Fréttablaðið - 17.03.2016, Page 50
Í fyrstu fréttatil-
kynningunni sem ég
sá um óperuna gengu þeir
lengra, þar var ég skrif-
aður dansk/Íslenskur en ég
náði að leiðrétta það þvÍ ég
er rammÍslenskur.
ÚTGÁFUVEISLA
Í dag kl. 17 í Eymundsson Skólavörðustíg.
Allir velkomnir.
Bókin AUKAVERKANIR eftir Ólaf Hauk
Símonarson er spennandi og hugljúf
skáldsaga um íslenskan heimilislækni sem
neyðist til að endurskoða líf sitt einmitt
þegar hann er að læra á snjallsíma.
„Þetta er ópera fyrir stórt svið, stóra hljómsveit, marga einsöngvara og kór – þannig að hún er grand,“ segir Daníel. Fréttablaðið/anton brink
Það var spennandi en líka pínu ógnvænlegt að byrja á svona stóru verki, því þetta er ópera fyrir stórt svið, stóra hljómsveit,
marga einsöngvara og kór – þann-
ig að hún er grand,“ segir Daníel
Bjarnason tónskáld um frumraun
sína í óperusmíð. Um er að ræða
óperu eftir dönsku myndinni
Brødre eftir danska kvikmyndaleik-
stjórann Susanne Bier.
„Það er allavega ár síðan byrjað
var að tala um þetta – kannski
rúmlega ár,“ upplýsir Daníel.
„Síðan höfum við verið að vinna í
handritinu, eða librettoen eins og
það kallast á dönsku. Það er sænsk
kona sem skrifar textann, Kerstin
Perski, hún er reynd í óperuhand-
ritaskrifum.“ Hann segir óperuna
verða sungna á ensku en ekki
dönsku. Af hverju? „Sú hugmynd
er frá mér komin. Þó ég tali góða
dönsku, eftir að hafa búið í Dan-
mörku um tíma, fannst mér liggja
beinna við að hafa enskan texta til
að gera verkið alþjóðlegra og til að
auðvelda erlendum söngvurum að
syngja hann. Kerstin Perski hefur
reynslu af því að skrifa handrit á
ensku svo það var ekkert mál.“
Danska þjóðaróperan í Árósum
pantaði óperuna hjá Daníel. „Til-
efnið er það að Árósar eru menn-
ingarborg Evrópu 2017 og þar
er verið að ráðast í nokkur stór
verkefni, meðal annars það sem
er kallað Bier-þrílógían, þar sem
þrjár bíómyndir eftir Susanne Bier
verða teknar og unnið úr þeim nýtt
efni; ein myndin verður óperan
mín, önnur dansverk og sú þriðja
leikhúsverk. Músíkhúsið þeirra í
Árósum heldur utan um verkefnin
sem öll eru sjálfstæð en undir þess-
ari regnhlífarhugmynd,“ útskýrir
hann.
Danir fá fyrstu óperu Daníels Bjarnasonar
daníel Bjarnason tónskáld hefur samið sína fyrstu óperu og hún er engin smásmíði. óperan er gerð eftir
dönsku bíómyndinni Brødre frá 2004 og verður frumflutt af dönsku þjóðaróperunni í árósum á næsta ári.
Daníel segir Dani verða í aðal-
hlutverkum í óperunni, nokkrir
komi annars staðar frá en ekki sé
búið að loka þeim hlutum endan-
lega. Hins vegar sé nýbúið að til-
kynna að Daninn Kasper Holten,
fyrrverandi stjórnandi Danska kon-
unglega leikhússins, stjórni upp-
færslunni. „Holten er að hætta sem
listrænn stjórnandi Covent Garden
í London og hann stökk á þetta sem
fyrsta verkefni eftir að hann hættir
þar. Mér finnst það frábært,“ segir
Daníel.
Í grein í Politiken er tekið fram
að Daníel sé „danskfæddur“, þann-
ig gera Danir smá tilkall til hans og
það finnst honum svolítið fyndið.
„Þeir hafa greinilega þörf fyrir að
taka þetta fram. Í fyrstu frétta-
tilkynningunni sem ég sá um
óperuna gengu þeir lengra, þar
var ég skrifaður dansk/íslenskur
en ég náði að leiðrétta það því ég
er rammíslenskur,“ segir hann.
„En það er rétt að ég er fæddur á
Rigshospitalet því foreldrar mínir,
Bjarni Daníelsson og Valgerður
Gunnarsdóttir Schram, voru í
námi í Danmörku á þeim tíma, ég
var sex mánaða þegar við fluttum
heim. Svo var ég reyndar í mennta-
skóla líka í Kaupmannahöfn því
við bjuggum þar aftur um tíma.
En Danir mega orða þetta svona ef
þeir vilja.“
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
Söngkonurnar Björk Jónsdóttir,
Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Signý
Sæmundsdóttir, sem kalla sig
3Klassískar, koma fram á hádegis-
tónleikum í Fríkirkjunni í dag,
ásamt 2Prúðbúnum, þeim Bjarna
Þór Jónatanssyni píanóleikara og
Gunnari Hrafnssyni bassaleikara.
„Yfirskrift tónleikanna er Lífið
er lambagras, það er vísun í eitt
ljóðanna sem við flytjum. Það er
eftir Þorvald Þorsteinsson og við
syngjum það við lag Megasar,“ segir
Jóhanna Þórhalls. Hún segir það
eina ljóð Þorvaldar á dagskránni
en fleiri séu eftir Megas og Davíð
Stefánsson. „Við erum m.a. með
nýja útsetningu á Dalakofanum og
lagið um hana Unu sem heyrist ekki
oft. Þá erum við líka með skemmti-
lega útsetningu af Táraborginni
eftir Megas og svo auðvitað Sögu úr
sveitinni.“
Söngkonurnar hafa sungið saman
um árabil og komið fram víða um
land. Jóhönnu eru minnisstæðir
tónleikar í Bragganum á Hólmavík
þar sem allt ætlaði um koll að keyra
þegar þær mættu með Megasi í júlí-
mánuði fyrir nokkrum árum.
Tónleikarnir í Fríkirkjunni til-
heyra tónleikaröðinni Á ljúfum
nótum. Þeir hefjast klukkan 12
og taka um hálfa klukkustund.
Aðgangseyrir er 1.500 krónur og ekki
er tekið við greiðslukortum. – gun
Dalakofinn og lagið um hana Unu
Söngkonurnar Signý, björk og Jóhanna með þá Gunnar og bjarna Þór á bak við sig. MynD/raGnheiður kJartanSDóttir
1 7 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U r50 m e n n I n G ∙ F r É T T a B L a ð I ð