Fréttablaðið - 17.03.2016, Side 6
1 7 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r6 F r é T T I r ∙ F r é T T a B L a ð I ð
Frá kr.
259.900
MAROKKÓ
ÆVINTÝRI Í
Bir
t m
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
r r
étt
til
le
iðr
étt
ing
a á
sl
íku
. A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fy
rir
va
ra
.
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
74
0
84
7. maí í 12 nætur
Einstök 12 nátta sérferð þar sem farþegum gefst tækifæri til að skyggnast inn í nýjan og framandi heim. Það er sérstök upplifun að koma til
Marokkó, ekki einungis í sögulegum skilningi heldur
einnig að kynnast landi og þjóð örlítið nánar. Í ferðinni
er dvalið í litlum heillandi bæjum til sjávar og sveita
svo og stærri borgum á borð við Marrakech og Agadir.
Ekið er um stærstu pálmalundi í Norður-Afríku, ilmandi
ávaxtahéruð og hin hrikalegu Atlasfjöll. Þá er haldið í
úlfaldareið út í Sahara eyðimörkina þar sem gist er 2
nætur í Berba-tjaldi. Ferðalagið hefur því yfirbragð hins
ókunna en er jafnframt töfrum þrungið og ógleymanlegt.
Frá kr. 259.900
Netverð á mann m.v. 2 í herbergi frá kr. 259.900. Innifalið: Flug með
Primera Air til og frá Agadir, skattar, gisting á 3*+ og 4* hótelum
í 12 nætur með morgunverðarhlaðborði, 5 hádegisverðir og 10
kvöldverðir. Akstur og kynnisferðir samkvæmt ferðalýsingu.
Úlfaldareið í Sahara eyðimörkinni.
Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku eða 20 manns.
KjaramáL „Deilan hefur heldur
þyngst,“ segir Kolbeinn Gunnarsson,
formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar,
um stöðuna í kjaradeilu starfsmanna
við ISAL, álver Rio Tinto Alcan í
Straumsvík.
Lestun áls um borð í þriðja flutn-
ingaskipið sem komið hefur til
Straumsvíkur frá því að félagsmenn
Hlífar sem starfa við uppskipunina
hófu verkfall hófst á hádegi í gær.
Skipin koma vikulega. Yfirmenn í
álverinu hafa gengið í störf starfs-
manna sem í verkfalli eru, samkvæmt
lögbannsúrskurði Sýslumannsins á
höfuðborgarsvæðinu.
„Mér sýnist þetta vera sami hópur-
inn sem er í þessu. Þeir geta stokkið í
þetta forstjórarnir svona eftir því sem
skip koma,“ segir Kolbeinn. Verka-
lýðsfélögin geti lítið gert á meðan
úrskurður Sýslumannsins á höfuð-
borgarsvæðinu standi. Úrskurðurinn
hafi hins vegar verið kærður til Hér-
aðsdóms Reykjaness og málið hafi
átt að taka fyrir í gær. „En svo tekur
tíma að fá málið í gegnum ferlið þar
og á meðan þá geta þeir haldið upp-
teknum hætti.“ Enn eigi hins vegar
eftir að koma í ljós hversu langan
tíma þetta taki.
Kolbeinn segir viðræður um leið
hafa verið í gangi. „Þeir lögðu fram
tilboð á síðasta fundi sem við vorum
ekki alls kostar sáttir við og erum að
fara að kynna samninganefndinni
okkar á morgun [í dag]. Það var frek-
ar skref aftur á bak heldur en hitt.“
ISAL haldi sig fast við kröfuna um að
fá út úr kjarasamningi við starfsmenn
hömlur sem settar eru á að fyrirtækið
geti ráðið verktaka til starfa. „Það er
númer eitt tvö og þrjú hjá þeim. Og
tilboðið sem við erum að fara að
kynna er ekki í takt við það sem verið
var að ræða fyrir síðasta fund.“
Ál hefur aðeins safnast upp á
hafnarbakkanum í Straumsvík, þar
sem afköst yfirmanna í álverinu hafa
ekki verið þau sömu og starfsmann-
anna sem verkunum sinna alla jafna.
Kolbeinn segir lestun í síðasta skip þó
hafa farið nálægt þeim 4.000 þúsund
tonnum sem alla jafna eiga að fara
með skipinu, en þá fór skipið með
um 3.500 tonn af áli. „Það safnast
eitthvað upp. Það eru fjögur til fimm
þúsund tonn sem liggja hér ófarin,
og átta þúsund tonn kannski núna
þegar þetta skip er ólestað. Þetta
hleðst smám saman upp.“
olikr@frettabladid.is
Deilan harðnar hjá
ISAL í Straumsvík
Lestun áls í þriðja flutningaskipið frá því verkfallsaðgerðir hófust er byrjuð. Lög-
bann sýslumanns á hluta aðgerða Verkalýðsfélagsins Hlífar var þingfest í Hér-
aðsdómi Reykjaness í gær. Síðasta tilboð skref afturábak, segir formaður Hlífar.
Yfirmenn álversins í Straumsvík við
uppskipun áls í flutningaskip um
miðjan dag í gær. Fréttablaðið/Ernir
Tilboðið sem við
erum að fara að
kynna er ekki í takt við það
sem verið var að ræða fyrir
síðasta fund.
Kolbeinn Gunn-
arsson, formaður
Hlífar
Nýr hæstaréttardómari í Bandaríkjunum
Barack Obama Bandaríkjaforseti tilnefndi Merrick Garland sem nýjan dómara við Hæstarétt Bandaríkjanna
í gær. Garland mun taka sæti hins íhaldssama Antonins Scalia sem átti sæti í réttinum frá 1986 en hann lést í
febrúar. Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að staðfesta skipun nýs dómara. Fréttablaðið/EPa