Fréttablaðið - 16.12.2015, Side 62
Við höfðum ekki heyrt af þessu efni áður,“ segir Heiðrún Sig-fúsdóttir, eigandi íslenska
fatamerkisins Dimmblá sem hannar
og framleiðir býsna nýstárlegar
slæður, sem unnar eru úr hundrað
prósent vistvænu bananaefni og
innblásnar af hlýnun jarðar.
„Fólk verður oft svolítið skrítið,
fyrst kemur svolítil þögn og svo velt-
ir fólk fyrir sér hvernig megi búa til
efni úr banönum,“ útskýrir Heiðrún
og bætir við: „Efnið er ekki unnið úr
slímugum banönum, heldur er það
unnið úr laufum og trjástilkum eftir
bananauppskeru og er framleitt á
örfáum stöðum í Suðaustur-Asíu.“
Aðspurð hvernig efnið sé eigin-
lega viðkomu líkir Heiðrún því við
silki. „Mér finnst það reyndar enn
mýkra en silki, en þrátt fyrir það er
bananaefnið sterkara og þolir meira
en silkið,“ útskýrir hún.
Ís og jöklum er gert hátt undir
höfði í þessari nýju línu, sem Una
Hlín Kristjánsdóttur, yfirhönnuður
hjá fyrirtækinu, hannar. „Hver flík í
Glacial-línunni okkar er þess eðlis
að á hana er prentað fallegt mynstur
sem hannað er eftir ljósmyndum af
náttúrunni. Við einblínum á hlýnun
jarðar og notum hér ís og jökla, sem
gætu heyrt sögunni til með áfram-
haldandi hlýnun jarðar,“ segir hún
og skýtur að, að alltaf komi mynstr-
in viðskiptavinum skemmtilega
á óvart, hvort sem er á íslenskum
markaði eða erlendum. Því sé synd
að slíkt augnakonfekt muni hverfa
áður en mjög langt um líður.
Dimmblá hefur lagt í vana sinn
að styðja við umhverfissamtök á
hverju ári, og nú í fyrsta skipti varð
alþjóðlegt fyrirtæki fyrir valinu, en
það má að einhverju leyti rekja til
stækkandi umfangs fyrirtækisins á
alþjóðavísu.
„Glacial-línan mun styrkja al-
þjóð legu samtökin Oceana sem
vinna að því að vernda hafið. Sam-
tökin hafa hlotið stuðning
nokkurra stórstjarna á borð
við Diane Lane, Barbra
Streisand og Pierce
Brosnan,“ segir Heið-
rún.
„Við munum
svo f æ ra ú t
kvíarnar strax
eftir áramót
og halda á vit
ævintýranna
í Þýskalandi
með okkar
vö r u . V i ð
sáum gat í
markaðinum
þar, en Þjóð-
ve r ja r e r u
mjög með-
vi t a ð i r u m
umhverfismál,
svo okkur þykir
því liggja beinast
við að fara þang-
að,“ bendir Heiðrún
brosandi á að lokum,
alsæl með bananaslæð-
urnar.
Styður við
Heiðrún með slæðurnar góðu, sem fæstir gera sér í hugarlund að séu úr banönum. Fréttablaðið/GVa
Green tea & bláberjasafi
1 banani
Frosið mangó
Ferskt spínat
1 msk. hörfræ
bútur af engiferrót
1 msk. lime-safi
Setjið safann í blandarann eftir
smekk, væna lúku af mangói og
aðra af spínati. Auk þessa er rif-
inn niður ágætis bútur af engifer-
rót sem látinn er út í strax á eftir
hörfræjunum og lime-safanum.
Látið blandast saman í nokkrar
mínútur.
Einnig getur verið ágætt að setja
skyr eða gríska jógúrt saman við,
ef áhugi er á að gera safann matar-
meiri. Þá eru herlegheitin toppuð
með því að setja nokkra ísmola út
í. Þá ætti fólk að vera fært í flestan
sjó þegar brestur á með helgi jóla-
boða og smákökuveislna.
Einn vænn og grænn á milli jólaboða Engiferrót er sann-
kölluð undrafæða, en
hún hefur meðal annars
þann hæfileika að geta
dregið úr ógleði.
umhverfið
með slæðum úr
banönum
Heiðrún Sigfúsdóttir, eigandi íslenska fatahönnunar-
merkisins Dimmblá, leitaði lengi fanga áður en hún fann
silkilegt efni sem búið er til úr banönum. Hópurinn horfir
nú út fyrir landsteinana á umhverfisvæn mið í Þýskalandi.
1 6 . d e s e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U d A G U r42 L í f I Ð ∙ f r É T T A b L A Ð I Ð
Lífið
Guðrún
Ansnes
gudrun@frettabladid.is