Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2016, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 17.03.2016, Qupperneq 8
www.volkswagen.is Amarok býður upp á einstaklega gott vinnuumhverfi, mikið innanrými og stóran pall. Frábærir aksturseiginleikar og þýsk gæði endurspeglast í þessum kröftuga pallbíl. Amarok Startline með fjarstýrðum og tímastilltum vélahitara (Webasto) og loftkælingu fæst nú á sérstöku tilboðsverði. Amarok Startline 4Motion D/C 2.0 TDI 140 hestöfl kostar frá 5.840.000 kr. (4.709.677 kr. án vsk) Eyðsla frá 7,6 lítrum/100 km. Afkastamikill vinnubíll www.volkswagen.is AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Volkswagen Amarok Bandaríkin Afgerandi forvals- kosningar fóru fram í fimm ríkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn sem enduðu með því að Donald Trump og Hillary Clinton báru sigur úr býtum og Marco Rubio dró sig út úr kosn- ingabaráttunni. Því eru nú aðeins fimm eftir sem keppast um að verða næsti forseti Bandaríkjanna. Það eru auk Trumps og Clinton John Kasich, ríkisstjóri Ohio, Ted Cruz og Bernie Sanders. Í kosningunum á þriðjudaginn sigraði Trump í Flórída, Illinois, Missouri og Norður-Karólínu en Kasich vann í Ohio. Clinton sigraði hins vegar í öllum fylkjunum. Mesta fylgi Clinton var í Flórída þar sem hún hlaut 65 prósent atkvæða. Mesta fylgi Trumps var einnig í Flórída þar sem hann fékk 46 prósent atkvæða. Yfirgnæfandi líkur eru nú á að Clinton verði forsetaefni Demókrata- flokksins. Sigur Kasich í Ohio eykur hins vegar líkur á ringulreið á flokks- þingi repúblikana þar sem ólíklegra er nú að einhver einn frambjóðenda flokksins nái að tryggja sér hreinan meirihluta kjörmanna fyrir flokks- þingið sem fram fer í Cleveland í júlí. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmála- fræðingur telur engar líkur á því að Kasich muni sigra. „Hann heldur áfram baráttunni í þeirri von að eng- inn nái meirihluta. Þá verður klofinn landsfundur eða kosið á landsfundi í núllstöðu,“ segir hún. „Það eru mjög flóknar reglur á landsfundinum. Þeir sem koma til greina eru þeir sem hlutu stuðning í átta ríkjum eða fleirum, sem eru Cruz og Trump, en síðan gæti alltaf komið einhver nýr sem fengi stuðn- ing á gólfinu þegar fundurinn byrjar og gæti þannig aflað sér meiri stuðn- ings. Margir í repúblikanahópnum halda í þá von að það verði hægt að stoppa Trump með svona leið, af því að það virðist ekki vera hægt að stoppa hann með öðrum leiðum,“ segir hún. Silja Bára telur ekki jafn mikla óvissu ríkja um forsetaefni Demó- krataflokksins. „Það var tiltölulega óraunhæft fyrir Sanders að vinna fyrir tveimur vikum og eftir að Clin- ton jók svona við forskot sitt þá er það bara orðið mjög erfitt. Sanders þyrfti að vinna í New York og Kali- forníu sem er ekki mjög líklegt.“ Silja Bára telur hins vegar að það hafi verið Clinton til framdráttar að þurfa að hafa fyrir tilnefningunni. „Þó að þetta hafi auðvitað verið tæpt stundum, þá hefur þetta verið mjög drengileg og siðmenntuð barátta. Þeim hefur tekist að vera í baráttu án þess að rífa hvort annað niður. Þetta hefur ekki skaðað Clinton mikið,“ segir hún. Of snemmt er að fullyrða nú hvort Clinton eða Trump muni bera sigur úr býtum í forsetaslagnum. Silja Bára segir að landskannanir hafi sögulega verið góð vísbending og samkvæmt þeim hefur Clinton alltaf lagt Trump. „Ég hef allavega ekki séð neitt sem gefur annað til kynna,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir. saeunn@frettabladid.is Áhrifarík úrslit í kosningum Clinton og Trump báru sigur úr býtum í forvalskosningum í fimm fylkjum Bandaríkjanna á þriðjudaginn. Í kjölfarið dró Marco Rubio sig út úr forsetaslagnum. Kannanir benda til þess að Clinton myndi sigra Trump. Vinsældir Trumps og Clinton fara ekki dvínandi. FréTTablaðið/GeTTyHillary Clinton. FréTTablaðið/ePa Rubio hættur Stærstu frétt- irnar af for- valskosn- ingunum á þriðju- daginn eru þær að Marco Rubio, öldungadeildar- þingmaður repúblikana, tilkynnti að hann væri hættur í forseta- baráttunni. Flórída er heimaríki Marcos Rubio og þar sem hann sigraði ekki þar heldur hlaut einungis 27 prósent atkvæða, ákvað hann að játa sig sigraðan eftir þessar for- kosningar. „Það er áhugavert að Rubio var sá frambjóðandi repúblikana sem var sterkastur gegn Clinton. Skyn- semisrakaval repúblíkana hefði verið að styðja hann, en það sýnir hvað kosningar eru órökréttar,“ segir Silja Bára. Tækni Bandarísku tæknirisarnir Facebook, Google og Snapchat vinna nú allir í því að dulkóða upplýsingar notenda í meiri mæli en áður. Frá þessu greinir fréttastofa The Guardian. Þannig mun Facebook til að mynda dulkóða öll símtöl sem fara í gegnum forrit þeirra, WhatsApp. Dulkóðunin kemur í veg fyrir að utanaðkomandi aðilar hafi aðgang að upplýsingunum. Ákvörðun tæknirisanna þykir ekki líkleg til að gleðja stjórnvöld í Banda- ríkjunum en bandaríska alríkislög- reglan (FBI) á nú í harðri deilu við Apple vegna dulkóðunar. FBI hefur farið fram á að Apple smíði forrit til að gera FBI kleift að komast inn í iPhone-síma annars árásarmannanna sem réðust á almenna borgara í San Bernardino í Kaliforníu á síðasta ári. Apple hefur neitað því og sagt að slíkt forrit myndi stefna öryggi upp- lýsinga allra eigenda iPhone í heim- inum í hættu. – þea Tæknirisar auka við dulkóðun LögregLumáL Að minnsta kosti þremur bílum af tegundinni Subaru Impreza hefur verið stolið á höfuð- borgarsvæðinu á síðustu dögum. Eigandi eins bílanna, sem er árgerð 1996, hafði samband við lögreglu eftir að hann varð þess var að bíl hans hafi verið stolið og fékk þær upplýsingar hjá lögreglunni að þetta væri ekki fyrsti bíllinn af þess- ari tegund sem stolið hefði verið undanfarna daga. Lögreglan greindi viðkomandi frá því að bílum af þess- ari tegund og af svipaðri árgerð væri stolið skipulega. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar bárust 26 tilkynningar um nytjastuld á vélknúnum farar- tækjum í febrúarmánuði en 71 til- kynning hefur borist frá áramótum. – þv Subaru Impreza ítrekað stolið bílum af tegundinni Subaru impreza hefur ítrekað verið stolið undanfarna daga. FréTTablaðið/Heiða Kasich heldur áfram baráttunni í þeirri von að enginn nái meirihluta. Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur 1 7 . m a r s 2 0 1 6 F i m m T u d a g u r8 F r é T T i r ∙ F r é T T a B L a ð i ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.