Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 10.10.2015, Blaðsíða 102
„Við vitum kannski aldrei nákvæmlega hvað gerðist vestur á fjörðum fyrir 400 árum. Engar  heimildir eru um illvirki hvalveiðimanna frá Baskalandi þar en þegar þeir voru drepnir var það  sagt vera fyrir glæpina sem þeir ættu eftir að fremja, meðal annars nauðganir,“ segir Sigrún Antonsdóttir, fornleifafræðingur og leiðsögumaður. Hún er aðalhöfundur texta á skilti því sem afhjúpað verður í Ögri við Ísafjarðardjúp í dag til að minn­ ast víga sem Íslendingar unnu á skipreika Böskum árið 1615. Þau hafa hingað til verið kölluð Spánverjavígin.   Sigrún segir  atlöguna einkennilega í ljósi þess að hvalveiðimennirnir hafi verið búnir að dvelja hér við land allt sumarið 1615 og heimamenn keypt af þeim ódýrt hvalkjöt. Þegar þeir hafi verið að leggja af stað heim með fullfermi af lýsi hafi komið aftakaveður með hafísreki og brotið skip þeirra þrjú. „Danski kóngurinn gaf út til­ skipun um að Íslendingar yrðu að koma Böskum af sér og allar aðferðir væru leyfi­ legar. Ari sýslumaður í Ögri tók því svo að þeir væru réttdræpir óbótamenn. Þeir bændur sem  ekki kæmust í aðför að þeim yrðu að greiða sektir og allan skaða sem þessir menn mundu valda.“ Átján  Baskar höfðu komist til Æð­ eyjar, meðal annars skipstjórinn Martin de Villafranca sem  henti frá sér vopni og bað mönnum sínum griða. „Þau grið voru ekki haldin svo hann kastaði sér til sunds af kletti og synti frá eyjunni syngj­ andi fagran söng. Heimamenn reru á eftir og vógu hann og svo alla hina. Nokkrum dögum fyrr höfðu þrettán hlotið sömu örlög í Dýrafirði,“ lýsir Sigrún. Baskavinafélagið á Íslandi, Ögur ehf., Sýslumaðurinn á Vestfjörðum og Súða­ víkurhreppur standa að gerð skiltisins. Sigrúnu er ljúft að leggja sitt af mörkum enda  er hún hálfur Baski. „Faðir minn var frá San Sebastian og ég hef dvalið dálítið í þeirri fögru borg. Samkvæmt Íslendingabók er ég reyndar afkomandi Ara í Ögri líka. Enda er það svo að þegar ég er í Baskalandi reyni ég að fegra hlut Íslendinga í málinu en hér heima dreg ég taum Baska.“ gun@frettabladid.is Minnisvarði um illvirki Skilti um víg verður afhjúpað í Ögri í dag. Tilefnið er að 400 ár eru frá því sýslumaðurinn Ari í Ögri safnaði saman liði til að vinna á átján baskneskum hvalveiðimönnum.  „Það er mikill áhugi núna fyrir þeim atburðum sem áttu sér stað í Djúpinu fyrir 400 árum, nokkrar bækur hafa komið út á árinu og einhverjar bíómyndir eru í pípunum,“ segir Sigrún. Fréttablaðið/Vilhelm Heittelskuð mamma okkar, tengdamamma, amma, dóttir og systir, Dagmar Sævaldsdóttir sjúkraliði, nuddfræðingur, leiðsögumaður og ævintýrakona, lést á Landspítala Íslands mánudaginn 21. september. Útförin hefur farið fram frá Kópavogskirkju. Innilegar þakkir til starfsfólks 11E, 11G og heimahjúkrunar Karítas. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarsjóð Sjúkraliðafélags Íslands. Sóley Guðmundsdóttir Bjarni Bjarnason Erla Þórey Ólafsdóttir Sævaldur Bjarnason Rakel Sveinsdóttir Theodór Bjarnason Íris Hlín Bjarnadóttir Sævaldur Runólfsson Sigurbirna Hafliðadóttir Þór Sævaldsson og ömmubörn. Ástkær móðir okkar, Erla Stefánsdóttir píanókennari, sem lést 5. október, verður jarðsungin frá Neskirkju þriðjudaginn 13. október kl. 13.00. Salome Ásta Arnardóttir Sigþrúður Erla Arnardóttir Stefán Örn Arnarson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir, Sigríður Gröndal söngkona, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi miðvikudaginn 7. október. Útför hennar fer fram í Hallgrímskirkju föstudaginn 16. október kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Ljósið, endurhæfingarmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Kristinn Gestsson Kristín Halla Kristinsdóttir Friðþjófur Þorsteinsson Atli Þór Kristinsson Alúðarþakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur hluttekningu við fráfall okkar elsku besta pabba, tengdapabba, afa og míns einstaka og góða Palla, Páls Eyvindssonar yfirflugstjóra, Digranesvegi 64, Kópavogi. Drottinn Jesús blessi ykkur öll. Helga Ragna Ármannsdóttir Björg Ragnheiður Pálsdóttir Benjamín Ingi Böðvarsson Ármann Jakob Pálsson Áslaug Guðmundsdóttir Sverrir Gaukur Pálsson og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýju við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og vinar, Vigfúsar Magnússonar læknis, Sóltúni 10, Reykjavík. Kristín Vigfúsdóttir Finnur Ingólfsson Ragnhildur Vigfúsdóttir Hafliði Helgason Ástríður Vigdís Vigfúsdóttir Árni Leifsson Guðrún Þórðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Reynir Ingi Helgason lést á líknardeild Landspítalans 1. október síðastliðinn. Útförin fer fram þann 15. október kl. 13.00 frá Digraneskirkju. Sigurlaug E. Rögnvaldsdóttir Harpa J. Reynisdóttir Jóhann P. Jónsson Hafþór J. Reynisson Ragnheiður R. Reynisdóttir Hákon H. Leifsson Sigurjón Ari Reynisson Elísabet Eir Reynisdóttir Kristján Ágústsson Tryggvi Hrafn Hafþórsson Leifur Ernir Hákonarson Reynir Helgi Hákonarson Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gestur Þorsteinsson frá Raufarhöfn, Melteig 9, Garði, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 24. október sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Gunnlaug Hólm Hallgrímsdóttir Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Katrín Árnadóttir kennari, Höfðagrund 17, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 7. október. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 15. október kl. 14.00. Guðbjörg Guðmundur Anna Lea Haukur Jónína Reynir Ragnhildur Jón Birgir Erna ömmubörn og langömmubörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og amma, Heike Alpers Skaftahlíð 8, lést þann 17. september. Útför fer fram í kyrrþey að hennar ósk. Innilegar þakkir til ættingja og vina fyrir auðsýnda hlýju og samúð. Karl Kristjánsson, Brynja, Katrín og Kristján Karlsbörn, barnabörnin Anton, Arna Björk, Hrafnhildur, Kjartan, Karl og Logi. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs sambýlismanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Jóhanns Karls Bjarnasonar Svarthömrum 68, Reykjavík. Þórunn K. Jónsdóttir Álfhildur S. Jóhannsdóttir Þórarinn Gunnarsson Gunnar Þór Jóhannsson Þóra Egilsdóttir Guðmundur Ingi Jóhannsson Jóna G. Ragnarsdóttir Ísak J. Ólafsson Kristín G. Jóhannsdóttir Sumarliði Kristmundsson Bjarni Jóhann Jóhannsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, Helgu Víglundsdóttur Álfkonuhvarfi 23. Innilegar þakkir fær starfsfólk í Heimahjúkrun Karitas, 11E Landspítala og líknardeild Landspítalans fyrir góða og alúðlega umönnun í veikindum hennar. Stefán Runólfsson Sóley Stefánsdóttir Þorsteinn Kristvinsson Smári Stefánsson Guðrún J. Sæmundsdóttir Guðný S. Stefánsdóttir Jón H. Pétursson og barnabörn. 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r46 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð tímamót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.