Fréttablaðið - 17.03.2016, Qupperneq 68
Hér ber að líta brot af því
besta sem fræga fólkið hefur
haft fyrir stafni það sem af er vik-
unni. Dolce & Gabbana smelltu í nátt fatapartí
í verslun sinni við 5. breiðstræti í New York,
Gwyneth Paltrow dúndraði sér í sérlegan
skvísuhitting í boði The Hollywood Reporter og
Jimmy Choo og sjálf Cyndi Lauper blés til blaða-
mannafundar vegna nýrrar plötu. Já, álagið er víða.
Gwyneth Paltrow
bar höfuð og
herðar yfir hina
partígestina er
hún valsaði um í
þessum tryllta
samfestingi.
á ferð
og flugi
Ofurskutlan Cara Delevingne
mætti á Dita’s Crazy Show á
Le Crazy Horse í París.
Ty Hunter,
stílisti sjálfrar
Beyoncé, lét
sig ekki vanta
í náttfata-
boð Dolce
& Gabbana.
Hvers vegna
ætti hann svo
sem að gera
það?
Kristen Stewart og
franska leikkonan
Stephanie Sokolinski, eða
SoKo, eru splunkunýtt
par sem naut sín í hví-
vetna í París á dögunum.
Franskir kossar voru ein-
mitt í hávegum hafðir.
Cyndi Lauper
sagði frá væntan-
legri plötu, Detour,
á blaðamannafundi
í Tennessee. Lífleg
að vanda.
Zoe Kravitz, leikkona
og tískuíkon, tjaldaði
öllu til fyrir frumsýningu
myndarinnar Allegiant í
Stóra eplinu á mánudag.
Miranda Kerr sér fyrir
sér og sínum með því
að vera geggjað sæt
og pósa á heims-
mælikvarða. Eitt-
hvað brást henni
bogalistin er hún
rétti þessa ban-
vænu fingur
upp og smellti
í „peace“.
Hún er líklega
mannleg eftir
allt.
Sir Richard Branson sprellaði eins og hann ætti lífið að leysa er flugfélagið hans, Virgin, hóf
flug frá San Francisco til Denver á miðvikudaginn.
1 7 . m a r s 2 0 1 6 F I m m T U D a G U rL í F I ð ∙ F r É T T a B L a ð I ð
Kíktu á úrvalið
í vefversluninni á
michelsen.is/fermingar
Laugavegi 15 og Kringlunni
Sími 511 1900 - www.michelsen.is
Casio Retro
11.900 kr.
Michelsen Tradition
73.000 kr.
Armani Classic
40.200 kr.
Jacques Lemans
Liverpool
25.700 kr.
Fossil Grant
21.100 kr.
Fallegar
fermingar-
gjafir
– fyrir stráka
Frægir