Fréttablaðið - 17.03.2016, Side 52

Fréttablaðið - 17.03.2016, Side 52
Leikhús enginn hittir einhvern HHHHH Black Box – Norræna húsið Höfundur: Peter Asmussen Þýðandi: Jón Atli Jónasson Leikstjóri: Simon Boberg Leikarar: María Ellingsen og Björn Ingi Hilmarsson Hreyfingar: Raisa Foster Tónlist: Andreas Ljones Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Kjallari Norræna hússins hefur verið endurskipulagður til að hýsa lítið leikhúsrými. Fyrsta sýningin, Enginn hittir einhvern eftir danska leikskáldið Peter Asmussen, var frumsýnd þar síðastliðinn föstudag. Nýtt leiksvið eru frábærar fréttir sem sýnir hversu mikil gróska er í íslenskum sviðslistum þessa dag- ana, einnig ber að fagna samnor- rænni samvinnu. Sýningin markar líka endurkomu Maríu Ellingsen og Björns Inga Hilmarssonar á fjal- irnar eftir nokkurt hlé. Þess væri þó óskandi að þessi fyrsta sýning Black Box hefði farið betur. Leikverkið er eins konar til- brigði við ástand þar sem mann- veran og mannleg hegðun er undir smásjá. Peter Asmussen er hugvits- samur textasmiður en virðist skauta framhjá dramatík, hvort sem það er viljandi eður ei. Jón Atli Jónasson þýðir leikritið laglega. Handritið er byggt upp á mismunandi þrenning- um um ákveðið lykilorð s.s. stefnu- mót, bið, einvera, svik og endalok. Óljóst er hvort parið sé ávallt hið sama, slíkt er reyndar gefið í skyn, eða mismunandi einstaklingar. María Ellingsen og Björn Ingi Hilmarsson eru fínustu leikarar og gaman er að sjá þau aftur á leiksviði. Því miður geta þau hvorki dregið nægilegan styrk úr textanum né leikstjórninni. Sviðsverur þeirra berjast við hið mannlega ástand þar sem súrrealismi hversdagsleikans er ávallt nærri. Svo viðkvæm samvinna þarf að vera átakameiri þar sem til- finningaofsinn er haminn frekar en slökktur algjörlega. Þessar áherslur verður að skrifa á leikstjórann, Simon Boberg. Leikar- arnir virðast fara með textann frek- ar en gera hann að sínum í leik. Þessi stöðuga aftenging gerir sýninguna kraftlausa og langdregna, þrátt fyrir að hún sé í styttri kantinum. Sviðs- hreyfingarnar skapar Raisa Foster en þrátt fyrir aflíðandi áherslur verða þær litlausar því oftar sem tilbrigðin eru endurtekin. Enginn er skráður fyrir búningunum en þeir eru samansettir úr gallabuxum og hvítum skyrtum, að mestu. Allt til að beina áhorfendum frá sviðsetn- ingunni og að textanum. Það liggur við að áhorfendur fengju meira út úr því að lesa leikritið frekar en að sjá sýninguna, sem er algjör synd. Einna skást er lýsingin sem Björn Bergsteinn Guðmundsson hannar en hann vinnur sérstaklega vel með skugga og myrkur. Tónlist Andreas Ljones er einnig áferðarfögur en líkt og í sýninguna, þá vantar fleiri til- brigði í stefin til að hún verði eftir- minnileg. Leikmynd Snorra Freys Hilmarssonar er fagurfræðilega skýr og spennir upp sýninguna að ein- hverju leyti. Forvitnilegt verður að sjá hvernig næsta sýning í Black Box vinnur úr þessu spennandi rými. Sýningin verður of fyrirsjáanleg og handritinu er enginn greiði gerður með spennulítilli leikstjórn. Andrúmslofið mallar í dramatík framan af, verður fljótlega of þung- lamalegt og spennubreytingarnar eru alltof fáar. Naumhyggja í leik- húsi getur verið gríðarlega falleg en verður að skila hlutverki sínu. Í stað þess að ýta undir sviðsræna drama- tík þá skerpir Simon frekar á texta handritsins, slíkt verður hreinlega of leiðigjarnt til lengdar. Sigríður Jónsdóttir Niðurstaða: Veikar dramatískar áherslur verða sýningunni að falli. Naumhyggja og nánd María Ellingsen í hlutverki sínu í Enginn hittir einhvern. 365.is Sími 1817 Allt áhugafólk um hraðskreiða bíla verður á sófabrúninni um helgina því þá fer fram fyrsti kappakstur ársins í Formúlu 1. Lewis Hamilton sigraði í fyrra en sá sem oftast hefur komið fyrstur í mark í Melbourne er enginn annar en Michael Schumacher. Endurtekur Hamilton leikinn eða klára Rosberg og Vettel hringina 58 á undan Englendingnum knáa? UPPHITUNAR- ÞÁTTUR Í KVÖLD KL. 22:00 Á STÖÐ 2 SPORT KEYRUM FORMÚLUNA Í GANG FYRSTI KAPPAKSTURINN UM HELGINA SUNNUDAG klukkan 04:30 17. mars 18. mars 19. mars 20. mars Upphitunarþáttur Æfing klukkan Tímataka Keppni Kl. 22:00. Kl. 3:00. Kl. 6:00. Kl. 4:30. 1 7 . m a r s 2 0 1 6 F i m m t u D a G u r52 m e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.