Fréttablaðið - 28.09.2017, Side 4

Fréttablaðið - 28.09.2017, Side 4
StjórnSýSla Kristján Þór Júlíusson, mennta- og menningarmálaráð- herra, á eftir að skipa í skólanefndir 15 skóla af 27. Frá því að nýr ráðherra tók við í byrjun árs hefur verið skip- að í tólf nefndir. Samkvæmt upp- lýsingum frá ráðuneytinu er ástæða þess að ekki hefur verið skipað í fleiri nefndir sú að tilnefningaferlið hefur dregist á langinn enda sé um umfangsmikið verk að ræða. Samkvæmt lögum um framhalds- skóla skipar ráðherra sex fulltrúa í hverja nefnd, samtals 162 aðila. Gert er ráð fyrir að fullskipað verði í nefndirnar á næstu vikum. Enn á eftir að skipa í skólanefndir eftirtalinna framhaldsskóla: Mennta- skólans á Ísafirði, Flensborgarskól- ans í Hafnarfirði, Menntaskólans við Hamrahlíð, Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, Fjölbrautaskóla Snæ- fellinga, Fjölbrautaskólans í Breið- holti, Borgarholtsskóla, Mennta- skólans í Kópavogi, Menntaskólans við Sund, Menntaskólans á Egils- Enn er óskipað í fimmtán skólanefndir Kristján Þór Júlíusson varð mennta- og menning- armálaráð- herra í janúar. Fréttablaðið/ PJetur Í öllum 27 skólunum eru samtals 162 nefndarmenn, en sex nefndarmenn sitja í hverri nefnd. Hugmyndir að raunhæfri gjaldtöku verða kynntar á Samgönguþingi í dag. stöðum, Kvennaskólans í Reykjavík, Fjölbrautaskóla Vesturlands, Fram- haldsskólans í Austur-Skaftafells- sýslu, Menntaskólans á Tröllaskaga og Verkmenntaskóla Austurlands. – jhh Smiðjuvegi 2, Kópavogi - www.grillbudin.is - Sími 554 0400 • 3 brennarar • Brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Grillflötur 65 x 44 cm • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Yfirbreiðsla og steikar- plata úr pottjárni fylgja Niðurfellanleg hliðarborð • Afl 10,5 KW Grillbúðin Nr. 12935 - Grátt 57.675 Verð áður 76.900 25% afsláttur Grill 25% Útiljós 25% Húsgögn 30% Aukahlutir 30% Opið virka daga 11-18 Opið laugardag 11-16 Opið sunnudag 13-16 LAGE R HREI NSUN í óra daga Fimmtudag, föstudag, laugardag og sunnudag UtanríkiSmál Guðlaugur Þór Þórð- arson utanríkisráðherra hélt ávarp í gær við opnun breskrar hugveitu sem ber heitið Stofnun frjálsra við- skipta. Hann átti við það tækifæri tví- hliða fund með Liam Fox, sem er ráðherra yfir málum milliríkjavið- skipta í bresku ríkisstjórninni. „Það sem við vorum að ræða var tvíhliða- samskipti Íslands og Bretlands við útgöngu Breta úr Evrópusamband- inu,“ segir hann. Guðlaugur Þór segir þetta hafa verið forgangsmál hjá utanríkis- ráðuneytinu frá því að Bretar samþykktu að ganga úr Evrópu- sambandinu. „Enda er þetta næst- mikilvægasta viðskiptaland okkar Íslendinga á eftir Bandaríkjunum. Við höfum lagt mikið upp úr því að ná góðum tengslum við breska ráða- menn og sömuleiðis æðstu emb- ættismenn og þetta er bara liður í því,“ segir Guðlaugur Þór. Breskir fjölmiðlar segja hugveit- una vera nokkurs konar samfélag harðlínu Brexit-sinna. Guðlaugur Þór segist ekki taka afstöðu til breskra stjórnmála. „Boris Johnson bauð mér á þennan fund en það er ekki þar með sagt að ég sé að taka einhverja afstöðu í einhverjum málum innan breska Íhaldsflokks- ins. Það er mikil umræða um Brexit hérna í Bretlandi en ég er ekki að taka þátt í þeim umræðum og það var ekki til umræðu á þessum fundum. Hann segir heimsóknina vera lið í að undirbúa samskipti ríkja eftir Brexit. „Ég er búinn að hitta alla þá ráðherra sem að þessum málum koma hjá Bretum en ég átti eftir að hitta Liam Fox,“ segir Guðlaugur Þór. Það hafi staðið til í nokkurn tíma og þetta verið gott tilefni. – jhh Brýnt að ná góðum tengslum við breska ráðamenn Guðlaugur Þór Þórðarson, utan- ríkisráðherra kópavogUr „Tillögu um lýðræðis- umbætur í bæjarstjórn er hér vísað frá með fundartæknilegu ofbeldi,“ segir í bókun fulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn Kópavogs. „Hér ákveður meirihluti bæjar- stjórnar að taka ekki umræðuna, taka ekki afstöðu og brjóta því með yfirgengilegum hætti lýðræðislegar leikreglur,“ sagði minnihlutinn. Málið varðar tillögu um fjölgun bæjarfulltrúa. „Við vinnu á þessum breytingum á bæjarmálasamþykkt var ákveðið, af öllum í bæjarstjórn, að fjölga ekki bæjarfulltrúum,“ bók- aði meirihlutinn sem kveður tillögu um málið vera rof á sáttaferli. „Því er hafnað að hér sé verið að beita fundartæknilegu ofbeldi. Umræða fór fram í bæjarráði, forsætisnefnd og bæjarstjórn.“ – gar Ásökun um ofbeldi með fundartækni Forystumenn í Kópavogi. Fréttablaðið/eyÞór Sa m g ö n g U r Samg öngudeild umhverfis- og skipulagssviðs Reykja- víkurborgar leggur til að gönguleið á ljósum yfir Breiðholtsbraut við Norðurfell verði fjarlægð. Í staðinn verði gerð göngu- og hjólabrú yfir Breiðholtsbrautina. Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti þessar fyrirætlanir á fundi í gær með fyrir- vara um samþykki lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. - jhh Vilja brú yfir Breiðholtsbraut SamgöngUmál Kostnaður sam- félagsins sem hlaust af umferðar- slysum á helstu stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu var tæpir 16 milljarðar á árunum 2012 til 2016. Á leiðinni milli Reykjavíkur og Selfoss nam áætlaður kostnaður vegna slysa á sama tímabili rúmlega sex milljörðum króna. Á leiðinni milli Reykjavíkur og Leifsstöðvar var kostnaðurinn áætlaður fimm og hálfur milljarður og umferðarslys á milli Reykjavíkur og Borgarness kostuðu rúmlega fjóra milljarða. Tölurnar byggja á gögnum úr slysaskrá Samgöngustofu og voru teknar saman fyrir starfshóp um fjármögnun framkvæmda við helstu stofnleiðir til og frá höfuðborgar- svæðinu. Starfshópurinn kynnir skýrslu sína og helstu tillögur á Samgönguþingi í dag. „Þessar tölur byggja á aðferða- fræði sem áætlar kostnað sam- félagsins frekar varlega,“ segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður starfshópsins, en lætur þess getið að hægt sé að velja fleiri en eina leið til að meta þennan kostnað en skiptar skoðanir séu um aðferðafræðina. Tölurnar ná yfir kostnað vegna starfa lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutningamanna og kostnað vegna eignatjóns, sjúkrahús- kostnað, vinnutap og þess háttar. Tölurnar ná hins vegar ekki yfir óáþreifanlegt tjón vegna tapaðrar verðmætasköpunar sem einstakl- ingur hefði stuðlað að, hefði hann verið við fulla heilsu út líftímann. Aðspurður um áhugann á þessum tölum segir Eyjólfur að með þeim megi áætla hvað umbætur á þess- um stofnæðum gætu verið lengi að borga sig upp. „Ef við gætum Kostnaður af umferðarslysum nemur milljörðum króna Kostnaður samfélagsins sem hlýst af umferðarslysum á helstu stofnæðum út frá Reykjavík nemur mörgum milljörðum króna. Það er meðal annars kostnaður vegna starfa lögreglu, slökkviliðs og sjúkraflutninga- manna. Rætt verður um samgöngubætur á suðvesturhorninu á umferðarþingi sem fram fer á Selfossi í dag. helmingað þessa slysatíðni með betri vegum gætu framkvæmdirnar borgað sig upp á þrjátíu árum út frá þessum þætti einum og sér,“ segir Eyjólfur. Starfshópurinn kynnir niður- stöður sínar á Samgönguþingi í dag en þær fela í sér tillögur um fram- kvæmdir á þessum helstu stofn- æðum. Áætluð heildarfjárfesting er 56 milljarðar með virðisaukaskatti og mun starfshópurinn leggja til að veggjöld verði innheimt í ein- hverjum tilvikum. „Við erum að leggja til fram- kvæmdir sem við teljum raunhæft að ljúka á átta árum og setjum fram mat á því af hvaða stærðargráðu þetta gæti verið og hugmyndir að raunhæfri gjaldtöku.“ Aðspurður segir Eyjólfur Sunda- braut ekki hafa verið til umræðu í þessari vinnu, þar sé of margt óunnið. adalheidur@frettabladid.is ✿ kostnaður samfélagsins af umferðarslysum á árunum 2012 til 2016 Reykjavík - Selfoss 6.160 milljónir Reykjavík - Borgarnes 4.060 milljónir Reykjavík - Leifsstöð 5.480 milljónir eyjólfur Árni rafnsson, for- maður starfs- hópsins Heimild: Slysaskrá Sam- göngustofu 2 8 . S e p t e m b e r 2 0 1 7 F i m m t U D a g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.