnið sjálfstætt.
Verkefnastjórar
Ístak leitar að verkefnastjórum til starfa við ýmis verkefni. Verkefnastjórar stýra framkvæmdum
og bera ábyrgð á sínum vinnustað. Sér til aðstoðar hefur verkefnastjóri tæknifólk, verkstjóra og
starfsfólk í byggingarvinnu.
Við erum að leita að umsækjendum sem hafa:
• háskólamenntun sem nýtist í starfi, svo sem verkfræði eða tæknifræði.
• marktæka reynslu við stjórnun framkvæmda.
• góða stjórnunar- og samskiptahæfileika.
Upplýsingar um störfin veitir mannauðsdeild Ístaks í síma 530 2735 og í gegnum
tölvupóst á mannaudur@istak.is.
Tekið er á móti umsóknum í gegnum heimasíðu Ístaks - istak.rada.is/is/
Ístak er leiðandi fyrirtæki á íslenskum verktakamarkaði. Starfsfólk Ístaks starfar víðsvegar um landið
sem og erlendis. Ístak var stofnað árið 1970 og hefur annast ýmis verkefni, svo sem virkjanir,
stóriðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð auk flugvalla, ennfremur húsbyggingar fyrir opinberar
stofnanir, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Ístak hefur mikla hefð fyrir samvinnu við dönsk
verktakafyrirtæki og er í eigu danska verktakans Per Aarsleff, sem er með yfir 4.500 starfsmenn í
ýmsum heimsálfum. Ístak leggur áherslu á verkefni á Íslandi, Færeyjum og á Grænlandi.