Fréttablaðið - 17.03.2016, Síða 34

Fréttablaðið - 17.03.2016, Síða 34
Krabbameinsfélagið, eða fulltrúi þess, hefur ekki riðið við ein-teyming í fjölmiðlum að undanförnu um þá ógn og meinta skaðsemi sem okkur gæti stafað af til- vist rafrettunnar. Tæknitól, sem gerir ekkert minna en að ógna tilvist sígar- ettunnar og allra nikótínlyfja á mark- aðnum og hlutverki og tilvist hefð- bundinna tóbaksvarna? Það er ekki einu sinni sprottið úr kennibókum þeirra sjálfra, heldur úr grasrótinni, hjá þeim sem þjást og deyja af reyknum. Hvaða rétt halda prelátar tóbaks- varna að þeir hafi eiginlega til að ræna fólk þessari von og tækifærum til heil- brigðara lífs, andstaða sem leiðir ekki til neins annars en framlengingar á sjálfu dauðastríði reyksins? Skaðsemi rangs boðskapar Réttsýnir fræði- og vísindamenn, læknar og fleiri hér á landi sem erlendis, sjá þó fyrir sér einstakt tæki- færi í reykingasögunni, með þessari boðflennu tækninnar, sem leitt gæti til þess að vinna sigur í baráttunni gegn skaðsemi reykinga og lágmarka skaðann. Raunverulegt hlutverk lýðheilsu er að stuðla að bættri heilsu, lágmarka og hindra skaða. En engu er líkara en að sumum stofnunum, jafnvel WHO og svo Krabbameinsfélaginu hér á landi, hafi illilega orðið fótaskortur á raun- verulegum tilgangi sínum og láti þess í stað aðra hagsmuni, beint eða óbeint, ráða boðskap sínum sem jafnvel stríð- ir gegn meginmarkmiðum og tilgangi Milli lífs og dauða Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir ✿ Rafrettunotkun og sígarettureykingar í grunn- og framhaldsskólum Í Bandaríkjunum 2011-2014 20% 15% 10% 5% 0 Grunnskólanemendur Framhaldsskólanemendur Eingöngu sígarettur Blönduð notkun Eingöngu rafrettunotkun 4 0,3 0,3 2,8 0,7 0,4 2,4 0,5 0,6 1,3 1,2 2,7 14,6 1,2 0,3 11,8 2,2 0,6 9,7 3 1,3 4 5,2 8,2 þeirra (6, 7, 8, 9, 11, 12, 13, 14, 15). Gömlum trúarkreddum tóbaks- varna (6) verður einfaldlega bara að afklæðast og kasta frá sér, ýta á reset- takkann og endurræsa hugmynda- fræðina með nýjum hugbúnaði nýrrar nálgunar í ljósi bestu þekk- ingar byggðrar á vísindalegum rann- sóknum (11,12). Ætisdiskar og raunveruleikinn Fulltrúa KÍ hefur m.a. verið tíðrætt um niðurstöður rannsókna á frumum nag- dýra á ætisdiskum rannsóknarstofa. Slíkar rannsóknir þurfa þó bara alls ekki að endurspegla viðbrögð fruma í sjálfum mannslíkamanum. Auk þess hefur niðurstöðunum, þeirra greina sem vísað var til, verið hafnað af vís- indamönnum. Mannslíkaminn hefur miklu meiri hæfni til að standast lítið magn skað- legra efna heldur en frumur ræktaðar á ætisdiskum. (Sjá nánari umfjöllun í vefútgáfu greinarinnar; einnig um áhrif lyfja og kaffis sem geta valdið krabbameins- vexti á ætisdiskum rannsóknarstofa.) Reykingar drepa – rafrettur redda Forðast ber misbeitingu rannsóknar- niðurstaðna við gerð reglugerða heil- brigðismála, sérstaklega þeirra sem upphaf sitt eiga að rekja til ætisdiska rannsóknarstofanna. Við eigum í staðinn að beina athygli okkar og kröftum að því sem líklegast er og raunverulega veldur skaða, ekki einhverri hugsanlega mögulegri skað- semi hins smásæja sjónarhorns. Því það getur bara leitt okkur út í það óendanlega og dregur athygli okkar frá aðalatriðinu sem er öllum þekkt og ítarlega rannsakað, áhrif sígarettu- reyksins. Annars byggjum við bara upp efa og tortryggni sem bætir engum heilsuna, heldur þvert á móti (11). Frelsisskerðing bættrar heilsu Það eru alvarleg öfugmæli og skilnings- leysi á málinu að fjötra frelsi okkar og getu til að velja leið til bætts heilsufars í hlekki reglugerða, sem á sama tíma hlífa hinum raunverulega skaðvaldi og því sem veldur þúsundum dauðsfalla, sjúkdóma og örkumlun. Frelsi hins almenna borgara er þannig skert og fórnað á altari sjúk- dómsvæðingar og dauða, en hags- munum fárra en máttugri aðila er borgið. Það er svo reynt að réttlæta með hræðsluáróðri ýmsum gegn þeim verkfærum eða tólum sem gætu reynst okkur bjargráð í stöðunni. Höfnum alfarið slíkri aðför að frelsi okkar til bættrar heilsu, sem byggir á sjónarmiðum þröngsýnna og úreltra herferða undir merkjum „tóbaksvarna“ (6, 14). Þar er augljóst að það er eingöngu hagsmunaaðilum tóbaks- og lyfjaiðnaðarins í hag um leið og heilsu almennings er fórnað, lítilsvirðir og kastar fyrir róða bestu þekkingu fræði- og vísindamanna nútímans (7, 8, 9). Gætum þess að smíði reglugerða um þessi mál sé gerð í réttu hlutfalli við skaðsemina og jafnframt gætt ýtrustu hófsemi gagnvart þáttum sem gætu haft umtalsverð áhrif til fækk- unar sjúkdóma og dauða fólks vegna reykingatengdra sjúkdóma (10, 11, 12, 15). Annað drepur, hitt bjargar. Takmörkum með reglugerð það sem er raunverulega skaðlegt, sígar- ettuna. Ekki refsa og takmarka nánast skaðlausri boðflennunni, rafrettunni, sleppum henni heldur lausri á skað- valdinn með forgjöf í framboði og samkeppni á markaði. Málið dautt og lifum áfram. Fyrirvari: Höfundur hefur engra hagsmuna að gæta við framleiðendur, innflytjendur eða sölumenn raftóla né hagsmunatengsl við tóbaks- og lyfja- geirann. Engra hagsmuna, stöðu eða titils að gæta varðandi hefðbundnar tóbaksvarnir eða lýðheilsustarfsemi. Er læknir og hef lögvarin réttindi á Íslandi og Svíþjóð til að skrifa út lyf þegar svo á við og ráðleggja fólki til bættrar heilsu. Annað ekki. Réttsýnir fræði- og vísinda- menn, læknar og fleiri hér á landi sem erlendis, sjá þó fyrir sér einstakt tækifæri í reykingasögunni, með þess- ari boðflennu tækninnar, sem leitt gæti til þess að vinna sigur í baráttunni gegn skaðsemi reykinga og lág- marka skaðann. visir.is Lengri útgáfa af greininni er á Vísi 2011 2012 2013 2014 2011 2012 2013 2014 Marsmánuður er um allan heim tileinkaður fólki með ákominn heila- skaða. Við fögnum því framtaki mjög og ekki að tilefnislausu. Þekkingunni innan heilbrigðis- geirans, félagslega kerfisins, hjá stjórnvöldum og meðal almenn- ings er afar ábótavant. Hvar sem við komum inn með fræðslu um ákominn heilaskaða verður fólk eitt spurningarmerki í framan og flestir eru sammála um eitt: þessi hópur hefur algerlega gleymst í umræðunni og kerfinu. Áverkar á höfði eru taldir ein algengasta ástæða heilsufars- vanda hjá börnum og ungu fólki á Vesturlöndum og er Ísland þar engin undantekning. Áætla má að um 500 einstaklingar hér á landi séu með heilaskaða af völdum slysa, líkamsárása, íþróttameiðsla og falla. Talið er að af þeim fjölda þurfi um 80 einstaklingar á sér- hæfðri endurhæfingu að halda. Heilaskaði er dulin fötlun sem sést yfirleitt ekki utan á fólki en getur haft víðtæk áhrif og gjör- breytt lífi einstaklingsins og haft neikvæð áhrif á fjölskyldulíf og framtíðaráform. Mikill skortur er á upplýsingum og faglegri ráðgjöf til einstaklinga og aðstandenda. Í dag er töluverður fjöldi án greiningar og viðeigandi meðferðar sem leiðir til verulega aukinnar hættu hvað varðar geðræn vandamál og ýmiss konar áhættuhegðun. Höfuðhúsið Í umræðunni um heilbrigðismál er mikilvægt að öllum sé sinnt, hvort sem áverkarnir eru sýnilegir eða ekki. Í dag er engin langtímaendur- hæfing í boði á Íslandi fyrir fólk með ákominn heilaskaða, enginn samastaður þar sem fólk getur nálgast fræðslu eða námskeið og fengið hjálp við að fóta sig við breyttar aðstæður. Við erum 20-30 árum á eftir nágrannalöndunum þegar kemur að endurhæfingu og þjónustu við þennan hóp. Við hjá Hugarfari viljum koma á fót endurhæfingar- og fræðslu- miðstöð fyrir fólk með ákominn heilaskaða. Miðstöðin bæri heitið Höfuð húsið og byggir annars vegar á danskri fyrirmynd og hugmynda- fræði club-house hreyfingarinnar og hins vegar á breskri fyrirmynd, heilaskaðamiðstöð sem fólk hefur aðgang að ævilangt. Í Höfuðhúsinu gæfist einstak- lingum og aðstandendum tæki- færi til að fá þjónustu fagfólks, fá fræðslu og hitta aðra í sömu sporum. Einstaklingum gæfist kostur á að taka þátt í vinnusam- félagi, leggja sitt af mörkum til að reka starfsemina og finna styrk- leika sína í leiðinni. Fólk leggur af mörkum það sem það er fært um en hvert verk sem tekist er á við getur styrkt sjálfsmyndina. Þar verður áhersla lögð á að læra og eflast í gegnum vinnuna. Virkir þátttakendur í samfélaginu á ný Tilgangur Höfuðhússins er að rjúfa félagslega einangrun og brúa bilið út í samfélagið á ný. Einstaklingar sem hljóta heilaskaða þurfa aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný og þá aðstoð eigum við sem samfélag að veita. Það eru mikil verðmæti fólg- in í því að verða aftur virkur þátt- takandi í samfélaginu, í starfi eða námi, í fjölskyldu sinni og félags- lífi. Það er ekki einungis verðmætt fyrir einstaklinginn sjálfan og aðstandendur hans, heldur einnig fyrir samfélagið í heild. Nú er kominn tími til að tekið verði á þessum málum, mótuð verði stefna í málefnum fólks með ákominn heilaskaða og boðið verði upp á endurhæfingarúrræði við hæfi. Lífi sem er bjargað verður að gefast tækifæri til að lifa. Ný lausn fyrir fólk með heilaskaða Nú er kominn tími til að tekið verði á þessum málum, mótuð verði stefna í mál- efnum fólks með ákominn heilaskaða og boðið verði upp á endurhæfingarúrræði við hæfi. Lífi sem er bjargað verður að gefast tækifæri til að lifa. Guðrún Harpa Heimisdóttir formaður Hugarfars Dís Gylfadóttir verkefnastjóri Hugarfars Hugarfar er félag fólks með ákominn heilaskaða, aðstandenda og áhugafólks um málefnið Nú styttist óðfluga í að þjóðin velji sér forseta lýðveldisins til að taka við af hr. Ólafi Ragnari Grímssyni, sem lengi hefur sinnt embættisskyldum sínum með miklum sóma. Staða forsetans verður vandfyllt og sömuleiðis er kjósendum val á nýjum forseta mjög vandasamt, einkum ef margir bjóða sig fram. Að undanförnu hafa nokkrir lýst því yfir að þeir gefi kost á sér og enn aðrir hafa sagst vera að íhuga fram- boð. Hópur frambjóðenda fer ört stækkandi og allt stefnir því í erfitt val. Til að einfalda mér valið gríp ég fyrst til útilokunarreglunnar góðu og spyr mig, hverjum ég geti ekki hugsað mér að veita brautargengi að Bessa- stöðum. Við þessa flokkun horfi ég til baka og virði fyrir mér fyrri verk frambjóðendanna og eftir atvikum maka þeirra. Niðurstaða mín er að útiloka frá Bessastöðum þá, sem falla undir eftir- greinda flokkun: 1) Svonefnda „hrunverja“, þ.e. þá sem voru í ríkisstjórn 2008 eða henni nánir. 2) Það fólk, sem bjó að innherjaupp- lýsingum úr „hrunstjórninni“ og ríkisstofnunum en virðist sjálft hafa fénýtt sér þær eða lekið þeim til vina og vandamanna til hagnýtingar við að koma sér í skjól eða hagnast á hrun- inu – allt á kostnað samborgaranna. 3) Þá yfirmenn úr hinum föllnu fjár- málafyrirtækjum, sem stýrðu vondri för og hagnýttu innherjaupplýsingar og veikleika viðskiptavinanna, sjálf- um sér og vinnuveitendum sínum til auðgunar. 4) Svonefnt „kúlulánafólk“, sem komst undan fjármálasóðaskap sínum. 5) Skemmtikrafta, því þeirra vett- vangur er annars staðar. Enn fremur er rétt að spyrja sjálfan sig, hvort viðkomandi sé örugglega traustsins verður. Digurbarkalegt blaður og fagurgali er frambjóðanda ekki til framdráttar í mínum huga, heldur þjóðkunnir og skarpir vits- munir, heiðarleiki svo og skýr vitund og áform um að hafa hagsmuni þjóð- arinnar í algjöru fyrirrúmi. Forseta- kjör er engin fegurðarsamkeppni svo vísað sé til nýlegra ummæla stjórn- málafræðings nokkurs. Við þessar sjálfsögðu útilokanir mínar hygg ég að fækki nokkuð í hópi líklegra fram- bjóðenda. Þá verður valið milli þeirra, sem eftir standa mun auðveldara. Hvernig forseta vil ég ekki Björn Ólafur Hallgrímsson lögfræðingur Ennfremur er rétt að spyrja sjálfan sig, hvort viðkomandi sé örugglega traustsins verður. 1 7 . m a R s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U R34 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.