Fréttablaðið - 16.12.2015, Side 32

Fréttablaðið - 16.12.2015, Side 32
„Ég er mikill áhugamaður um Ísland. Áður en ég kvæntist hafði ég bara einu sinni verið í langtímasambandi og það var með íslenskri konu, á níunda áratugnum, áður en það var hægt að kaupa bjór. Þá fór maður á Hótel Borg að skemmta sér á hverju kvöldi, segir Lars Seier Christensen. Lars og félagi hans, Kim Fournais, stofnuðu saman Saxo Bank árið 1992 og hefur Lars verið forstjóri bankans undanfarin ár. Hann ætlar að láta af störfum hjá bankanum um áramótin og fara að sinna öðrum fjárfestingum. Lars var staddur hér á Íslandi í síð- ustu viku og hélt fyrirlestur um rekst- ur fyrirtækja í húsakynnum GAMMA. Í fyrirlestri hans kom meðal annars fram að hann hefur haft hugsjónir rússneska rithöfundarins og heim- spekingsins Ayns Rand að leiðarljósi við rekstur fyrirtækisins. Vinnur eftir heimspeki Ayns Rand „Ég vil ekki að það hljómi of mikið eins og költ. En þú þarft að hafa gildi í fyrirtækjarekstri og ég held að það sé betra að hafa greinileg gildi en að fólk sé að giska á hver gildin séu,“ segir Lars Seier. Hann bendir á að eftir margra ára íhugun hafi Rand skilgreint sjö gildi sem hún taldi að væri kjarninn í tilvist mannsins og kjarninn í því að eiga gott og árangursríkt líf. „Hún hugsaði það fyrir einstaklinga en þessi gildi hennar eiga við um fyrirtæki líka. Þannig að við reynum að brýna það fyrir okkar fólki að tileinka sér þau í því sem fólk er að gera. Þetta eru engin geimvísindi en þetta er ágætis leiðar- vísir um það hvernig við viljum að fólk hegði sér innan fyrirtækisins og utan fyrirtækisins,“ segir Lars. Hann útskýrir að þeir hafi verið tveir, félagarnir, sem hafi í upphafi sett fyrirtækið á laggirnar með 100 þúsund dali í banka og allir verið starfandi á sama staðnum. „En þegar við stækkuðum þá fjölgaði fólki og tók til starfa á mismunandi stöðum. Við vorum ábyggilega með fólk af 60 þjóðernum og í þeim aðstæðum held ég að það sé gott að hafa sam- eiginlegan skilning á því hvernig við viljum að fyrirtækið sé rekið og við vörðum því nokkrum tíma í að þróa þessa innri stefnu um það hvernig við viljum að fyrirtækið sé rekið, hvernig framkoman við viðskiptavini okkar er og þess háttar,“ segir hann. Er það þá þetta einstaklingshyggju- sjónarmið sem þið horfið til? „Já, það er það. Við viljum að fólk líti á sjálft sig sem einstaklinga en að það sé þó hægt að vinna saman í hópum,“ segir Lars og bendir á að þótt fólk vinni saman í hópum þá beri hver og einn ábyrgð á eigin vel- gengni. „Við erum í umhverfi þar sem við verðlaunum fólk sem gerir vel og verðlaunum ekki fólk sem gerir ekki vel,“ segir Lars. Þú byrjaðir ferilinn í Danmörku, hvernig var að byggja upp fyrirtæki þar? „Það er flókið í Danmörku af því að þar eru háir skattar og almennt dýrt að lifa miðað við á mörgum öðrum stöðum,“ segir Lars. Aftur á móti sé reglugerðafarganið og skriffinnska ekki svo yfirþyrmandi þar og þar sé mikið framboð af fólki með mikla Evrusvæðið er enn þá í tómu rugli Stofnandi Saxo Bank í Danmörku ætlar að yfirgefa brúna og einbeita sér að fjárfestingu í nýsköpun. Rekur fyrirtækið á grundvelli hug- myndafræði rithöfundarins Ayn Rand. Telur jákvæð teikn á lofti í íslensku atvinnulífi. Í Evrópu hafi menn ýtt vandanum á undan sér. Með 26 skrifstofur um heiminn„Ég vil ekki að það hljómi of mikið eins og költ. En þú þarft að hafa gildi í fyrirtækjarekstri og ég held að það sé betra að hafa greinileg gildi en að fólk sé að giska á hver gildin séu Lars Seier Christensen Lars Seier Christensen segir að það sé erfitt að reka fyrirtæki í Danmörku, að því leyti að þar eru háir skattar og almennt dýrt að lifa. Hins vegar sé reglugerðarumhverfið ekki flókið og tækniþekking mikil. FRéttAbLAðið/GVA „Þetta er skrítin skepna. Þetta er nokkurs konar miðlunarkerfi. Nærri helmingur af starfsmönnum okkar er kerfisverkfræðingar og við höfum byggt upp þetta miðlunarkerfi á síðustu 20 árum sem gerir mönnum kleift að eiga viðskipti með hvers kyns eignir á ólíkum verðbréfamörk- uðum víða í heiminum,“ segir Lars Seier þegar hann er beðinn um að lýsa starfsemi Saxo Bank. Hann nefnir sem dæmi hlutabréfaviðskipti, gjaldeyrisviðskipti, viðskipti með framvirka samninga, skuldabréf eða annað. Saxo Bank er með 26 skrifstofur um heiminn og er með miðlunar- kerfi á 30 mismunandi tungumálum. „Við erum rafrænir miðlarar en með banka í nokkrum löndum. Við erum því að hálfu leyti tæknifyrir- tæki en að hálfu leyti banki,“ segir hann og bætir við að það sé erfitt að skilgreina starfsemi bankans. „Við erum klárlega ekki hefðbundinn fjárfestingabanki í samrunum og yfirtökum og stórum gerningum. En við þjónustum stóra einstaklinga, vogunarsjóði og fagfjárfesta. Og við höfum hannað mjög fjölbreytt miðlunarkerfi sem fjármálafyrirtæki geta nýtt sér og notað undir eigin nafni við að þjónusta eigin viðskipta- vini. Við höfum hannað þetta kerfi fyrir 100 fjármálastofnanir,“ segir Lars. Á meðal þeirra sem noti þessi miðlunarkerfi þeirra séu stórir bankar eins og Barclays. Einnig sinni Saxo Bank þjónustu við marga smærri banka og sé meðal annars að leita viðskiptavina hér. Bankinn er í viðræðum við tvo íslenska aðila en Lars Seier vill ekki segja hverjir þeir eru: „Þeir verða að segja frá hverjir þeir eru.“ tækniþekkingu. Hins vegar séu ekki svo mikil tækifæri fyrir viðskipti innanlands í þeirri starfsemi sem Saxo Bank rekur og því sé bankinn alltaf að leita út fyrir landsteinana. „Sem miðlarar þá erum við einungis með um fimm prósent af starfsemi okkar í Danmörku. Danmörk er því meira heimili okkar en vettvangur viðskipta,“ segir Lars Seier. Hann segir að það hafi því vissulega verið ágætt að byggja upp bankann í Danmörku. „En ef ég væri að byggja hann upp frá grunni, með þá vitneskju í farteskinu, sem ég hef núna, þá er ég ekki viss um að ég myndi velja Danmörku aftur. En við erum þar og við fáum góða þjón- ustu þar, þannig að við erum ánægð með að vera þar.“ Starfsmenn bankans eru núna um 1.500 í heildina. Þar af starfar rétt tæp- lega helmingur í Danmörku og hinn hlutinn er dreifður um allan heim. „Við erum með viðskipti í öllum heimsálfum nema Norður-Ameríku. Við erum með dálítið stóra aðstöðu í Singapúr til þess að sinna viðskiptum í Asíu, við erum með nokkuð stóra aðstöðu á okkar eigin mælikvarða í Zürich, og svo erum við í London og smærri skrifstofur í mörgum öðrum löndum. Helmingur þeirra er í Vest- ur-Evrópu og helmingur á öðrum svæðum heimsins,“ segir Lars. Hann segir erfitt að eiga viðskipti í Amer- íku. Helsta ástæðan sé sú að þar er markaðurinn bæði ófyrirsjáanlegur og flókinn. 1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r6 markaðurinn

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.