Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2015, Qupperneq 114

Fréttablaðið - 10.10.2015, Qupperneq 114
Sigurður Árni Sigurðs-son á að baki glæsilegan feril í myndlistinni en í verkum sínum hefur hann oft velt upp spurn- ingum um hlutverk fyrirmynda eða forma á myndfletinum og vægi forgrunns og bakgrunns. Í sumum verkum Sigurðar Árna er jafnvel að finna skugga þessara fyrirmynda sem eru ekki til staðar í myndinni sjálfri. Sigurður Árni hefur í gegnum tíðina fengist við ýmsa miðla þó svo að málverkið sé hans aðalmiðill. En á sýningunni VARP kemur hann enn á óvart með nýjum verkum og ferskri nálgun á mörkum málverks og skúlptúrs. „Ég var með tvær sýningar í Frakklandi, og önnur var býsna stór og á safni, en þar var ég einvörðungu að sýna málverk og teikningar. Það getur verið að það sé hluti af ástæðum þess að ég sýni núna þessi verk í Hverfisgalleríi. Þetta eru verk sem ég vil bara kalla málverk en þau eru engu að síður ekki olía á striga heldur eru efnistökin önnur. Þetta er svolítið öðruvísi en ég hef verið að gera en samt sem áður algjörlega eðlilegt framhald. Ég held að ég hafi drifið í að gera þessi verk núna, eftir að þau höfðu legið lengi í undir- meðvitundinni, eftir að ég var búinn að vera með þessar tvær sýningar á klassískum málverkum.“ Bakgrunnsvandamálið „Þó svo að ég vilji kalla þetta mál- verk þá er þetta útskorið ál og ég átt- aði mig ekki á því fyrr en ég fór að vinna þessi verk að það hefur verið einhver árátta hjá mér í gegnum tíð- ina að taka form úr málverkunum mínum og gera þau þrívíð. Ástæðan fyrir því, sem ég er alltaf að skynja betur og betur, er þetta endalausa vandamál með bakgrunninn. Bak- grunninn í málverki. Þetta hef ég verið að fara í gegnum í mínum fyrri verkum eins og t.d. í trjágörðunum mínum, kúlutrén, sem ég endaði með að gera í módel og eins er með hluta af útilistaverkum sem ég hef gert. Þar eru hlutir sem hafa sprottið beint út úr málverkinu. Hlutir sem krefjast þess af mér á endanum að vera raungerðir.“ Ein hugmynd í marga miðla „Þess vegna lít ég á þessi verk sem ég er að sýna núna sem málverk. Þetta er framhald af því sem hefur gerst áður, eins og þegar trjágarðarnir urðu að módelum eða þegar ég fór að gera glerverk út frá hugmyndum sem voru búnar að vera að gerjast í málverki. En svo veit maður aldrei alveg hvort var á undan, eggið eða hænan, því þetta er allt eitt endalaust sam- tal.“ Þrátt fyrir þessa þróun í verkum Sigurðar Árna snýr hann sér þó alltaf aftur að striganum. Hann segir að þetta sé í raun þróun. „Ég sé þetta frekar þannig að það sem ég vinn með utan strigans bakkar upp hug- myndirnar. Ég er alltaf að sannreyna þær hugmyndir sem ég er að velta áfram á undan mér og þess vegna fer sú hugmynd kannski í gegnum fleiri en einn eða jafnvel tvo miðla. Það eru engin skilaboð fólgin í miðlinum hverju sinni heldur er ég fyrst og fremst að takast á við form og vídd. Ég er núna að vinna með ál og það er engin dýpri meining í því efnisvali. Samt veit ég að ál er iðnaðarvara og þar að auki þá er það pólýhúðað svo efnið er algjör- lega dautt sem slíkt. En ég vel álið, umfram t.d. við sem myndi fela í sér ákveðna áferð sem ég vil ekki, svo ég leita bara uppi efni sem þjóna hugmyndinni hverju sinni. Á end- anum er þetta leikur með formið og þar sem þetta er orðið þrívítt þá myndast bein tenging við birtu hvort sem það er rafmagnsljós eða dagsbirta. Þannig eru til að mynda útilistaverkin mín.“ Nábýlið við náttúruna Í verkum Sigurðar Árna er oft að finna sterka skírskotun í náttúruna, til að mynda í litum og formi. Það leiðir hugann að því hvort náttúru- hringnum sé lokið með efnisvali á borð við álið. „Ég nota reyndar sex- hyrninginn mikið í því sem ég er að gera núna og það er eitt af grunn- formum náttúrunnar. Þannig að náttúran er enn til staðar. En hún er ómeðvituð í mínum verkum og þannig hefur það alltaf verið. Íslenskir listamenn finna þetta þegar þeir fara út í heim. Útlend- ingar telja sig alltaf sjá náttúruteng- ingu í öllu sem við gerum. Ég held að þetta sé rétt hjá þeim vegna þess að þó svo að við séum komin inn í tuttugustu og fyrstu öldina þá lifum við í svo miklu nábýli við náttúruna að þessi ómeðvitaða náttúrutenging er alltaf til staðar. Þetta er hluti af okkur, hluti af því sem við erum og það finnst mér fallegt.“ Ég veit ekki hvort var á undan, eggið eða hænan Sigurður Árni Sigurðsson myndlistar- maður opnar í dag þriðju einkasýningu sína á aðeins einu ári. Sýningin VARP verður opnuð í Hverfisgalleríi en hinar voru báðar í Frakklandi. Sigurður Árni Sigurðsson við eitt verka sinna á sýningunni VARP sem opnar í dag í Hverfisgalleríi. Fréttablaðið/Vilhelm Eitt af verkum Sigurðar Árna á sýningunni VARP. Fréttablaðið/Vilhelm Ég eR AlltAF Að SAnnReynA þæR HugmyndiR Sem Ég eR Að VeltA ÁFRAm Á undAn mÉR og þeSS VegnA FeR Sú Hugmynd kAnnSki í gegnum FleiRi en einn eðA jAFnVel tVo miðlA. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 0 . o k t ó b e r 2 0 1 5 L A U G A r D A G U r58 M e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð menning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.